Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 26

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 26
M ann býður upp á kaffi og segir: jg „Veistu að þetta er smyglarakaffi? I Það barst u])p í hendurnar á mér 1^1 í skjóli náttmyrkurs. Ég skipti ekki við lögbrjóta en tek þó fram að ég skipti við ríkið þó ég telji lög þess á töluvert lægra plani on IÉ; 1* S lögbrjótanna svokölluðu. Lögin í borgaralegu þjóðfélagi eru miðuð við að yfir- menn geti hirt það sem þeim sýnist. Ég er opinber starfsmaður og fyrir tveimur árum var kaupið mitt og annarra launþega lækkað um einn þriðja. Hver heldurðu að hafi hirt þann hlut? Heldurðu að þeir hafi hert mittisólina sem stóðu fyrir þvi?“ - Þú ert einn af þessum frægu kommum sem hafa lifað af að vinna í Ríkisútvarpinu. „Það hafa margir frægir kommar lifað af að vinna í Ríkisútvarpinu en margir þeirra hafa ekki haldið áfram að vera frægir kommar, hvorki í Ríkisútvarpinu né annars staðar." - Varstu aldrei í flokkapólitíkinni, Jón? „Ég gekk í Sósíalistaflokkinn þegar ég var unglingur. Þótti nú aldrei mikill félagsmála- maður en var sæmilegur trúður og söngvari og kynnir á skemmtunum og fundum. Ég var í framboði bæði til Alþingis- og borgarstjómar- kosninga, byrjaði í áttunda sæti á lista og lauk karríernum í tuttugasta og níunda. Neðar varð ekki komist, þrítugasta sætið var upptekið. Ég hafði mínar skoðanir og hef ekki breytt þeim enda fylgist ég vel með og veit hvað er að ger- ast í heiminum. Ég hef alveg nóg með að stjórna sjálfum mér og hef þá trú - af því að ég er í innsta eðli anarkisti eins og allir kommúnistar - að það hljóti að koma að því þá og þegar að fólk stjórni sér bara sjálft. Annars ætla ég ekki að fara að prédika pólitík." - Þú nennir því ekki lengur? . „Nenni ég því ekki?“ segir Jón Múli og glott- ir. „Ég ætla ekki að fara að prédika pólitík í vikublaði borgarastéttarinnar á Islandi." - Snúum okkur þá að öðru. Hvað kom til að j þú ákvaðst að hætta núna að vinna sem þulur? „Ég hafði aldrei ætlað mér að vinna alla ævi I í Útvarpinu. Ég var búinn að vera þar í fjöru- jtíu ár og raunar vel það. Ég byrjaði eiginlega í Útvarpinu nokkru áður en ég byrjaði. Það var haustið 1945 sem ég byrjaði í djass- Iþætti Einars Pálssonar en ég hafði komið að útvarpinu áður með söngflokkum, kórum og 1 leikflokkum sem ég var að þvælast í á þessum 1 svokölluðu stúdentsárum, þegar maður þóttist jvera að læra eitthvað í Háskólanum. I mars 1946 var ég ráðinn fréttamaður á fréttastofuna. ; Skömmu síðar kemur Jónas Þorbergsson út- varpsstjóri til mín og spyr hvort ég sé læs. Ég Isegi já en hann segir: Það er ekkert víst, komdu. ég ætla að hlusta á þig. Hann lét mig 1 lesa tilkynningar í svona fimm mínútur og sagði |svo: Ég ræð þig þul frá fyrsta apríl. Svo ég byrjaði opinberlega í Útvarpinu 1. apríl 1946 - annars var ég aldrei ráðinn! Ég var fyrst ráðinn til að leysa af fram að næstu áramótum. Ég talaði við útvarpsstjóra á gamlársdag og spurði hvort ég ætti að koma á morgun. Já, komdu á morgun, sagði hann. Síðan hélt ég áfram að koma á morgun, í átján ár, þá var ég loks ráð- inn,“ segir Jón og hlær. - Þú áttir verðmætar plotur