Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 50

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 50
K A N D R A U M A R LEIÐIIM AF FJALLINU Mig dreymdi að ég væri að ganga yfir fjall og I upphafi draumsins var ég stödd uppi á því. Það var afar bratt og nánast eins og fjalls- hryggur. Ekki man ég neitt eftir ferðinni upp fjallið en að baki virt- ist vera þoka og heldur kalt. Þar sem ég var stödd var aftur á móti sólskin og hlýtt í veðri. Meðferðis hafði ég gólfmottu eina úr minni eigu, nokkuð stóra og þykka en farna að láta á sjá. Raunar er hún hætt að gegna sínu hlutverki núna en það er önnur saga. Þarna uppi á fjallinu var ég að virða fyrir mér niðurleiðina og leist hún allt annað en árennileg, snar- brött skriða alveg niður á jafn- sléttu og fannst mér afar hæpið að ég stæði alla leið en þóttist vita að missti ég fótanna gæti ég stórslasað mig. Ekki virtist koma til greina að snúa við og fara sömu leið til baka því yfir fjallið var mjög eftirsóknarvert að komast, þar var bæði bjart og hlýtt. Ég kom auga á spor í skriðunni og létti við að sjá að einhver hefði þó komist yfir. Ég sá þar að auki fólk undir fjall- inu. Dálítið framar á þessum hrygg var skriðan ekki eins brött og þar voru klettabelti sem mér sýndist að hægt væri að stöðva sig á. Það hvarflaði að mér að þarna kynni að vera betra að leita niðurgöngu og kallað var á fólkið fyrir neðan fjall- ið til að leita álits þess. Það réð mér frá að reyna að komast niður þar sem klettarnir voru og taldi það mun verri leið. í því kom upp fjallið, sömu leið og ég hafði kom- ið, hálfstálpaður strákur, eitthvað skyldur mér en þó átta ég mig ekki á því hver hann var. Hann lagði óhræddur I skriðuna en mér ofbauð að sjá hann hlaupa niður beran að ofan og fannst að hann mundi flumbra sig hroðalega ef hann dytti. Ég var þó dauðfegin að geta fylgst með hvernig honum reiddi af. Hann stóð alla leið og ég ákvað að láta vaða, henti tepp- inu niður fyrst og svo var brattinn mikill að ekki datt mér I hug að það kynni að stöðvast á leiðinni. Mér gekk svo að óskum niður og fór að finna mér stað þarna í sól- skininu og blíðunni. Ég varð fyrir sárum vonbrigðum þegar ég upp- götvaði hversu blautt var þarna, nánast mýri sem í höfðu verið grafnir skurðir en dugði ekki til að þurrka hana því að þeir voru allir bakkafullir. Ég fór þarna dálítið um með teppisdrusluna undir hand- leggnum en fannst alls staðar jafnóaðgengilegt að setjast. Ekki var ég hrædd um að detta í skurð- ina þó að ég stykki yfir þá. Þarna hitti ég mann sem heitir Guttormur og ég kannast við. Ég varð heldur fegin að hitta hann og sagði hon- um farír mínar ekki sléttar. Hann hughreysti mig með því að ekki skipti máli þótt blautt væri þarna, vatnið væri nefnilega volgt. Ég sannreyndi að hann hafði rétt fyrir sér og upp úr því fór ég og fann mér þokkalega þurran stað í nám- unda við konu sem sat þar á ámóta teppi og ég hafði meðferðis. Bestu þakkir fyrir ráðninguna. H. Það er Ijóst á þessum draumi að þú átti i vændum tímaþil sem verður mjög afdrifaríkt í lífi þínu. Aðdragandinn verður sá að þú munt finna að þú þarft að ráðast i eitthvað sem þér er mjög á móti skapi, til að öðlast eitthvað sem þér finnst mikils virði. Þú verður strax vör við ákveðna hindrun og í rauninni heitir þú henni beinlínis í málinu, þú ákveður eftir langa umhugsun að glíma við þessa hindrun og sigrast á henni en ekki fyrr en þér er fulljóst að að engin önnur leið er fær. Þú þarft að færa einhverjar fórnir, veraldlegar en ekki tilfinningalegar, annaðhvort með fjárútlátum eða eftir einhverj- um öðrum leiðum. Þú munt taka ákvörðun að vandlega hugsuðu máli og ráðfæra þig við alla þá er málið varðar og fá velvild þeirra og skilning á þessari mikilsverðu ákvörðun. Það reynist þér gott veganesti. Um er að ræða gagn- gerar breytingar i lífi þínu, einkum hvað veraldlega stöðu snertir, þú tekur áhættu og það mun reynast skynsamleg ákvörðun. Það hvarfl- ar aldrei að þér að snúa til baka eftir að þú ert eitt sinn búin að gera þér grein fyrir hvert stefnir, en hins vegar ertu lengi treg til að viðurkenna að sú leið sem þú á endanum ferð sé sú eina mögu- lega. Skemmst er