Vikan

Útgáva

Vikan - 09.01.1986, Síða 42

Vikan - 09.01.1986, Síða 42
Vídeó-Vikan Umsjón: Hilmar Karlsson Vinsælir leikarar: Kathken Tumer Stutt er síðan íslenskir kvik- myndaáhorfendur sáu Kathleen Turner í síðustu kvikmynd sinni, Prizzi's Honor. Þar leikur hún svipaða konu og hún hefur gert nokkrum sinnum áður, eitil- harða þrátt fyrir fegurð og yndisþokka. Turner sló í gegn í sinni fyrstu mynd, Body Heat, þar sem hún lék á móti William Hurt. I hlut- verki Matty Walker í þeirri mynd varð hún á einni nóttu ein- Hún valdi því næst að leika í The Man with Two Brains þar sem hún lék gamansama glæpa- konu á móti Steve Martin. Þessi mynd varð það sem þeir fyrir vestan kalla „flop”, gekk ekk- ert, með öðrum orðum. Þriðja myndin, Romancing the Stone, þar sem hún lék hikandi kvenhetju á móti Michael Douglas, varð fyrsta sölumynd- in sem hún lék í, halaði inn tæpa hver mest spennandi og kynæs- andi „femme noire” síðan Lauren Bacall lék á móti Humphrey Bogart á sjötta ára- tugnum. Body Heat varð henni þó ekki til mikils framdráttar og hún vann ekkert í átta mánuði að henni lokinni. Tilboðin streymdu þó inn, ákaft og reglulega. Vandamálið var hins vegar, að mati Turner, að allir vildu fá hana í svipað hlutverk og Matty Walker. þrjá milljarða í íslenskum krónum á Bandaríkjamarkaði áður en hún var sýnd annars staðar í heiminum. I fjórðu myndinni, A Breed Apart, leikur hún einfalda sveitakonu en í þeirri fimmtu, Crimes of Passion, telja margir að hún hverfi aftur í Matty Walker gervið. Söguþráður þeirrar myndar gefur slíkt sterklega í skyn. Turner leikur þar Joanna/China Blue, konu sem er tískuhönnuð- ur á daginn en gleðikona á næturnar. Hins vegar ber að geta þess að leikstjóri Crimes of Passion er Ken Russell, einn umdeildasti kvikmyndaleik- stjóri sem um getur. Þegar veriö var að ráða leik- ara í Body Heat hringdi umboðs- maður Kathleen Turner þrisvar sinnum í skrifstofuna í New York til að fá prufu fyrir hana. Honum fannst hún sniðin í hlut- verk Walker. Þaö gekk hins vegar ekkert og ekki fyrr en leik- stjórinn, Lawrence Kasdan, sá prufu af henni í Los Angeles, þar sem hún hafði verið að gera aðra prufu fyrir mynd Peter Falk, All That Marbies. Kasdan var stórhrifinn, hún var sú fyrsta sem fór með línurnar sínar nákvæmlega eins og hann vildi að þær væru. Er Body Heat var frumsýnd gátu gagnrýnendur vart haldið vatni af hrifningu. Andrew Sarris í Village Voice sagði: „Segja má að stjarna sé fædd þegar maður fer að sjá hana fyrir sér í öllum hlutverkum í sjónmáli. Þannig lít ég á Kath- leen Turner á þessu augnabliki í kvikmyndasögunni. ’ ’ ÞÓtt The Man with Two Brains hafi ekkert gengiö var það myndin sem vakti áhuga Ken Russel og handritahöfundarins Barry Sandler á Turner. Þeir vildu fá hana og enga aðra í aðalhlutverk Crimes of Passion. „Hún var langefst á listanum,” segir Sandler. Hún var aftur á móti hrifin af hlutverkinu vegna fjölbreytileika þess. „Joanna/China Blue er furðu- leg persóna. Þaö sem vakti áhuga minn eru allir leikirnir sem þessi kona leikur,” segir Turner, „öll ólíku hlutverkin, reiðin, örvæntingin, eins og hún telji sig alltaf hafa tök á öllu en hafi það ekki. Hún gerir sig að meira fórnarlambi en nokkur maður sem hún hefur lagst með.” Turner var einnig hrifin af hugmyndinni að vinna með Ken Russell: „Fyrst hann hafði áhuga á handritinu var athug- andi að líta á það.” Þau hittust og ræddu saman um hvernig þau mundu meðhöndla efnið áður en hún skrifaði undir samninginn. Turner fékk að ráða því hvernig kynlífssenurnar voru teknar. I samningnum stóð að hún þyrfti ekki að koma fram allsnakin. I einu atriðinu vildi Sandler að hún kæmi fram nakin en hún neitaði: „í fyrsta lagi munu allir vera að velta því fyrir sér hvenær ég fari í fötin aftur svo að enginn hlustar á það sem ég segi. Og í öðru lagi er nekt merki um traust og vinskap eftir því sem ég hef heyrt hjá gleðikonum og þær bara leyfa það ekki. Ef þær fara úr fötunum eru þær bara eins og næstakona.” Ekki eru allir sammála um gæði Crimes of Passion. En það gegnir öðru máli um nýjustu kvikmynd Kathleen Turner, Prizzi’s Honor. Gagnrýnendur hafa hafið þetta nýjasta meistaraverk hins aldna leik- stjóra, John Huston, til skýjanna og þrátt fyrir að Kathleen Turner falli aðeins í skuggann fyrir meðleikara sínum, Jack Nicholson, þá má hún vera ánægð með sinn hlut í myndinni. Síðustu fréttir herma að nú sé verið að ljúka við framhald hinnar geysivinsælu myndar Romancing the Stone og er búist við að sú mynd verði jafnvinsæl og fyrri myndin. Kathleen Turner er því leikkona sem svo sannarlega er á uppleið. Þær fáu kvikmyndir með Kahhleen Tumer, sem fáanlegar em á videóleig- um, em: Body Heat, The Man with Two Brains, Romancing the Stone. 42 Vikan2. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.