Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 27

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 27
hörkunum í vetur tók ég eftir því að hitastill- ingin er líka orðin sjálfvirk. Ég sagði Ragnheiði Ástu frá þessu. Það finnst mér nú ekki mikið, sagði Ragnheiður - því hún á þennan bíl - ég held að rúðurnar séu orðnar sjálfvirkar líka því ég hef tekið eftir því að þegar ég lít á rúð- una mín megin þá sígur hún niður án þess ég komi nokkurs staðar við.“ - Eitthvert skiptið sem ég hringdi hingað í fyrri viku var mér sagt að þú værirað kenna. „Já, ég kenni í Tónlistarskóla FÍH. Þar kenni ég djasssögu og svona hitt og þetta viðvíkjandi djassmúsík. Ég held að í minni deild sé sá sem hefur mest gaman af þessu kennarinn sjálfur. Honum finnst svakalega gaman að djassmúsík. Skrifaði líka bók í fyrra um djass og hún hefur selst furðu vel. Ég er reyndar kominn út á dönsku líka - í fyrirlestrahefti Kaupmanna- hafnarháskóla sem gefið var út í tengslum við Norræna djassráðstefnu. Annars eru ráðstefnur eitthvað það leiðinleg- asta á byggðu bóli. Fræðingunum tekst þar að gera einfalda hluti flókna. Þeir tala um „jaz- zens problemer", eins og það séu einhver próblem í þessu! Þetta er impúlsíf músík, músík svo gáfaðra músíkanta að þeir þurfa aldrei að hugsa. Eina próblemið er hjá þeim sem ekkert geta - en það bara kemur djassmúsík ekkert við.“ - Hvernig fékkstu þennan ofuráhuga á djass- inum? „Bara datt ofan í hann af sjálfsdáðum. Ég var þrettán ára þegar ég rambaði á þetta. Mig langaði rosalega til að leggja fyrir mig músík- ina, enda er ég búinn að pakka upp enn á ný og byrjaður að þenja mig á trompetinn. Ég held ég vildi helst af öllu vera trompetisti í djassbandi og ef ekki í djassbandi þá í dans- hljómsveit - og ef ekki fyrsti trompet þá bara þriðji." - Hvað varð til þess að þú lagðir ekki músík- ina fyrir þig? „Það kom til að ég er vel ættaður íslending- ur úr Þingeyjarsýslu og Reykjavík og það var talið rétt að láta mig læra til munns og handa, fara í Háskólann og verða læknir eða lög- fræðingur, eða jafnvel viðskiptafræðingur. Ég prófaði að innrita mig í nokkrar deildir og end- aði fyrir tíu fimmtán árum í sagnfræði, ís- lensku og ensku. Ég hef alltaf verið að stunda Háskólanám en það hefur ekki gengið. Ég get ekkert lært og gat heldur aldrei lært á hljóð- færi. Er sennilega haldinn blindu sem háir einstaka hljóðfæraleikurum. Ég hef aldrei get- að lært að lesa nótur þó ég viti hvað þær heita og svoleiðis. Öðrum er það mikill léttir að þurfa ekki að standa í því að lesa nótur - það er þeim sem kunna að spila.“ - En nú hefur þú samið mikið af tónlist? „Ég hef ekki samið neina tónlist og hef aldr- ei nokkurn tíma komið nálægt neinu því sem heitir tónlist." - Hvað viltu kalla það? „Ég kalla það músík. Ég ber of mikla virð- ingu fyrir því sem heitir list til þess að bendla sjálfan mig við það og í öðru lagi þá er þetta orðið svo víðáttumikið orð að það er ekki hægt að brúka það lengur. Ég tala um djassmúsík og held að aðeins á einum stað í bókinni minni - sem er 250 eða 300 síður - hafi ég neyðst til að nota orðið tón- list. Og því síður að ég hafi gerst tónskáld og samið tónlist, það er eins og hvur annar þvætt- ingur. Jerry Bock, sá sem samdi lögin í Fiðlar- anum á þakinu, kom hérna einu sinni og kanarnir héldu partí úti á Neshaga þar sem þeir eru með áróðursmiðstöðina sína. Stúlka úr sendiráðinu kynnti mig fyrir Jerry Bock og gat þess að ég væri composer eins og hann. Svo sveif hún á braut og ég sagði: Jerry, Fm no goddamn composer, just a lousy tunesmith. Þá leit hann flóttalega í kringum sig og hvíslaði: Me too, but dont tell nobody.