Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 14

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 14
I Hl í inir þekktu leikarar Bette Midler, Richard Dreyfuss og Nick Nolte hafa nýlokið við að leika saman í kvik- I ■■ mynd sem ber nafnið Down and Out in Beverly Hills og er framleidd af Disney kvikmyndafyrirtækinu. Þrenningin á það sameiginlegt að hafa verið í mikilli lægð sem kvikmyndastjörnur að undanförnu og binda þau því miklar vonir við þessa nýju mynd. Bette og Richard leika nýrík hjón í myndinni og fær heimilislífið á sig heldur annan blæ er þau hleypa inn til sín róna nokkrum sem Nick Nolte leikur. Down and Out in Beverly Hills er fyrsta myndin frá Disney sem er bönnuð börnum og er ástæðan nokkrar nektarsenur. ..Fyrirtækið þurfti hálfa öld og mig til þess arna," segir Bette Midler en upplýsir jafnframt að hvergi sjáist hún nakin því ekkert kvikmyndafyrirtæki hafi efni á því. Richard Dreyfuss hefur eingöngu leikið á sviði síðustu ár og þykir hafa elst töluvert, er orðinn þunnhærður og með grásprengt skegg. Hann segir að afstaða sín gagnvart leiklistinni hafi breyst eftir að hann lenti í ákveðnu eiturlyfjamáli. Hann segist taka starfið mun alvarlegar og vill gefa sig allan í það því leiklistin sé það lífsstarf sem hann hafi valið sér. Hann var mjög ánægður með samstarfið við Bette en finnst hann sjaldan fá að leika á móti góðum leikkonum. Bette Midler og Marsha Mason eru þær bestu hingað til. Með þessari nýju mynd er Nick Nolte að vonast eftir að komast aftur í álit. Hann fékk heldur slæma dóma eftir tvær síðustu myndir sínar svo nú lagði hann sig allan fram. ,,£g hætti að baða mig, greiða mér og bursta tennurnar meðan á kvikmyndatöku stóð og varð eiginlega hálfsmeykur um að aðlagast sóðaskapnum. En von- andi breytist kynþokkaímyndin, sem loðað hefur við mig, við þetta nýja útlit," segir Nick. Hann er ánægður með myndina, segir hana mjög fyndna en um leið sé lögð áhersla á mannkærleikann og ekki veiti af. Bette Midler hefur líklega átt erfiðast uppdráttar að undanförnu, hún sem var fyrir nokkrum árum önnum kafin við ótal hluti fyrir utan kvikmyndaleik: hljómleikaferðir, plötuupptökur, sjónvarpsþætti, skriftir og fleira. Hún seg- ist hafa ruglast algjörlega í ríminu eftir kvikmyndina The Rose sem hún var útnefnd til óskarsverðlauna fyrir. Hún taldi sig ekki hafa neitt æðra takmark. En hún náði áttum og nú liggja verkefnin í hrönnum framundan og þar að auki gifti hún sig fyrir tveimur árum. Plötuupptaka, Broadway-revía og þrjár aðrar myndir fyrir Disney- fyrirtækið er meðal þess sem bíður Bette Midler, fyrir utan ýmsa hluti sem hana sjálfa langar til að framkvæma. ,,Ég er kona með fjölþætta hæfileika og þetta tækifæri í Down and Out in Beverly Hills opnaði fyrir mér nýtt líf. Mig langar að leika með öllum helstu stjörnunum og helst geta afrekað að leika í áttatíu kvikmyndum um ævina eins og þeir gerðu á gullaldarárunum í gamla daga." Bette Midler hefur sannarlega endurheimt lífsfjörið og bjart- sýnina og nú er nýja lífið rétt að byrja. 14 VIKAN 22. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.