Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 55

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 55
þjáðist af meltingartruflunum og var sífellt með höfuðverk. Ár eftir ár var hún alltaf veik af ólíklegustu orsökum. Hún var ekki gift en vesl- ings yngri bróðir hennar, Morris, bjó með henni og var hennar stoð og stytta. Hann kvæntist heldur aldrei. Ef hann svo mikið sem leit á nokkra stúlku jukust kvalir Millie til muna og heilsan varð verri en nokkru sinni fyrr. Dag nokkurn dó hún. Hún hafði staðið uppi á stól og ætlað að ná sér í bita af ostaköku úr eld- hússkápnum en þá missti hún jafnvægið og höfuðið skall í gólfið með þeim afleiðingum að hún fékk heilahristing sem dró hana til dauða. Læknirinn, sem krufði hana, sagði Morris bróð- ur hennar að fyrir utan áverkann á höfðinu væri hún örugglega heilbrigðasta lík sem hann hefði nokkurn tíma séð. Um þetta leyti var veslings Morris þegar orðinn 57 ára gamall, nauðasköllóttur og með ístru svo að engri konu leist á hann.“ Tengdamamma tók sér málhvíld og við hin brutum heilann á meðan. Að lokum sagði Shirley: „Mamma, ég skil bara ekki samhengið." „Samhengið," sagði tengdamamma, „það er rétt við nefið á þér. Það var tímasetningin sem kom mér á sporið." „Tímasetningin, tengdamamma?" „Tímasetning prófessorsins. Þú sagðir mér að hann væri drykkjumaður sem alltaf færi út á hverju fimmtudags- og mánudagskvöldi á sama tíma eftir kvöldverð og að hann kæmi alltaf heim á sama tíma, um miðnætti, dálítið valtur á fótunum og lyktandi af viskíi. Áð mínu mati hljómar þetta dálítið einkennilega. Drykkjumaður sem heldur sig við svo nákvæma tímasetningu - eins og kaupsýslumaður! Þegar maður drekkur eins mikið og þessi prófessor er sagður gera fylgist hann ekki svona vel með tímanum. Eg efast um að hann sæi hvað klukk- an væri þótt hann liti á úrið sitt. Þessi tími, á fimmtudags- og mánudagskvöldum ffá kvöld- verðartíma til miðnættis, minnir mig auk þess á nokkuð annað. Þetta minnir mig á tíma kvik- myndahúsanna. Á fimmtudags- og mánudags- kvöldum skipta þeir um myndir og tvöfaldur miði gildir frá því rétt eftir kvöldverð og þar til stuttu fyrir miðnætti." „Tengdamamma," skaut ég inn í, „meinar þú... ?“ „Rólegur,“ sagði tengdamamma. „Þú verður að veita mér þá ánægju að segja söguna til enda. Ykkur finnst tímasetning mín vafasöm. En hvað gerði Putnam eftir 12 klukkustunda langa yfirheyrslu á lögreglustöðinni? Hann fór heim, háttaði sig og svaf, vaknaði og fékk sér morgunverð. Hann fékk sér ekki í glas! Hann bað ekki einu sinni um drykk! Þið segið að hann sé drykkjusjúkur og hann hefur ekki einu sinni áhuga á áfengi eftir 12 klukkustunda langa yfirheyrslu - og það þriðju gráðu yfir- heyrslu. Þið fyrirgefið en þetta getur ekki staðist. Upphaflegur grunur minn hefur verið staðfestur." „Hann er þá ekki drykkjumaður eftir allt saman,“ sagði Millner lögregluvarðstjóri furðu lostinn. „Hárrétt," sagði tengdamamma. „Sennilega hefur hann ekki haft nokkum áhuga á áfengi. Hann þóttist aðeins vera drukkinn. Á hverju fimmtudags- og mánudagskvöldi í 10 ár hefur hann farið í kvikmyndahúsið og horft á tvær myndir samfellt. Þá kaupir hann sér flösku af viskíi, vætir skyrtu sína og hendur í áfengi, kemur heim og lætur dóttur sína halda að hann sé drukkinn. Auk þess felur hann viskíflöskur í íbúðinni, alltaf fullar viskíflöskur! Tókuð þið eftir því að dóttir hans finnur aldrei hálftómar viskíflöskur? Það er líka athyglisvert hve mikla áherslu hann leggur á að hann sé einmana drykkjumaður sem hafi aldrei neina félaga til að drekka með.“ „En hvers vegna?“ spurði ég. „Hvers vegna fór hann á bak við dóttur sína á þennan hátt í öll þessi ár?“ „Eruð þið búin að gleyma henni Millie frænku sem var alltaf að kvarta?" sagði tengda- mamma brosandi. „Þessi prófessor missir ekki aðeins vinnuna, hann tapar einnig stoltinu og hefur ekki lengur neitt að lifa fyrir. Dóttir hans kemur til hans og hugsar um hann og það veit- ir honum huggun. En hann er alltaf hræddur um að einhvem daginn giftist hún og yfirgefi hann. Hann verður að finna öruggt ráð til að halda í hana svo að hann þykist verða drykkju- sjúklingur. Hvemig getur góðhjörtuð, tilfinn- inganæm dóttir skilið vesælan drykkjusjúkan föður sinn eftir einan og yfirgefinn? Og þetta hrífur. Það hefur sömu áhrif á veslings Joan og það hafi á Morris frænda minn. En í þessu tilfelli er það vonandi ekki orðið um seinan.“ Við þögðum öll um stund. Við sáum fyrir okkur þennan niðurbrotna gamla mann sem hafði þó til að bera kænsku og lagði allt í söl- umar til að halda í dóttur sína. „Og hann skammaðist sín svo mikið," sagði Millner lögregluvarðstjóri, „að hann kaus held- ur að eiga á hættu að verða ákærður fyrir morð en að viðurkenna að hann hefði ekki verið að drekka á mánudagskvöldið." „Andartak," sagði Shirley hvasst. „Þú sagðir að hann hefði alltaf farið í bíó á mánudags- kvöldum og séð tvær sýningar í röð og þess vegna hefði hann alltaf komið heim um mið- nætti. En morðnóttina kom hann ekki heim fyrr en um klukkan 1.30. Sannar þetta ekki einmitt að hann hafi framið morðið eftir allt 22 TBL VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.