Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 52

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 52
SAKAMÁLASAGA EFTIR JAMES YAFFE Venjulega förum við Shirley, eiginkona mín, yfir í Bronxhverfi á föstudagskvöldum og snæð- um þar kvöldverð ásamt tengdamóður minni. Þetta kvöld hentar mér vel þar sem ég er í fríi frá morðdeildinni á laugardögum. Einu sinni á ári gerum við þó undantekningu frá þessu og heimsækjum hana í staðinn. Það er á afmælis- daginn hennar, þann 18. desember. Þá bregður tengdamamma út af vananum og snertir ekki á matseldinni. Shirley matreiðir en ég sé um uppþvottinn. Tengdamamma slakar á i eftirlætisstólnum sínum og nýtur þess að horfa á sjónvarpið eða rabbar við vinkonur sín- ar í símann. Að vísu var hún ekki alltof hrifin af þessu. Hún hefur aldrei haft neina tröllatrú á matreiðsluhæfileikum Shirley. „Nútímakon- ur nenna ekki að sinna hússtörfum lengur," hreytti hún út úr sér. „Þær halda að þær séu meistarar í matargerðarlist þótt þær kunni ekki annað en að sjóða egg.“ Og þegar Shirley minnti hana á að hún hefði farið á námskeið í hússtjórnarfræðum í Wellesley hafði tengda- mamma hreytt út úr sér: „Huh, í Wellesley, fiskibollurnar eru nú ekki einu sinni ætar þar.“ Og ekki hefur hún meiri trú á hæfileikum mínum við uppþvottinn. Hún fórnar stundum höndum og hrópar upp yfir sig: „Einu sinni skussi, ávallt skussi." En þar sem við Shirley erum bæði þrjósk berum við að lokum sigur úr býtum og tengda- mamma á ánægjulega kvöldstund. Síðasta afmælisveisla var nokkuð sérstök. Þá hafði ég Millner lögregluvarðstjóra með mér. Hann er mér fremri á flestum sviðum og auk þess efni- legasti piparsveinninn í morðdeildinni. Hann er lágvaxinn og þrekinn maður á sextugsaldri, með grásprengt hár og sterklegan kjálkasvip. En í augnsvip hans gætir sérkennilegrar við- kvæmni sem gerir hann aðlaðandi í augum eldri kvenna. Við Shirley höfum að undanförnu ver- ið að reyna eins konar hjúskaparmiðlun milli Millners og tengdamömmu. Hún gladdist yfir að sjá hann, klappaði hon- um á öxlina og rifjaði upp alla eftirlætisbrand- arana sína um lögreglumenn. Hann brosti vandræðalega en naut sín þrátt fyrir feimnina. En svo var það í miðri máltíðinni að tengda- mamma leit snögglega á hann með lævíslegu augnaráði og sagði: „Hvers vegna lýkur þú ekki við kjúklinga- lærið? Þetta er ágætis kjúklingur - að vísu enginn íburður en ... þú hefur áhyggjur af ein- hverju, ekki satt?“ Millner lögregluvarðstjóri reyndi að brosa. „Eins og venjulega sérð þú í gegnum mann,“ sagði hann. „Rétt er það,“ sagði tengdamamma. „David getur sagt þér málavöxtu," sagði Millner. „Það er þetta nýja mál sem við erum að vinna að núna,“ sagði ég. „Það veldur okkur hugar- angri.“ „Morðgáta?" spurði tengdamamma og hall- aði sér áfram. En tengdamamma hefur ein- kennilega mikinn áhuga á þeim sakamálum sem ég fæst við. Sennilega er það vegna þess hve ótrúlega vel henni gengur að leysa þau löngu á undan mér. „Nei, engin gáta,“ sagði ég. „Þetta er morð og við vitum hver morðinginn er. Sennilega verðum við búnir að handtaka hann áður en vikan er liðin. Millner lögregluvarðstjóri andvarpaði þung- an. „Haltu áfram, láttu mig heyra,“ sagði tengdamamma með vaxandi áhuga. „Segðu mér nú söguna frá byrjun." Ég hóf frásögnina á þessa leið: „Eg ætla að byrja á því að segja þér frá herra Putnam háskólaprófessor, það er að segja fyrr- verandi prófessor. Hann er á sextugsaldri og býr í lítilli þriggja herbergja íbúð í grennd við Washingtontorg ásamt Joan dóttur sinni. Fyrir 10 árum kenndi Putnam enskar bókmenntir við háskólann í miðbænum við góðan orðstír. En svo andaðist eiginkona hans og hann féll gjörsamlega saman. Hann sat í herbergi sínu tímunum saman og starði upp í loftið. Hann mætti of seint til kennslu og stuttu síðar hætti hann alveg að láta sjá sig þar. Hann hætti að fara yfir ritgerðir nemenda sinna og mætti að- eins óreglulega á ráðstefnur með stúdentunum sem voru að ljúka prófi. Deildarstjórinn aðvar- aði hann margsinnis vegna þessa háttalags en vegna góðrar frammistöðu áður fyrr og ógæfu í einkalífi var honum sýnt mikið umburðar- lyndi. En að tveim árum liðnum var þolinmæðin á þrotum og ákveðið var að Putnam skyldi rek- inn frá háskólanum. Það var deildarstjórinn sem sagði honum tíðindin." „Og þessi dóttir, sem þú nefndir,“ sagði tengdamamma. „Hve gömul var hún þá?“ „Hún var sautján ára,“ sagði ég, „rétt að byrja í háskólanum sjálf. En þegar faðir hennar missti atvinnuna varð hún að hætta í skólan- um. Og þar sem hann vann ekki fyrir sér varð hún að bera ábyrgð á þeim báðum. Hún lærði vélritun og hraðritun og fékk vinnu sem einka- ritari á lögfræðiskrifstofu. Og síðan hefur henni vegnað vel. Þau lifa að sjálfsögðu engu lúxus- lífi.“ „Og gamli maðurinn,“ sagði tengdamamma, „náði hann sér aldrei upp úr þessu?" Millner lögregluvarðstjóri andvarpaði þung- an en tók síðan við frásögninni. „Nei, bikarinn var ekki tæmdur í botn. Skömmu eftir að hann missti vinnuna byrjaði hann að drekka. Tvisvar í viku, nánar tiltekið á hverju fimmtudags- og mánudagskvöldi, fór hann að heiman eftir kvöldverð og kom ekki aftur fyrr en eftir miðnætti, lyktandi af viskíi, svo drukkinn að hann gat varla gengið. Joan Putnam beið alltaf eftir honum til að koma honum í rúmið. Hún hefur margreynt að venja hann af þessum ósið en án árangurs. Auk þess- ara reglubundnu drykkjutúra felur Putnam viskíflöskur hér og þar í íbúðinni. Og alltaf, þegar Joan finnur flösku fulla af áfengi, fleygir hún henni strax, en hann finnur bara nýja felu- staði.“ „En þetta er ekki það versta," bætti ég við. „Þegar Putnam missti vinnuna ásakaði hann deildarstjórann fyrir það. Duckworth deildar- stjóri var á svipuðum aldri og hann. Þeir höfðu byrjað að kenna við háskólann á sama tima 52 VI KAN 22. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.