frá því að segja að þetta mun reynast þér mjög farsælt og eitt megininntak draumsins er einmitt að þú eigir að þrauka erfiðleikatímabilið því uppskeran muni vera góð. Draumanafnið er merkileg stað- festing á að niðurstaða draumsins sé fyrst og fremst jákvæð. Þetta er einstakt gæfunafn i draumi. KOSSAROG ELDGOS Kæri draumráðandi! Ég er svo áhyggjufull út af draumi sem mig dreymdi. Mér fannst vera eins og glóandi kvika allt í kringum mig og allt í einu var komið eldgos en einhvern veg- inn var eins og ég bjargaðist alltaf undan því. Það komu gusur í átt- ina að mér aftur og aftur. Það skrýtna var að það var eins og fjöllin væru lítið stærri en ég og gusurnar voru eins og slett væri úr fötu. Svo var ég allt í einu kom- in í annað umhverfi (sem betur fer) og farin að kyssa strák sem ég er mjög hrifin af. Við skulum kalla hann X. Ég sagði honum frá gosinu og hann bara hló og kyssti mig meira. Fyrir hverju er að dreyma að maður sé að fara að eignast barn? Vonandi getur þú ráðið þetta fyrir mig og komist fram úr skriftinni. Með fyrirfram þökk. Sörla. Það er Ijóst á þessum draumi, þó tvískiptur sé, að þú þarft veru- lega að hugsa um að hafa stjórn á skapi þinu. Það er eins og eitt- hvað sæki að þér, sennilega fleira en eitt, sem sækir svona voðalega í skapið að það getur verið að þú takir hálfgert æðiskast á þínum nánustu og það er engum til bóta. Því miður verð ég að hryggja þig með þvi að seinni hluti draumsins bendir ekki til að þú eigir eftir að kyssa þennan draumaprins mikið í framtiðinni, hversu mjög sem þér list á að gera það núna. Kossarnir og hláturinn benda þvert á móti til að einhver óvinátta verði með ykkur. Hver veit nema þarna sé komin ein af orsökunum fyrir skapofsanum sem eldgosið bendir til. Ljósu punktarnir eru þeir að gosin skuli vera svona lítil og hvað varðar barneignina er það frekar gott, sérstaklega ef maður eignast drengi (hvernig sem sú trú er nú komin til). Þó gæti það bent til ósjálfstæðis. En þú skalt líta á svona drauma sem vinsamlega aðvörun en ekki hótun því ef þú tekur mark á aðvöruninni og ert reiðubúin til að stilla þig gerir draumurinn gagn. DRYKKJA Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig að ráða draum sem mig dreymdi nýlega. Mér fannst ég búa með manni, X, í íbúð sem ég hef ekki komið í áður. Á efri hæðinni bjuggu hjón sem mér fannst X þekkja. Það átti ábyggilega að vera veisla þar því að það var alltaf verið að bera inn veisluföng. Mér fannst ég koma heim daginn eftir. Þá var íbúðin hjá okkur full af alls konar mat, brauði og kökum. X sagði að hjón- in uppi hefðu gefið okkur þetta þvi gestirnir hefðu ekki borðað nema lítið. Næst, þegar ég kom í íbúðina, fannst mér þrír menn sitja þar við drykkju. Þeir voru með sína ákavítisflöskuna hver og supu af stút. Ég var fljót að snúa við í dyrunum því að mér leist ekkert á þá. Einn leit á mig og viðhafði dónalegt orðbragð. Ég tók eftir því að þeir höfðu ekkert snert I íbúð- inni. Ég flýtti mér upp á loft. Þá var maðurinn, sem ég bjó með, þar ásamt bróður mínum. X var fljótur að koma með mér niður. Hann talaði við mennina og þeir fóru strax. Mér fannst X vera ein- hvern veginn spengilegri eða unglegri og ég tók eftir að hann var í bleikri skyrtu. Mér fannst við ganga út á svalir á íbúðinni og X vildi endilega sýna mér garðinn. Hann var ekki vel hirtur. Mér fannst vera haust. X benti mér á beð og sagði að við þyrftum að setja niður haustlauka þar. Ég var mjög hissa að sjá nokkur rauð blóm, ekki rósir, þarna um haust. Ég sagði það við X. Hann sagðist hafa sett þau niður þarna. Allan tímann, sem við stóðum þarna, hélt X utan um mig og það var mjög góð tilfinning eða eins konar öryggistilfinning. Með fyrirfram þakklæti. Z. Aldrei slíku vant leggjast öll draumatákn á eitt þannig að út kemur einföld, ákveðin lausn. Draumurinn er fyrirboði þess að vegur þinn muni mjög vaxa í fé- lagslífi, þér gangi vel í samkvæm- islifi, ef svo má að orði komast, og þú munir eiga létt með að ná árangri í mannlegum samskiptum á næstunni. Einhver vegsauki kemur þér á óvart og þú verður ánægð með þessa þróun mála. 50 VIKAN 22 TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.