Vikan

Útgáva

Vikan - 23.01.1986, Síða 39

Vikan - 23.01.1986, Síða 39
arangri enda þekktum við litt til saumavéla og vorum til að mynda I miklum vafa um það hvernig við ættum að fara að þvi að láta leðurblökueyrun á Batman-búningnum standa upp í loftið. Á leiðinni heim til Íslands með Gullfossi höfðum við einu sinni fengið hér um bil aðsvif þegar pottormur á okkar aldri birtist skyndilega I reyksalnum iklæddur frumstæðum Batman-búningi úr plastíki og nú fórum við að skipuleggja leyniför upp á Laufásveg, þar sem drengurinn átti heima, til þess að stela Batman-búningnum hans. Allar þessar áætlanir féllu þó um sjálfar sig þegar það rann upp fyrir okkur hversu smávaxin við vorum. Það leit llklega ekki nógu vel út þegar við kæmum askvaðandi i búningum Leðurblöku og Þrastar, þess albúin að handtaka stórhættulega glæpamenn að brjótast inn í sjoppu, og bófarnirfæru bara að hlæja um leið og þeir ýttu okkur frá og toguðu i skikkjurnar okk- ar. Þegar við uppgötvuðum þessa átakanlegu lif- fræðilegu staðreynd lögðum við Batman og Robin endanlega á hilluna og fórum í heimsókn á Para- dísareplaveg til Andrésar. Það sem alltaf heillaði mig mest við Andrés- blöðin voru þau hljóð og upphrópanir sem kyk- vendi Walt Disneys gáfu frá sér þegar þau voru ekki beinlinis að tala dönsku. Þetta þekkja allir dyggir lesendur Andrésblaðanna. Þegar Feitimúli — sem mér er lífsins ómögulegt að kalla Guffa enda þótt meiri horrengla finnist varla í samanlögð- um teiknimyndabókmenntunum — þegar hann og aðrir kappar verða fyrir einhverju óvæntu þá er segin saga að það myndast hugsana- og/eða tal- blaðra á þessa leið: arlega á mig. Þegar ég fór síðarmeir til Danmerkur stundaði ég, svo lltið bar á, rannsóknir á þessu at- ■ riði og reyndi meira að segja að bregða Dönum vis- vitandi til þess aö athuga hvort þeir segðu „GISPI" Það var sama hvað ég reyndi, aldrei heyrði ég nokkurn mann segja ,,GISP!" Að lokum komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta hlyti að vera einhver mállýska úti á Jótlandi þar sem Andabær er og varð þá nokkuð rórra. Dýrahljóðin í Andrésblöðunum voru mér líka stöðugt rannsóknarefni. Raunar eru dýrin i Andrésblöðunum sérkapítuli út af fyrir sig. Húsdýr halda húsdýr; það gerist meira að segja iðulega í Andrésblöðunum að Mikki mús fer á andaskyttirí i stað þess að bregða sér bara út á Paradísareplaveg og negla Andrés önd. Er ekki eitthvað perverst við þetta? — og ég á ekki við þær niðurstööur sænsk- ættaðra sérfræðinga að Andrés önd — eða ætti ég að segja Kalle Anka? — sé beinlínis hættulegur fyr- ir börnin sakir kynþáttafordóma og brota á jafnrétt- islögum. En það voru dýrahljóðin. Ég vissi fyrir að Ijón öskruðu, það hafði ég lesiö í Tarzan-bókunum. I Andrésblöðunum kom það svo í Ijós aö þegar Ijónin öskruðu þá sögu þau bara ,,BR0L" eöa þegar mikið lá við ,,BR0000000L!" Þetta fannst mér heldur tilkomulítiö miðað við fjálglegar lýsingar Tarzan-bókanna en huggaði mig við að þetta væru, þegar öllu væri á botninn hvolft, bara dönsk Ijón. Jarmið í kindunum olli mér enn meiri vanda. Ég hafði verið í sveit á sumrin meira eða minna frá því ég fór að geta staðiö i lappirnar og vissi vel að kindurnar sögðu ,,me" hver við aðra. Ég haföi meira aö segja náð töluverðri leikni i kindamáli og átti oft innihaldsrikar samræöur við kindurnar úti á túni. Það er að segja: ég vona að þær hafi verið innihaldsríkar. Ég skildi náttúrlega ekki eitt einasta ,,me" en kindurnar svöruöu mér altént svo eitthvað hlaut ég að vera að segja. Kindurnar í Andrésblööunum sögðu hins vegar ,,be" og það fannst mér furðum sæta. Þegar við fórum til Grikklands ákvað ég að sannreyna þetta, lá löngum stundum úti i haga og hlustaöi á hinar dindillöngu grisku kindur rabba saman. Og viti menn. Eftir langar og nákvæmar rannsóknir komst ég að því að þetta var einmitt raunin: þær jörmuöu ,,be” en ekki ,,me”. Enda kom það á daginn, þeg- ar ég reyndi að halda uppi samræðunum, þá virtu þær mig ekki viölits. Ég jarmaöi útlensku. Þetta þótti mér afar dularfullt og fékk alltaf loðin svör um það hjá mömmu og pabba hvað þetta þýddi. Sjálfum fannst mér einna líklegast að þetta væri einhvers konar geispi en gat það átt sér stað að i Andabæ væru menn þvílíkar hetjur að þeir * geispuðu á hættustund? Ég ákvað að prófa þetta á sjálfum mér, gekk um i fjölskylduboðunum og sagði: ,,GISPI" i öðru hverju orði en hætti þvi fljót- lega þegar ættingjar mínir voru farnir að horfa und- Vikan 4. tbl. 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.