Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 56

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 56
saman?“ Tengdamamma hló. „Þú manst ekki eftir síð- ustu spurningunni minni. Millner lögreglu- varðstjóri var að staðfesta það rétt áðan að ég hef rétt fyrir mér. Kvikmyndin Á hverfanda hveli var sýnd í kvikmyndahúsinu þetta kvöld. Og Á hverfandi hveli er óvenjulöng mynd.“ Shirley varð orðlaus. „Og nú,“ sagði tengdamamma, „erum við öll búin með aðalréttinn. Ætlar ekki einhver að færa okkur eftirréttinn? Ef ég á ekki að stjórna hér sjálf...“ „Það skal ég gera, tengdamamma," sagði ég, reis á fætur og gekk í áttina að eldhúsdyrun- um. En rödd Shirley stöðvaði mig. „Bíddu aðeins!" sagði hún og sneri sér að tengdamömmu. „Þú hefur ekki enn leyst málið. Þótt Putnam prófessor sé ekki drykkjumaður i raun og veru segir það okkur ekki hver framdi morðið.“ „Er það ekki?“ Tengdamamma brosti íbygg- in. „Ég hefði nú haldið það. Putnam er ekki drykkjumaður, það er staðreynd. Hvemig gat hann þá farið á krá Harrys Sloan eftir lokun og drukkið hálfa flösku af bourbon? Og segið mér, hvemig gátu þau hjónin hafa séð hann á kránni af og til síðastliðin ár?“ Við Millner litum báðir snöggt á tengda- mömmu og það færðist hörkusvipur yfir andlit lögreglustjórans. „Sloan og kona hans hafa þá logið,“ sagði hann síðan. „Hvað annað? Þessi Sloan drap Duckworth sjálfur. Þú varst að segja mér ástæðuna. Þessi deildarstjóri var ofstækisfullur bindindismaður sem reyndi að setja reglur til að koma í veg fyrir drykkjuskap háskólanemendanna. Þetta þýddi að þeir myndu sækja krár í meiri fjar- lægð frá háskólanum svo að Sloan missti af þeim. Samkvæmt þvi sem þú sagðir mér voru háskólakrakkarnir helstu viðskiptavinir hans. Duckworth deildarstjóri ætlaði að eyðileggja viðskiptin fyrir honum. Næg ástæða til að fremja morð á þessum síðustu og verstu tímum. Þó svo sé álít ég að hann hafi ekki ákveðið það fyrirfram. Hann var staddur úti á götu á mánu- dagskvöldið er hann mætti deildarstjóranum. Sloan var ef til vill dálítið drukkinn sjálfur og hafði flösku meðferðis. Hann hefur stöðvað Duckworth og sennilega reynt að fá hann ofan af fyrirætlunum sínum varðandi þessar reglur. Þannig leiddi eitt af öðru og áður en varði hafði hann drepið hann. Síðan fer hann heim og segir konu sinni frá þessu.“ „Og kvöldið eftir," sagði ég og andvarpaði, „komum við og gáfum honum þetta stóra tæki- færi. Við sýndum honum mynd að Putnam og sögðum honum að hann hefði enga Qarvistar- sönnun nóttina sem morðið var framið. Og þá hafa Sloan og kona hans fengið hugmyndina og talið öruggasta ráðið að vitna gegn honum.“ „Og þau hefðu sloppið með það,“ sagði Milln- er lögregluvarðstjóri hátíðlega, „ef ekki hefði verið vegna...“ Hann þagnaði og horfði á tengdamömmu með feimnislegri aðdáun. Við Shirley skiptumst á þýðingarmiklu augnaráði. Stuttu síðar stóð Millner lögregluvarðstjóri upp, hringdi á aðalstöðina og fyrirskipaði að handtaka Sloan og konu hans. Og ég fór fram í eldhús og kveikti á kertunum á kökunni sem Shirley hafði bakað. Ég kveikti á þremur kert- um. Eitt þeirra táknaði raunverulegan aldur tengdamömmu, annað þann aldur sem hún við- urkennir og það þriðja var fyrir hamingjuna. Síðan marséraði ég inn með kökuna. Við sung- um öll „Hún á afinæli í dag“ og tengdamamma roðnaði svolítið. Síðan var kakan borin á borð fyrir tengda- mömmu og við Shirley sögðum henni að óska sér einhvers um leið og hún blési á kertin. En hún hikaði og leit á Millner lögregluvarð- stjóra. „Þér líður ennþá illa yfir einhverju,“ sagði hún. „Mér þykir það leitt,“ sagði hann og brosti vandræðalega, „en ég virðist ekki geta hætt að hugsa um þennan veslings gamla mann. Dóttir hans kemst nú að sannleikanum og þá yfirgefur hún hann og giftist. Hvað verður um hann þegar hann er orðinn einn?