“Jón Múli hlær hjartanlega þegar hann rifjar þetta upp og bætir svo við alvarlegur í bragði: „Mér er svo grefilli illa við allt þetta listapíp. Svona tala djassmenn um hlutina, þeir allra bestu verða skrítnir í framan þegar á að bendla þá við list.“ - Þú varst í Lúðrasveit verkalýðsins? „Já, frá upphafi. Ég hætti að spila í Lúðra- sveit verkalýðsins fyrir fimmtán árum því það tók orðið alltof mikinn tíma. Við stofnuðum Lúðrasveit verkalýðsins 1953 en ég var farinn að gaufa í þessu löngu áður. Byrjaði að blása á trompet í Lúðrasveit Reykja- víkur þegar ég var um fermingu. Albert Klahn kom til Lúðrasveitarinnar 1934 og þá var aug- lýst eftir strákum til að læra og ég fór í það. Strax eftir einn vetur vorum við látnir spila með Lúðrasveitinni. Ég spurði Albert Klahn hvað hann meinti með því - við kunnum næst- um ekki neitt. Þá opinberaði kallinn fyrir mér leyndardóma lúðrasveitanna. Það gerir ekkert til, sagði hann, þið eruð sex eða átta strákar til viðbótar við okkur hina og þið eruð með pússaða lúðrana og það er sko flott að hafa stóra lúðrasveit. Ég hætti í fýlu á öðru vori. Þá var marserað 1. maí og við gengum niður á Austurvöll. Bekkj- arsystkini mín stóðu á tröppunum þar sem nú heitir Kreml, til að fagna mér innilega þegar ég kæmi stormandi í fullum skrúða. En Austur- völlur var illa þýfður og heldurðu ekki að stærsta þúfan hafi akkúrat verið þar sem ég gekk og einmitt þar sem ég átti að brillera lá ég kylliflatur á maganum," segir Jón og skelli- hlær. „Já, þetta var einhver mesti ósigur minn í lífinu. Bekkjarbræður mínir ætluðu alveg að rifna úr hlátri og gera það enn þann dag í dag þegar þeir minnast þessa. Þessi hrösun stöðv- aði mig næstum alveg en það gerði útslagið þegar átti að setja mig á hlemmana - málmgjöll- in - skömmu síðar, mig sem hafði pússað og gljáfægt homið. Þá hætti ég endanlega í Lúðra- sveit Reykjavíkur.“ - Þú og Jónas bróðir þinn gerðuð mikið að því að semja söngleiki saman. Ertu að semja mikið núna? „Ég sem aldrei nokkurn skapaðan hlut en stundum dettur mér einhver vitleysa í hug. Það byrjaði svoleiðis að við Jónas vorum að bauka saman í útvarpsþáttum fyrir fjörutíu árum. Þá datt okkur í hug að gera það sem heitir leikrit og það varð Deleríum Búbónis. Músíkin í svokölluðum revíum, sem þá voru vinsælar hér, var yfirleitt stolin af útlendingum og mér fannst þá skömminni skárra að reyna að berja eitthvað saman sjálfur." - Hvert af stykkjunum ykkar heldurðu nú mest upp á? „Ég veit það ekki, þetta er nú voðalega ófull- komið margt af þessu. Þetta var hamagangur og læti og venjulega hittumst við aldrei meðan við stóðum í þessu. Jónas var oftast úti á landi og ég skrifaði þá og sendi honum það sem mér fannst að ætti að vera, hann strikaði það út og setti það