Vikan


Vikan - 23.01.1986, Page 19

Vikan - 23.01.1986, Page 19
Jonke — Jorn Nielsen, Hell's Angels félagl og eftlrlýstur fyrlr morð. A flóttanum hefur hann rltað œvlmlnnlngar ainar. Mit Liv er auökennd sem novelle — skáldsaga. Þaö fer þó ekkert á milli mála aö þaö sem þar stendur skrifaö er raunveruleiki. En sagan er vissu- lega skrifuö út frá sjónarhóli Jonkes og hann gerir enga tilraun til aö hafa I heiöri fræöilega hlutlægni. i bókinni lýsir hann bernsku sinni og unglingsárum, kynnum sinum af og félagsskap I fjölmörgum minni háttar mótorhjólaklúbbum og siöar Hell’s Angels. Hann lýsir aödragandanum að moröinu á Makrellen — Makrllnum — og sjálfu moröinu í smáatriöum. Jonke skrifaði sjálfur í fylgsni sinu en blaðamaðurinn Erik Thygesen hefur haft um- sjón meö verkinu. Bókin er ótrúlega lipurlega og vel skrifuö og allt að þvl hugnæm á köflum, en þaö hljómar að óreyndu eins og kaldhæönislegur brandari. Þaö er Ijóst aö þessum harösvlraöa mótorhjólatöffara lætur vel að segja frá og lýsa til- finningum sinum og hinum mannlega þætti grimmúölegrar tilveru sinnar. Enda hefur Jonke, Thygesen og útgáfunni veriö álasaö fyrir það að bókin sé ekkert annað en tilraun til aö hvltþvo Jpnke og Hell's Angels og fegra málstaðinn. Lög- reglan í Kaupmannahöfn segir bókina aöeins fjalla um ógeöslegan glæp, morð úr launsátri. Talsmenn lögreglu og dómskerfis hafa viljað sem minnst úr útkomu bókarinnar gera. Ummæli þeirra I blööum hafa verið á þá leið aö þeir „timi varla að kaupa bókina" eöa ,,nenni varla aö lesa hana". Bókin segir lögreglunni i sjálfu sér ekkert sem hún ekki veit nú þegar. Fyrir lögregluna er aöalatriöiö aö hafa hendur í hári Jpnkes. Tveir af félögum Jpnkes hafa þegar verið hand- teknir og dæmdir fyrir aöild sina aö moröinu á Makrílnum. Þeir hlutu 12 og 7 ára fangelsisdóma. Ef Jonke næst á hann yfir höfði sér ævilangt fang- elsi. M oröiö á Makrilnum var hámark átakanna sem átt höfðu sér staö milli mótorhjólaflokkanna um langt skeiö. I Kaupmannahöfn er fjöldi slikra mótorhjólagengja sem eiga I stööugum erjum eða striöi eins og þeir kalla þaö. Flokkapólitíkin og „hugmyndafræöi" þessara hópa er illskiljanleg ut- anaökomandi mönnum. Jonke lýsir skipulagningu og innra starfi Hell's Angels ekki aö neinu ráði. Aö mörgu leyti minnir félagsskapurinn, eins og honum er lýst í bókinni, helst á karlaklúbb þar sem félags- skapurinn og samkenndin er aöalatriöiö, en I staö þess aö selja Ijósaperur, fjaörir og heröatré er þeyst um á Harley Davidson og bariö á mótherjunum, og vitanlega lýkur þar samllkingunni. En 1 aöra röndina minna lýsingarnar á átökum ribbaldahópanna á Iþróttalýsingar, nema tekist er á meö hnúum og hnefum og vopnum og reglurnar eru engar. Sá sterkasti og harösvlraöasti sigrar — eins og I stríöi. Jonke kallar það þegar hann fór úr einu genginu yfir i annaö aö hann væri að fara úr „3. deild og upp i 2.". Fyrstu hóparnir, sem hann var I, höföu aösetui i hverfinu þar sem hann bjó og smám saman fikraöi hann sig upp „virðingarstigann". Hell's Angels er háaöall mótorhjólagengjanna. I þann félagsskap kemst enginn fyrirhafnarlaust. Þegar Jpnke og félagar æsktu aöildar að Hell's Angels var mjög svo formlega að þvl staöið og aöild ekki veitt fyrr en aö undangenginni nákvæmri