Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 45

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 45
■ Atlantshafið hefur frá örófi alda lokkað menn til sín. Evrópubúar héldu að það væri endir veraldar en aðrir trúðu því varlega. Heil- agur Brendan, Leifur heppni og Kristófer Kólumbus linntu ekki látum fyrr en þeir höfðu lagt það að velli og komist alveg yfir, og ef til vill voru þeir fleiri sem fundu Ameríku og höfðu vit á að týna henni aftur. Fyrst eftir að Kólum- bus fann loks Ameríku og mönnum varð ljóst að þarna var meginland gramdist þeim að það hindraði sjóleiðina til Indlands. Reynt var að sigla suður fyrir Hornhöfða en sú leið var löng og hættuleg. Þá var siglt í norður. Hollending- ar og Englendingar sendu skip yfir Norður- Atlantshafið. Þar fundu menn fyrst fyrir kaldar og þokuhjúpaðar strendur Labradors. Þegar breski skipsjórinn Henry Hudson sigldi inn flóa mikinn 1619 hélt hann að hann hefði fundið hina langþráðu norðvesturleið en hann komst að því að svo var ekki og hét þar síðar Hudson Bay. Danir máttu ekki láta sitt eftir liggja í kapphlaupinu um norðvesturleiðina og árið 1619 sendi Kristján IV leiðangur yfir hafið. Hann komst, með viðkomu á-Grænlandi, til Hudsonflóa. Skipstjórinn, Jens Munk, nefndi flóann í hausinn á kóngi sínum og kallaði Kristjánshaf, en eins og kunnugt er fékk það nafn ekki góðan hljómgrunn. Leiðangurinn komst ekki lengra vestur og varð að hafa vetur- setu í mynni Churchillfljóts. Staðurinn var nefndur Nova Dania og þar hlutu leiðangurs- menn dapurleg örlög. Þeir létust einn af öðrum úr sulti og skyrbjúg og þegar voraði á ný árið 1620 voru aðeins fjórir menn á lífi af þeim 65 sem lagt höfðu upp í leiðangurinn. Þeir voru tannlausir og gátu ekki gengið. Með því að éta grængróður tókst þeim að safna nægilegum kröftum til að halda heim. Skipið rak að mestu fyrir vindi en þeir komust við illan leik til Noregs 21. september það haust. Með þessu lauk landafundaævintýrum Dana í Norður-Ameríku. En svo vill til að daginn áður en Danirnir komust aftur til Evrópu lagði skipið Mayflower með fyrstu innflytjendurna frá Englandi til Norður-Ameríku. Það var 102 manna söfnuður hreintrúarmanna sem vonað- ist til að finna nýtt Kanaansland handan hafsins. Mayflower var lítil galeiða og það tók hana tvo mánuði að komast yfir hafið. Far- þegarnir héldu til í lestinni og vistin var afar erfið. Þegar skipið náði landi, þar sem nú er Massachusetts, var aðeins um helmingur út- flyjendanna í tölu lifenda. Áður en Mayflower kom höfðu loðdýraveiði- menn flust til Norður-Ameríku í skinnaöflun og stórir flotar veiðiskipa höfðu stundað veiðar á auðugum fiskimiðum undan Nýfundnalandi. Þar var veitt á handfæri, þorskurinn lá svo þétt að hægt var að hala fleiri hundruð inn yfir daginn. Þetta var hættuspil en menn gátu þénað vel, einkum þegar siglt var til kaþólskra landa í föstubyrjun. Hollendingar sóttu einnig yfir hafið til Amer- íku og stofnsettu nýlendu sem þeir kölluðu Nýju-Amsterdam og seinna varð Nýja-Jórvík, New York. Norðurlandabúar höfðu þó ekki alveg sagt sitt síðasta orð á þessum slóðum. Margir þeirra voru í þjónustu Hollendinga og áttu því sinn þátt í nýlendustofnuninni. Meðal þeirra var Daninn Jens Bronck sem var skip- stjóri á hollensku skipi sem kom til Ameríku 1639. Hann keypti stórt landsvæði þar sem nú er borgarhlutinn Bronx í New York og heitir eftir