í læstum skáp niðri á Skúlagötu. Tókstu skápinn með þér þegar þú hættir? „Nei, ég skilaði honum. Ég var kominn með læsta skápinn fram á gang af því að ég hrökkl- aðist út af tónlistardeildinni, en ég skilaði honum þegar ég fór, hvað heldurðu? Ég tók bara plöturnar mínar. Annars hef ég alltaf gef- ið Útvarpinu plötur öðru hverju, einkum þegar yfirmönnum Útvarpsins tókst að móðga mig eða særa á einhvern hátt. Þá notaði ég ævin- lega tækifærið og býst við að það hafi verið illa þegið enda þarf að skrásetja þetta. Mér áskotnuðust oft plötur á undarlegan hátt og ég hefði áreiðanlega ekki fengið þær sendar ef ég hefði ekki verið starfsmaður Útvarpsins. Þegar menn gáfu mér heilu söfnin leit ég svo á að það væri faktískt verið að gefa útvarpinu þetta. Einu sinni fékk ég til dæmis kassa fullan af úrvalsplötum, djasssafn. Það fylgdi nafnlaust bréf þar sem sagði: Ég er að flytja burt héðan í land þar sem nóg er af djassmúsík, þess vegna gef ég þér þetta safn og þakka þér fyrir djass- þættina. Þetta voru fjörutíu fimmtíu plötur sem ég auðvitað gaf Útvarpinu næst þegar yfir- mönnum hafði tekist að móðga mig. Pétur Östlund gaf mér líka einu sinni allt safnið sitt sem hann átti hérna heima. Hann var kominn til Svíþjóðar. Ég tók við því með því skilyrði að ég gæfi Útvarpinu það. Ég hef alltaf átt mikið af plötum sjálfur en á nú líklega mest á segulböndum og snældum. Þetta er út um allt og ég kem því ekki fyrir, var einmitt í gær að bera heilu kassana niður í kjallara." - Hvernig kunnir þú við þig í þularstarfinu? „Eiginlega alveg ljómandi vel. Yfirleitt var veðrið gott og loftslagið mildtemprað. Lengi vel var þetta skemmtilegt starf því þularstarfið var framan af ýmislegt fleira en að spila á grammófón og lesa fréttir og tilkynningar. Til dæmis varð þulur eiginlega orðalaust starfs- maður leiklistardeildar. Við vorum aðstoðar- menn leikstjóra og hjálparkokkar við alla tækni í öllum útvarpsleikritum, fyrstu áratug- ina sem ég var þarna. Þá var þularstarfið oft aukastarf." - Þú hefur komið við í öllum deildum Út- varpsins. „Já, ég var eiginlega búinn að vera alls stað- ar. Það var tvennt sem ég átti eftir að reyna. Ég hafði engan áhuga á útvarpsstjórastarfinu en um skeið, í þrengingum miklum, var ég gasa- lega spenntur fyrir gjaldkerastarfinu en því var ekki ansað.“ - Hvenær byrjaðir þú með morgunútvarp? „Upp úr 1960. Ég var lengi vel einn á morgn- ana og sá um allt sem í morgunútvarpinu var annað en fréttirnar. Það var nú skemmtileg vinna. Það var meðal annars vegna þess að ég var dálítið kominn inn í músik af öllum tegund- um - var reyndar fulltrúi á tónlistardeildinni í nokkur ár. Ég vissi aldrei hvað tímanum leið, frá því að ég kom klukkan sex og byrjaði á að laga kaffi, þar til komið var hádegi. Stundum settist ég ekki niður allan tímann, var að finna eina plötu hér, aðra þar, eina á fjörutíu og fimm, aðra á þrjátíu og þremur, vera tilbúinn með kynningar og halda þessu áfram malandi og masandi um allt milli himins og jarðar. Þá var unaðslegt að fá að hvíla sig við lestur forystu- greina dagblaðanna, svona svakalega vel skrifaðar eins og þær eru! Ég hef iðulega lesið þær mér til mikillar ánægju," segir Jón, „fátt gleður mig meira en bullið úr stjórnmálafor- ingjum.