“ Það var ekki laust við örvæntingu í rödd Millners lögregluvarðstjóra. En viðbrögð tengdamömmu voru einkennileg. Hún lét sem hún heyrði ekki spurningu hans en sagði hressilega: „Gamla mann! Hver segir að hann sé gamall?“ Síðan var eins og henni fyndist hún hafa gefið of mikið í skyn og hún sneri sér í flýti að kökunni. „Fyrst er að óska sér og svo að blása," sagði hún. Þá lokaði hún augunum og bærði varirn- ar hljóðlaust um stund. Síðan opnaði hún augun, hallaði sér yfir kökuna og blés. Hvað sem það var sem hún óskaði sér þá talaði hún ekki um það - að minnsta kosti ekki þetta kvöld. _ iil S T J Ö R N U S P Á HRÚTURINN 21. mars-20. apríl NAUTIÐ 21. apríl-21. maí Þú nýtur óneitanlega töluverðrar velgengni og á köflum má segja að þú sért ótrúlega heppinn. Þó máttu búast við léttu áfalli þegar líða tekur á vikuna en það styrkir þó vináttubönd sem voru farin að trosna. TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní KRABBINN 22. júní-23. júlí Þú ert í góðu jafnvægi og allt virð- ist ætla að leika í lyndi hjá þér. Ekki sakar þó að hlusta á ráð þér fróðari manna um verkefni sem þú hyggst takast á hendur. Það kynni að reynast þér erfiðara en þér sýn- ist. Þú átt von á góðum fréttum af kunningja þínum sem þú hefur haft nokkrar áhyggjur af. Heppnin er með þér og það sem sýndist dauðadæmt reynist þegar allt kem- ur til alls færa þér ómælda ánægju. Eitthvað veldur þér vonbrigðum og þú lætur það þar að auki trufla þig óþarflega mikið við vinnu þína. Ef þú hugsar þig um kemstu trú- lega að þeirri niðurstöðu að þú sért að gera úlfalda úr mýflugu. LJÓNIÐ 24. júlí-23. ágúst Varaðu þig á eiginginiinni. Að því kemur fyrr eða síðar að þú hittir jálfan þig fyrir og verður þá tæp- lega manna hressastur. Gríptu fyrir alla muni hvert tækifæri sem gefst til að ferðast. Það gerir þér gott. BOGMAÐURINN 24. nóv.-21. des. Verkefnið, sem* er þér efst í huga um þessar mundir, er krefjandi og tekur mestallan tíma þinn. Reyndu að komast vel af við yfirboðarana án þess að smjaðra. Þeir eru eitt- hvað órólegir núna itnað á þér. 56 VIKAN 22 TBL MEYJAN 24. ágúst-23. sept. VOGIN 24. sept.-23. okt. Einhver vekur máls á löngu liðnu Þú lendir í tímahraki vegna sí- atviki sem þú hélst að allir væru felldra truflana. Taktubara á þig búnir að gleyma. Taktu ekki nærri rögg og vísaðu þeim frá sem þú- þér þótt þinn hlutur verði síður en hefur engan áhuga á að sinna. Þú svo fegraður. Það skiptir meira áttívændumskemmtilegtferðalag máli að varðveita samkomulagið. sem verður þér mjög minnisstætt. SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv. Þú verður líklega fyrir því óláni að spilla eigum annarra og tekur það ákaflega nærri þér. Ræddu málið umsvifalaust við. viðkom- andi. Þá eru góðar líkur á að úr þessu megi bætá;og allir geti unað við sinn hlut. VATNSBE jan.-19. febr. STEINGEITIN 22. des.-21. jan. 1 ijartsym er ágæt en gættu þess Þú kemst í góða aðstöðu til að að flana ekki að neinu. Þú nærð afla þér aukatekna og líklega miklu fremur árangri ef þú gefur borgar sig fyrir þig að nota tæki- þér af og til tíma til að staldra við færið þótt þú þurfir að fórna og hugsa málin í ró og næði. Fjár- einhverjua staðinni'Þú færð gjöf málin verða dálítið völt á næst- eða að minnsta kosti ómælt þakk- unni ef þú gætir ekki að þér. læti fyrir greiða. FISKARNIR 20. febr.-20. mars Viljirðu afla þér vinsælda, sem ýmislegt bendir til, er eingöngu undir þéi* sjálfum komið hvernig til tekst. Þetta eru góðir tímar fyr- ir ástfangna og líklegt að þeir njóti þeirra. Hugaðu betur að matar- æðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.