Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 46
skips, Great Britain, gekk fádæma vel og þegar
var lagt á ráðin um að smíða enn stærra skip.
Smíði, sjósetning og rekstur þess skips, Great
Eastern, gekk með miklum áföllum. Það var
22 þúsund tonn, sjö sinnum stærra en Great
Britain, og hönnun þess öll og smíði tæknilega
séð langt á undan því sem tíðkaðist. Árið 1888
var Great Eastern hlutað í sundur en draumur-
inn um risaskipið blundaði enn.
Frá því um 1850 fóru allir fólksflutningar á
Atlantshafinu fram með gufuskipum. Ótal
skipafélög voru stofnuð því margir vildu hagn-
ast á útflytjendastraumnum. Englendingar
höfðu afgerandi forystu og Norðurlandabúar
máttu fram undir 1880 fara til Ameríku frá
Englandi. Ferðimar yfir Atlantshafið með
gufuskipunum voru öruggari en áður var en
oft urðu þó skelfilegir skipsskaðar.
Árið 1880 hóf norrænt skipafélag siglingar
til Vesturheims. Skipafélagið bar það íslensk-
ættaða nafn Thingvalla-linien. Árið 1888
gerðist sá undarlegi atburður að tvö skip félags-
ins, Thingvalla og Geiser, rákust saman á miðju
Atlantshafinu á leið hvort í sína áttina. Geiser
sökk og aðeins 31 af 140 farþegum var bjargað.
Árið 1904 rakst danska skipið Norge á Rockall-
klettinn miðja vegu milli íslands og írlands.
620 manns fórust með skipinu. Þetta var mesta
sjóslys sem orðið hafði á hafinu en átta árum
síðar fórst Titanic og með því var það hræði-
lega met slegið.
TITANIC
Hálfri öld eftir að Great Eastern var sjósett
vom 20-30 þúsund tonna skip algeng á hafinu.
White Star Line ákvað þá að hefjast handa um
smíði skipa sem voru eins konar fljótandi borg-
ir, þar sem allt var til alls. Árið 1911 var Olypic
sjósett og ári síðar Titanic. Titanic var rúm 46
þúsund tonn og 268,8 m að lengd. Á fyrsta far-
rými var Titanic eins og fljótandi höll með
öllum hugsanlegum íburði og munaði. Innflytj-
endurnir og áhöfnin hélt til á þriðja farrými
og þar var aðbúnaðurinn allur annar og verri.
Skipafélagið ætlaði Titanic að setja nýtt
hraðamet á siglingunni milli Englands og
Bandaríkjanna. Eftir fjögurra daga siglingu var
Titanic komið í Labradorstrauminn undan
Nýfundnalandi. Óvenjumargir ísjakar vom á
reki í sjónum og loftskeytamennirnir tóku sam-
viskusamlega niður allar hafístilkynningar.
Þrátt fyrir það var hvergi hægt á ferðinni.
Skipasmíðameistari skipsins, Thomas Andrews,
var sjálfur með um borð. Hann hafði fullyrt að
skipið gæti ekki sokkið. Það var samsett úr 16
vatnsþéttum hólfum og átti að haldast á floti
jafnvel þótt rifa kæmi á fjögur þeirra. Klukkan
11 um kvöldið þann 14. apríl varaði loftskeyta-
maðurinn á gufuskipinu California við því að
stórir borgarísjakar væru á reki framundan.
Hann var beðinn um að halda sér saman vegna
þess að loftskeytamennimir á Titanic voru
önnum kafnir við að senda skeyti fyrir far-
þegana. Loftskeytamaðurinn á California
móðgaðist og slökkti á talstöðinni hjá sér.
Fjórum mínútum síðar tilkynnti vaktmaður
að borgarísjakar væru rétt undan. Risaskipinu
var í snarhasti snúið á bakborða en það var
of seint. Flestir farþeganna urðu varir við létt
högg og nokkrir heyrðu skruðninga þegar skip-
ið rann með ísjakanum. Edward J. Smith
skipherra kom í brúna en ekkert alvarlegt virt-
ist vera á seyði, ekki fyrr en hásetar komu
æðandi upp og sögðu frá því að vatn streymdi
inn að framan. Skipstjórinn og Andrews könn-
uðu málið og í ljós kom að 50 metra rifa var á
fimm fremstu flothólfunum.
