Vikan


Vikan - 09.01.1986, Page 37

Vikan - 09.01.1986, Page 37
1 Fashion Aid Það þykir kannski flestum eins og að bera í bakkafullan laekinn að fara enn einu sinni að skrifa um Live Aid, þó svo að það sé eitthvert merkilegasta afrek poppara sem um getur, enda ætla ég ekki að skrifa um Live Aid en þess I stað um Fashion Aid sem sömu samtök stóöu að I London nú I haust. Það var ungur maöur að nafni Jasper Conran, góður vinur Bob Geldof, sem fékk þá hugmynd að safna fé til hjálpar bágstöddum með þvi að halda heilmikla tísku- sýningu þar sem sýnd yrðu föt frá öllum helstu tískunöfnum heimsins. Takmarkið var að safna einni milljón punda. Það sem gerði þessa sýningu sérstæða var þátttaka fjölda poppstjarna sem sýndu hinar ýmsu flíkur og það er bara best að vinda sér í létta upptalningu: Madness, Boy George, Freddy Mercury, Spandau Ballet, Whaml, Eurythmics, Grace Jones, King, Nick Heyward, Mick Jagger og Jerry Hall, Simon le Bon og fleiri og fleiri og þar fyrir utan var flogiö með um tvö hundruð tískusýningarstúlkur frá New Vork og hana nú.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.