Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 34

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 34
HARALDUR BJARNASON Haraldur er núverandi formaður Fé- lags makalausra og þar af leiðandi... alveg makalaus og kann því dæmalaust vel. Hann er jámsmiður í hvíld og starf- ar nú í Hljóðrita í Hafnarfírði. Tuttugu og fimm ára gömlum fannst honum kominn tími til að prófa það lífsform sem hjónaband er, dvaldi þar í sex ár en er nú kominn hringinn, eins og hann kallar það, orðinn einstæður aftur. Hann á tíu ára tvíburasyni úr hjóna- bandinu og fimmtán ára dóttur frá fyrri tíð. Skilnaður hlýtur að sjálfsögðu alltaf að vera erfiður, misjafnlega samt. Hvernig upplifði Haraldur þann tíma sem fór í hönd? „Allar breytingar, sem verða hjá manni við skilnað, eru auðvitað geysi- lega miklar. Maður missir að mestu sambandið við þann einstakling sem maður mat mikils, því þó við höfum kannski ekki getað búið saman þá var hjónabandið dásamlegur tími á sinn hátt. Maður missir líka nánasta sam- bandið við börnin, sem alltaf hafa gefið mér mjög mikið. Strákarnir urðu eftir hjá mömmu sinni enda útilokað að aðskilja tvíbura. Ég er reyndar mót- fallinn því að stía systkinum í sundur yfirleitt, skilnaður foreldranna er nóg álag á börnin. Við höfum annars haft mjög góð samskipti að öllu leyti og samkomulagið er fínt í sambandi við strákana. Þeir eru alltaf hjá mér aðra hverja helgi og ef eitthvað kemur upp á þess á milli, til dæmis ef ég vil fá þá með í veiðitúr eða slíkt, þá er það ekk- ert mál. Við höfum reynt að láta skilnaðinn bitna eins lítið á þeim og mögulegt er. En í sannleika sagt fannst mér lífið fyrst á eftir algjör horror. Ég vissi ekki hvort ég ætti að fara á kaf í brennivín- ið eða eitthvað annað, algjör uppgjöf. En svo settist ég niður og ákvað hingað og ekki lengra, engan vesaldóm, borg- aði konunni út hennar hlut í íbúð sem við áttum og keypti mér sjálfur íbúð, sem ég gerði í stand, til að hafa al- mennilegt heimili fyrir syni mína þegar þeir væru hjá mér. Skellti mér svo í botnlausa vinnu.“ - Finnst þér almennt litið öðruvísi á fráskilda karlmenn en konur? „Það finnst mér persónulega alveg út í hött að gera og ef það er til stafar það líklega af einhverjum gömlum kreddum og íhaldssemi og þá helst frá fólki sem er í sambúð eða gift. Það eru enn margir sem einblína á hjónaband sem hið eina rétta munstur. Kona, jafnt sem karlmaður, á rétt á að velja sinn lífsstíl sjálf, hvort sem það verður svo til frambúðar eða ekki. Það er mjög hæpið að rjúka beint í aðra sambúð eftir skilnað, vegna tilfinningalegra hræringa. Fólk verður að fá tíma til að átta sig á hlutunum.“ - Hverjir finnst þér vera kostir og gallar þess að búa einn? „Kostirnir eru náttúrlega þeir að maður er kóngur í eigin ríki og ræður sér sjálfur. Maður getur gefið sig allan að áhugamálum sínum án þess að það gangi út yfir manns nánustu. En ef maður getur svo tekið börnin inn í það dæmi þá er það stórkostlegt. Nú, svo er maður laus við hversdagslegt þras og því um líkt, en getur í staðinn umlað við sjálfan sig að vild. Gallarnir eru auðvitað líka ótal- margir. Mér dettur nú fyrst í hug þetta klassíska, maður er manns gaman. Og að búa með manneskju, sem manni þykir vænt um og yfirstíga ýmsa erfið- leika saman, er mikils virði. En ef það er ekki lengur hægt í góðu er gamanið búið.“ - Hvernig er svo markaðurinn svo- kallaði? „Hann er sjálfsagt allavega. En eins og staðan er hjá mér í dag gefur skemmtanalífið mér mjög lítið, skilur lítið eftir sig. Oft hef ég verið lagður af stað eitthvað út á lífið en snúið við á miðri Breiðholtsbraut og ákveðið að skynsamlegra væri að fara snemma að sofa, hringja í félagana og fá þá með í veiði - stangveiði - næsta morgun. Þannig breytast oftast ballferðir mínar í umræður um flugur og fisk, það er markaður sem ég kann að meta.“ - Hefur félagsskapur makalausra ver- ið þér mikils virði? „Já, geysilega mikils virði, ég hef mjög gaman af félagsmálum og að kynnast margvíslegu fólki. Þarna er ákaflega fjölbreyttur hópur fólks hvað varðar aldur, líf og störf. Ég hef eign- ast marga góða vini og kunningja í þessum félagsskap." - Geturðu hugsað þér sambúð aftur eða hjónaband á næstunni? „I dag gæti ég ekki hugsað mér það, það er svo ótal margt sem ég á eftir að gera. En það er ekki þar með sagt að ég gangi ekki í það heilaga á morgun - ef svo ber undir. Annars svaraði ég því til einhvern tíma, þegar ég var spurður, að ég myndi gifta mig um leið og páfinn. 34 VIKAN 22 TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.