Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 61

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 61
|>arna niður í portið. Þar er umhverfið orðið dálítið útlent og sérlega notalegt að setjast inn í blómaskálann í Eldvagninum og fá sér eitt- hvað í svanginn - eða bara kaffisopa. Eigendurnir, Bryndís Þráinsdóttir og Gils Harðarson, opnuðu staðinn 22. febrúar í ár. Nafnið gefur til kynna að eldur er notaður við matreiðsluna, enda er sérgrein staðarins „flamberaðar" nauta-, grísa- eða lambalundir. I >að er á kvöldin sem boðið er upp á slíkar steik- ur. Enginn prentaður matseðill liggur frammi heldur kemur þjónustustúlka að hverju borði og greinir frá réttunum og verði þeirra ásamt víniistanum. Auk lundanna var hægt að fá blandaða sjávarrétti í forrétt, reyktan lax með hrærðu eggi eða súpu. Eftir að menn hafa gert upp við sig hvaða kjöt þeir hyggjast snæða velja þeir úr fjórum tegundum af sósum: kon- íaks-, sinneps-, pipar- og portvíns. Reyndar geta kokkarnir Íagað sósur eftir ósk viðskiptavin- anna. Kokkarnir eru í miðjunni og elda þar yfir fallegum kopargastækjum. Eldtungurnar „sleikja" viðarklætt loftið og hitinn verður töluverður á meðan á eldamennskunni stendur. Síðan hella kokkarnir rjóma og ýmsum bragð- efnum út á pönnuna, hræra í og smakka og, voila, maturinn er tilbúinn fyrir augunum á gestunum. Vikumenn smökkuðu lambalundir í port- vínssósu og svínalundir í sinnepssósu og voru báðir réttirnir frábærlega góðir. Mátti varla á milli sjá hvor var betri en þó hölluðumst við að því að lokum að okkur þætti sinnepssósan bragðmeiri og betri. Þeir sem eru eldhressir og sársvangir klukkan sjö á morgnana geta farið í morgunverðarhlaðborð á Eldvagninn og borð- að þar nægju sína fyrir 150 krónur. Ef menn eru orðnir svangir í hádeginu (eða fyrr því hádegið þar byrjar klukkan hálfellefu) þá má borða eins og hvern lystir af hádegisverðar- hlaðborðinu fyrir 280 krónur. Þá er boðið upp á margs konar brauð, bökuð á staðnum, nokkr- ar tegundir af áleggi, skelfisk og rækjur. Menn blanda eigið hrásalat að vild og þeir sem eru ekkert óskaplega svangir geta fengið sér súpu- disk og brauð. Um miðjan dag er Eldvagninn einstaklega notalegur staður til að fá sér kaffi og kökur eða bara molakaffi. Fljótlega ætla eigendurnir að bæta við mat- seðilinn og bjóða upp á fondue í miðri viku, bæði kjöt- og ostafondue. Ætlunin er að vera með nokkuð margar tegundir af ostafondue en eftir var að fá nánari upplýsingar frá Osta- og smjörsölunni um hvaða ostar hentuðu best. Staðurinn er lítill en hlýlegur (og hlýr) en leð- ursófinn, sem er eftir endilöngum staðnum, hefur áreiðanlega verið hannaður af leggja- löngum karlmanni því ekki var nokkur leið fyrir kvenmann af meðalstærð að sitja uppi við bakið á sófanum því þá náði maður ekki í borð- ið og það getur verið dálítið þreytandi að sitja kvöldstund með engan stuðning við bakið. Eitt enn gátum við sett út á staðinn en það var að 45 mínútur liðu frá því við pöntuðum matinn þar til hann kom á borðið. Ekki voru samt til- takanlega margir í salnum og engin skýring var gefin á töfinni. Að öðru leyti var þetta fyrir- taks kvöld og við óskum Eldvagninum langra lífdaga. h- 22 TBL VIKAN 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.