Vikan


Vikan - 09.01.1986, Page 38

Vikan - 09.01.1986, Page 38
Mundu aðforeldrarnir eru fyrstu kennararnir Dr. Burton L. White heldur þvi fram aö fyrstu þrjú æviárin séu þýöingar mest fyrir barnið og þroska þess. Það veltur mikið á foreldrunum hvernig framtiðarnorfur barna verða. Sérstaklega er þýðingarmikið hlutverk foreldra sem kennara. Foreldrahlutverkið er ábyrgðarmikið en gefandi starf. Ástin sem maður fær frá litlu barni og sú væntumþykja, sem kemur frá þér til barnsins, er einstök í sinni röð. Fyrsta timabil barnsins er frá fæðingu og þangað til að það getur sjálft farið að hreyfa sig meira, eða til 6-7 mánaða. Þrjú atriði skyldi athuga á þessu tímabili. Fyrsta og þýðingarmesta atriðið i uppeldisfræðinni er að sýna barn inu ástúð vegna þess að það stuðlar að hæfni barnsins til að sýna öðrum ást siðar á ævinni. i öðru lagi eru nokkrar æfingar i sambandi við likamsstjórn, sjón og heyrn og aðra einfalda hluti. i þriðja lagi er viðhald og hvatning for vitninnar. Tvennt þarf að athuga á þessu stigi. Á þessu stigi þarfnast böm meiri ástúðar en á nokkru öðru æviskeiði. Best er að foreldrarnir sjálfir sjái sem mest um börn á þessum aldri. Hitt atriðið er að reyna að koma i veg fyrir heyrnartap sem hrjáir alltof mörg börn. Þroski barna á næsta skeiði er mjög ör. Fyrst má nefna málþroska og for vitni, siðan er það að ná valdi á líkamshreyfingum. Börn á þessum aldri hafa mjög gaman af þvi að klifra. Flest börn eru varkár en fylgjast þarf betur með öðrum. Þriðja atriðið á þessu stigi er að kynnast fólki. Við erum að kynna barnið fyrir mannkyninu og þess eigin viðbrögðum til sjálfs sín. Tveggja til þriggja ára hafa börnin fullorðnast mikið. Þau eru farin að tala, skilja og skynja. Það er hreint ótrúlegt hvað börn á þessum aldri læra á svo stuttum tíma. Aðeins hefur verið hægt að kenna hinum skynsamasta simpansa milli 300 og 500 orð á táknmáli. Börn skara fram úr þessum árangri áður en þau ná þriggja ára aldri, en þá skilja þau um það bil eitt þúsund orð. ,,Hver getur fetað í fótspor Elvis?" spyr Priscilla Presley, nýja stjarnan í Dallasþáttunurn. Ég var voðalega taugaóstyrk yfir að fara inn í sjónvarpsþátt sem var búinn að ganga i 6 ár. Ég gerði mér alls konar grillur um hvernig þetta yrði og hvort ég yrði tekin inn í hópinn. Og þeim fannst ég án efa snobbuð þegar ég byrjaði. Maður hefur þessar skrítnu hugmyndir en allt gengur vel og leikararnir hafa allir verið mjög vingjarnlegir. Priscilla er nú að skrifa bók um fyrrverandi eiginmann sinn, Elvis Presley, af þvi að henni finnst hún bera ábyrgð á að hrekja ósannindi sem skrifuð hafa verið um siðustu æviár hans. Bókin er um tilfinningar hennar og hvað skeði í raun og veru. Heimili þeirra var kallað ,,Graceland" og hefur Priscilla opnað neðri hæð hússins sem safn fyrir almenning. Sú ákvörðun reyndist henni erfið en hún varð að gera það fjárhagsins vegna. Hún er sannfærð um að Elvis hefði ver- ið samþykkur þessari ráðagerð af þvi að hann hafði gaman af aö sýna husið sitt. Priscilla hitti Elvis fyrst þegar hún var 14 ára en hann 25. Þá var hann ekki orðinn eins frægur og hann varð síðar, en mjög indæll, auðmjúkur og jarðbundinn piltur. Þegar Priscilla er spurö hvort hún ætli ekki að gifta sig aftur svarar hún að það verði vandfundinn maður sem komist i hálfkvisti við Elvis. 38 Vikan 2. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.