“ - Af hverju? „Af því að ég lifi í þeirri von að fólk átti sig á andskotans bullinu og þvættingnum og lyg- unum í þeim. Á meðan þeir halda áfram að skrifa á þennan hátt er alltaf von að sá dagur komi að launafólk á landinu átti sig á öllu plat- verkinu. Þó vissi ég ekki hvað lýðræðið er stórkost- legt fyrr en núna um daginn. Það var haldin kveðjuathöfn í Útvarpinu um daginn, ég var kvaddur hátíðlega og mér voru gefnar gjafir. Ég fékk óperuna Carmen eftir Bizet og bækurn- ar hans Vilmundar landlæknis, ég er að lesa þær núna. Jæja, um lýðræðið segir Vilmundur: Lýðræði er aðferð sem við brúkum til að losna við stjórnmálaforingja án þess að þurfa að drepa þá.“ Jón Múli hlær dillandi hlátri og bætir við: „Þetta var kannski ekki nákvæmlega svona, en meiningin var þessi. Helvíti gott. Ég bendi öllum á að lesa bækur Vilmundar, þær eru stórkostlegar." - Lestu mikið yfirleitt? „Já, les og hlusta á útvarp og grammófón. Ég neyðist til að hafa eitthvað að gera því ég er á vitlausum tíma, vakna eiginlega aldrei seinna en hálffimm." - Þú ert ekki kominn út úr rútínunni? „Það er misskilningur. Fyrir þrjátíu íjörutíu árum fór ég að berjast fyrir morgunútvarpi vegna þess að ég var sjálfur að gaufa og vappa um bæinn og vildi gjarnan byrja klukkan sex eða sjö. Morgunútvarp kom að lokum og ég var ráðinn til að vinna í því. Rútínan var með- fædd, ég breyttist ekki neitt. En ég legg mig alltaf á daginn og ef það bregst þá get ég dottið út af hvar sem er. Ég ætla stundum ekki að komast heim á bílnum, verð að fara út í vegkantinn og æpa og gera æfingar. Það var svakalegt að lenda í því að sofna kannski hvað eftir annað í miðjum lestri, bæði tilkynninga og frétta, og upp á síðkastið æ oftar í forystugreinum dagblaðanna. Fólk hlýtur að hafa tekið eftir þessu, stundum hef ég víst haldið áfram að lesa sofandi - maður kemst upp á lag með flest.“ - Hvað ertu helst að gera núna eftir að þú hættir sem þulur? „Ég er heimavinnandi húsbóndi." - Er það fullt starf? „Já, það er eiginlega nokkuð mikið starf. Ég er líka bifvélavirki heimilisins og safnvörður. Kem skipulagi á plötusöfn, snældusöfn, segul- bandasöfn og bókasöfn heimilisins og það fer mikill tími í að flytja þau úr einum skáp í ann- an, ákveða hvað á að fara niður í kjallara og hvað á að koma upp. Þar að auki er ég garð- yrkjumaður og sólbaðsstjóri hér á veröndinni. Einnig er ég enn dálítið í Útvarpinu, er með djassþætti og sinfóníuna og fleira. Ekki rekur Lúðrasveit verkalýðsins svo upp bofs að ég sé ekki þar í grenndinni enda er ég einn af stofn- endum hennar. í fyrri viku, þegar ég mátti ekki vera að því að hitta þig, lá ég undir bílnum þarna, þessum gula. Þetta er General von Wartburg - hélt ég lengi vel, já, i fimm ár. En þegar ég áttaði mig á því að þetta er konan hans, Frau von Wart- burg, þá fyrst lærði ég á bílinn. Það verður að umgangast þessa frú eins og hefðardömu og nú leikur allt í lyndi hjá okkur. Bíllinn er orð- inn sjálfskiptur við nánari kynni og í frost- 26 VIKAN 22 TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.