karlinum. Nýlendunum vestanhafs óx jafnt og þétt ás- megin og 1776 lýstu Bandaríki Norður-Ameríku yfir sjálfstæði sínu. Evrópubúar hópuðust vest- ur um haf og aðbúnaðurinn á Ieiðinni var yfirleitt hinn hroðalegasti. Fólkinu var þjappað í lestir skipanna eða á þilfar og margir létust á leiðinni. En fram til 1845 var útflytjenda- straumurinn aðeins lítil spræna miða við það sem á eftir fór. HIN LÍKUM STRÁÐA LEIÐ En löngu áður en fólksflutningar hófust fyr- ir alvöru til Ameríku frá Evrópu hafði þaðan komið nokkuð sem gjörbreytt hafði mataræði og lifslíkum fátækra evrópskra bænda. Það var kartaflan, sem Spánverjar höfðu flutt frá Mið- Ameríku. Kartöflurækt var auðveld í norðan- verðri Evrópu og geymdust kartöflurnar vel yfir veturinn, voru auk þess ódýr og næringar- rík fæða. Kartaflan bjargaði mörgum frá hungurdauða og átti stóran þátt í því að fólki fjölgaði mjog í Evrópu á 18. öld og fyrri hluta þeirrar 19. írar urðu þannig afar háðir kartöflu- rækt. Árið 1845 sýktust kartöflur þar í landi af rotsvepp og afleiðingin varð hungursneyð. Fólk dó í hrönnum og þeir sem eftir skrimtu eygðu þá von eina að komast til Ameríku. Hægt var að fá ódýrt far til Kanada og oft á tíðum borguðu hinir auðugu ensku landeigend- ur undir fólkið til að losna við að greiða fátækraskattinn sem annars var lagður á þá og var máttvana tilraun yfirvalda til að bjarga fólkinu. Til fólksflutninganna voru notaðir allir þeir dallar og koppar sem mögulega gátu flotið yfir hafið. Fólkinu var hrúgað í lestamar og ótal- margir létust á leiðinni. Leiðin frá London og Liverpool til Montreal eða Quebec var bókstaf- lega líkum stráð. Farsóttir bmtust út og þeir sem lifðu af voru settir í sóttkví þegar í land var komið. I sjúkraskýlinu, sem ætlað var inn- flytjendunum, voru 200 rúm, en þar voru um 25 þúsund írar. Á árunum kringum 1840 er talið að um 350 þúsund manns hafi siglt vestur um haf árlega. Á árunum 1880-90 er þessi tala komin upp í 750 þúsund og hámarki náðu ffutningamir 1905-10 þegar yfir ein milljón manna keypti sér miða aðra leiðina til Bandaríkjanna og Kan- ada. STÆRRI OG HRAÐSKREIÐARI Eins og nærri má geta blómstuðu skipaút- gerðirnar. I upphafi 19. aldar fóru þessir flutn- ingar fram á klippurum, hraðskreiðum seglskipum. Þeir komust leiðina á 40 dögum. Það var góður tími á móti hvössum vestan- vindunum en fyrir aðframkomna og sjóveika farþegana var hann nógu langur. Fyrsta gufu- skipið, Savannah, sigldi yfir Atlanshafið 1819 en sannleikurinn er sá að það sigldi fyrir segl- um nær alla leiðina. Kolin, sem gufuskip þurftu yfir hafið, tóku svo mikið rými að ekkert annað hefði komist fyrir um borð. Því þurfti að smíða stærri skip. Ungur járnbrautarverkfræðingur, Isambard Kingdom Brunel, lagði til árið 1835 að smíðað yrði stórt gufuskip sem sigla skyldi frá New York til Bristol og vera eins konar fljótandi járnbraut á milli landanna. Járnbrautarfélagið Great Western tók tillögu hans til greina og lét smíða stærsta skip sem þá hafði verið smíð- að. Það var tréskip, tæpir 65 m á lengd, með tveimur spaðahjólum og fjórum möstrum. Árið 1838 hóf Great Western fyrstu reglubundnu gufuskipaferðirnar milli New York og Eng- lands. Ferðin tók aðeins 15-16 daga og þótti furðuverk. Skömmu siðar lét Brunel smíða stærra járn- skip með risastórri stálskrúfu. Utgerð þessa 22 TBL VI KAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.