Titanic tók að sökkva hægt og rólega. Um
miðnætti lét skipsjórinn senda út neyðarkall.
Mörg skip heyrðu kallið en þau voru öll í of
mikilli fjarlægð. California var næst en loft-
skeytamaðurinn móðgaði heyrði ekkert. Þegar
menn á California sáu neyðarflugeldana frá
Titanic héldu þeir að verið væri að halda flug-
eldasýningu. Það var engin hætta á að Titanic
gæti sokkið.
Á Titanic voru 16 björgunarbátar sem í mesta
lagi gátu tekið 1100 manns. Börnum og konum
af fyrsta og öðru farrými var hjálpað um borð.
Farþegar af þriðja farrými máttu ekki fara upp
á þilfarið þar sem björgunarbátamir voru.
Margir af bátunum voru aðeins hálffullir þegar
þeir lögðu frá skipinu.
Hljómsveitin spilaði áfram til að róa far-
þegana. Auðkýfingurinn B. Guggenheim lét
herbergisþjón sinn taka fram bestu fötin sín
og íklæddur þeim beið hann dauða sína í káetu
sinni.
Skyndilega valt skipið á hliðina. Neyðaróp
fólksins, sem skall í hafinu, rufu kyrrðina.
Aðeins einum björgunarbát var róið til bjargar
fólkinu sem velktist í ísköldum sjónum. Fólkið
í bátunum var hrætt um að bátunum yrði sökkt
ef reynt yrði að bjarga fólkinu úr sjónum.
Daginn eftir bjargaði gufuskipið Carpathia
705 manns úr björgunarbátunum. Þegar það
var afstaðið kom California í talstöðina og
spurði hvað í ósköpunum gengi á. Um borð i
Titanic voru 2208 manns. 1503 fórust.
Aðeins þremur árum síðar fórst annað risa-
skip á Norður-Atlantshafinu. Þýskur kafbátur
sökkti bandaríska farþegaskipinu Lusitania í
námunda við írland og 1198 manns fórust. Það
varð Bandaríkjamönnum tilefni til að heíja
þátttöku í stríðinu gegn Þjóðverjum. Stóru far-
þegaskipin voru fyllt af hermönnum og sigldu
saman í fylkingu til Evrópu.
HLUTVERKI
FARÞEGASKIPANNA LÝKUR
Saga farþegaskipanna var þó ekki enn öll.
Skipafélögin kepptust við að smíða stærri og
stærri skip. Árið 1936 sameinuðust skipafélögin
White Star og Cunard um að smíða risaskipið
Queen Mary, 81 þúsund tonn, og Queen Eliza-
beth, 83 þúsund tonn, 1940. Má segja að með
smíði þessara skipa hafi lokakaflinn í farþega-
siglingum yfir Atlantshafið hafist því árið 1919
kom nýr ferðamáti til sögunnar. Englending-
amir John Alcock og Arthur Brown flugu þá
fyrstir manna yfir Atlantshafið. Það voru þó
ekki flugvélar sem fyrstar voru notaðar til far-
þegaflutninga í lofti yfir hafið. Árið 1928 hófust
fastar ferðir með Zeppelin-loftskipum milli
Frankfurt og New York. Ferðin tók tæp þrjú
dægur. I loftskipinu Hindenburg voru 39 far-
þegar og 60 manna áhöfn. Hindenburg fórst
yfir New York 1937. Þrumuveður hafði verið í
borginni og við það rafmagnaðist loftskipið.
Þegar landfestunum var varpað sást líkt og
elding og það kveikti í vetninu í belgnum. Með
Hindenburg fórust 38 manns.
Tveimur árum síðar hófst reglulegt farþega-
flug milli Bandaríkjanna og Evrópu. Þar með
höfðu mennirnir endanlega sigrað Atlantshaf-
ið. Þeir þurftu ekki lengur á hjálp þess að halda
til að komast milli nýja heimsins og þess gamla.
46 VI KAN 22. TBL