sem honum fannst að ætti að vera og svona gekk þetta þangað til við komumst að einhverju samkomulagi. Eitt sumarfrí fór ég austur á Norðfjörð og vann á síldarplani. Það var æðislegt púl fyrir skrifstofublók en skemmtilegt. Jónas var kenn- ari svo að síðasta hálfa mánuðinn sátum við hvor í sinni kennslustofunni í Bamaskólanum í Neskaupstað og börðumst við Jámhausinn. Ég held að Jónas hafi ekki gert neitt nema þykjast vera að yrkja eitthvað því ég var búinn að berja saman sönglagapíp, en ég sat og skrif- aði handrit. Svo liðu tveir þrír mánuðir og þá sendi hann mér handritið suður og var búinn að strika út, sérstaklega það sem mér þótti vænt um. Jónas kom svo hingað suður með þá hugmynd að Jámhausinn skyldi fara í Þjóð- leikhúsið. Þá bað ég um frest og sagði: Lofaðu mér að skrifa það einu sinni enn. En hann hafði þá þegar fengið Baldvin Halldórsson til að vera leikstjóra og Guðlaug Rósinkrans til að fallast á að sýna þetta á hátíðarsýningu á fimmtán ára afmæli Þjóðleikhússins. Það þótti mér sniðugt því maður er svo fáfengilegur - eins og þú veist þá er það sérstaklega ánægju- legt fyrir alla vitleysinga að koma fram opin- berlega og láta klappa fyrir sér á fínum stöðum. Ég var annars alveg gallharður þegar Þjóð- leikhúsið var annars vegar og þvargaði lengi við þjóðleikhússtjóra um hvað ætti að borga okkur. Því leyndardómurinn á bak við þetta er sá að hafa eitthvað upp úr því. Að lokum gafst Guðlaugur Rósinkrans upp fyrir þessari einbeittu sókn en sagði: Ég er alveg hissa á ykkur að vera nokkuð að minnast á þessa hluti, ef ég gæti gert svona nokkuð þá myndi ég gera það fyrir ekki neitt. Guðlaugur fattaði ekki fídusinn í þessu en þetta er ekkert nýtt með leikritahöfunda. Ég hef það fyrir satt að þegar Vilhjálmur Shake- speare var búinn að skrifa nógu mikið af leikritum sem gengu og hann var orðinn efiiað- ur, þá hætti hann og skrifaði ekki orð eftir það, þótt hann væri ekki nema fertugur. Hann brúkaði peningana til að kaupa aftur búgarð- inn sem pabbi hans hafði tapað í spilum og fylliríi - Vilhjálm langaði svo heim. Leikritun- arsnilld Shakespeares byggist því eiginlega öll á heimþrá!" Jón glottir og virðist vera að at- huga hvort ég trúi þessari Shakespeare-kenn- ingu hans en heldur svo áfram þar sem frá var horfið. „Þetta var á þeim árum sem Jónas var í pólit- ík og eftir Járnhausinn vorum við báðir jafn- fegnir að vera lausir hvor við annan. Við höfum oft rætt um að taka upp þráðinn aftur en hann vill þetta og ég vil hitt. Nú er hann frægur höfundur út af fyrir sig og ég hef hann grunað- an um að hafa komist að því einhvem tíma á lífsleiðinni að hann gæti haft helmingi meira upp úr sér ef hann væri bara einn og laus við að skipta fiftífiftí við mig. Það gildir kannski sama um hann og Shakespeare, kannski hann langi heim - en ég veit eiginlega ekki hvert .— hann ætti að fara,“ segir Jón kíminn. - Hvar er Múli? „Múli er í Aðaldal en við höfum aldrei átt heima þar.“ - En þú heitir eftir þessum Múla, er það ekki? „Það er nú ekki alveg rétt. Afi minn, Jón í | Múla, bjó í Múla í Aðaldal í Suður-Þingeyjar-; sýslu þegar sonur hans, faðir minn, Ámi frá 22. TBL VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.