athugun og eftir nokkurn reynslutima. Sterk bræörakennd einkennir mjög samband félaganna I Hell's Angels og það kemur fram i um- ræddri þók aö skemmtanir, skröll og alls konar samkomur og mót eru snar þáttur I „starfsem- inni". Aö vlsu enda skröllin oft með hávaöaslags- málum og Ibúöir eru lagðar í rúst, og á mótunum slær oft i brýnu þegar annaðhvort einhverjir úr öðr- um óvinaflokkum eöa lögreglan láta sjá sig. Á stundum flögrar þaö aö manni aö maöur sé aö lesa hugljúfa ævisögu skátaforingja. Á einum staðsegir frá dauða eins af dönsku Hell's Angels félögunum I bilslysi i Bretlandi. Þar er honum gerö vegleg útför á vegum Englanna I Bretlandi Jpnke sendir honum kveðju að skilnaði: „Sjáumst á Hells' Angelshimn- um!" En Jpnke er eftirlýstur morðingi og hefur marg- sinnis setiö inni fyrir smærri og stærri ofbeldisverk gegn félögum úr óvinagengjunum. Miskunnarleys- ið og grimmdin gagnvart óvininum er hroðaleg. Engin tilraun er gerö til aö útskýra út á hvaö „stríöiö" gengur annað en baráttu um yfirráð yfir svæðum og hverfum. Lögmálið er: auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. En reglan á jafnframt aö vera sú aö foröast að skaða aöra en óvinina — þá sem stríöiö er háö gegn. A einum staö I bókinni er þó hroðaleg lýsing á því er félagarnir sjálfir I Hell's Angels böröu einn félaga sinna, sem farinn var að fara illilega I taugamar á þeim, til óbóta og skildu hann eftir I blóöi slnu. Félaginn lést og nokkrir hlutu siðar dóm fyrir athæfiö. Aödragandinn aö moröinu á Makrllnum er uppgjör milli Hell's Angels og Bullshit gengjanna. Þaö sem á aö hafa fyllt mælinn og oröiö til þess aö gefa Jonke átyllu til aö drepa Makrllinn er skotárás á forseta Hell's Angels I Danmörku, konu hans og bróður, sem þau sluppu þó ómeidd frá. Makrlllinn haföi „notaö öll tækifæri sem örlögin höföu gefiö honum" eins og stendur I fyrsta kafla bókar- innar. Þar er drápinu lýst i smáatriöum. Strax á eftir þeim kafla er formáli þar sem Jonke lýsir llfi slnu þar sem nann fer huldu höföi. Hann dvelur I sumarbústaöahverfi, dulbúinn eins og „venjulegur maöur". Hann getur þó ekki látiö sjá mig mikiö ber vegna tattóveringanna. Hann spjallar viö nágrann- ana og gantast viö börnin. Enginn veit hver hann er, ef svo væri þá væri áreiöanlega annaö uppi á teningnum. Hann fær konu slna (kellinguna eöa my old lady eins og konurnar kallast I þessu karla- samfélagi) i heimsókn, svo og „bræöurna". Hann reikar um strönd og skóga og nýtur frelsis sem hann veit aö hann veröur sviptur þá og þegar. Lýsingar þessar veröa einkennilega áhrifamiklar þegar haft er I huga aö þær skrifar yfirlýstur morö- ingi og Hell's Angels meölimur. Þegar Mit Liv kom út I Kaupmannahöfn var haldinn blaöamannafundur meö pompi og prakt. Jpnke mætti þó vitanlega ekki á staöinn en þar var útklippt Ijósmynd af honum I fullri stærö og hann ávarpaöi fundinn af segulbandi. Hell's Angels fé- lagarnir fjölmenntu og fyrir utan stóö gljáfægöur mótorhjólaflotinn. Bókin er tileinkuð Hell's Angels félagsskapnum og á titilslöunni eru eftirfarandi frasar I sönnum Hell's Angels anda: An siögæöis er ekkert tvöfalt siögæöi. Þaö er erfitt aö vera auömjúkur þegar maöur er bestur. Vikan 4. tbl. 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.