Vikan

Eksemplar

Vikan - 23.01.1986, Side 11

Vikan - 23.01.1986, Side 11
eru „aðalpersónur" leikritsins Skottuleikur sem nýlega var frum- sýnt hjá Reviuleikhúsinu. Skottu- leikur er barnaleikrit i trúðleikastíl, skrifað af Brynju Benediktsdóttur sem jafnframt er leikstjóri. Leikritið byggir á islenskum þjóðsögum, draugasögum um skottur og móra, en skotturnar eru gerðar að skripakarakt- ierum sem minna dálítið á Bakka bræður. Persónur í leikritinu eru fjór- ar, Stóra-Skotta sem leikin er af Guð- rúnu Alfreðsdóttur, Litla-Skotta sem Guðrún Þórðardóttir leikur og Fina Skotta sem Saga Jónsdóttir leikur, en fjórða persónan er hann Móri og með hlutverk hans fer forkunnarfín tuskubrúða. í Skottuleik er glens- að og trallað og tónlistin er ekki af verri endanum því höfundur hennar er Jón Ölafsson (já, Jón Ólafsson á rás II) og söngtexta samdi Karl Ágúst Úlfsson. Sem sagt, okkur er boðið upp á fjörugar nútíma draugasögur hjá Reviuleikhúsinu sem sýnin i Breið- holtsskóla. XTessi laglegi ungi prentari með brilljantíngreidda hárið heitir Jakob Þór Einarsson. Hann er líklega þekktari sent lúkari en prentari enda hefur hann tek- ist á við mörg stór hlutverk, þar á meðal aðalhlut- verkið í Hrafninum, kvikmynd Hrafns Gunnlaugs- sonar.Jakob Þór útsknfaðist úr l.eiklistarskóla Islands vorið 1985 og fékk árssamning hjá l.elkfélagi Reykja- víkuraðfáum mánuðum liðnum. A ntyndinni sjáum við hann í höndum Eyvindar Þorgilssonar hár- greiðslumeistara sem smyr brilljantíninu óspart enda jrarf Itann að koma útlitinu á Jakobi heim og saman við það sem tíðkaðist fyrir fjörutíu árum, á þeim tíma sem leikrttið Land rníns föðurá aðgerast. Asamt því að leika í Land míns föður er Jakob Þór nú að .efa í Svartfugli eftir Gunnar Gunnarsson í Ieikgerð og leikstjórn Bríetar Héðinsdóttur. Svartfugl verður f rumsýndur íbyrjun mars. Stóra-Skotta, Fína-Skotta, Litla-Skotta og Brynja Ben.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.