Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 53

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 53
og verið vinir í mörg ár. Þegar Duckworth til- kynnti Putnam að hann væri rekinn fékk hann æðiskast - sem er starfsfólkinu í háskóladeild- inni enn í fersku minni. Hann ásakaði Duckworth um að vilja losna við sig úr starfinu vegna afbrýðisemi, um að hann hefði eyðilagt ævistarf sitt og gekk jafnvel svo langt að kenna honum um dauða eiginkonunnar. í stuttu máli sagt kenndi hann honum um alla sína ógæfu. Hann hótaði því að hefna sín á honum ein- hvern tíma. Og síðan hefur Putnam alla tíð hatað Duckworth deildarstjóra jafnákaft og hann gerði fyrir 10 árum. Nýlega gerðist svo nokkuð sem hafði úrslitaþýðingu í þessu máli.“ „Ég held ég geti giskað á hvað það hefur verið,“ sagði tengdamamma. „Duckworth á ungan, ókvæntan son, er það ekki?“ „Undravert," tautaði Millner. „Við hefðum svo sannarlega not fyrir svona hugsuð í morð- deildinni..“ „Má ég benda þér á,“ sagði tengdamamma, „að þú ert að nota hann hér og nú.“ „Það er best að ég haldi áfram með sög- una,“ sagði ég snöggt - en Millner lögreglu- varðstjóri hafði ekki enn gert sér grein fyrir því hve tengdamóðir mín var mér miklu fremri við að leysa hin flóknustu mál. „Þú hefur rétt fyrir þér, tengdamamma. Ted, sonur Duck- worths deildarstjóra, er kennari við háskólann. Hann er liðlega þrítugur og enn ókvæntur. Fyrir nokkrum mánuðum opinberuðu þau trú- lofun sína, Joan og hann. Deildarstjórinn var fullkomlega sáttur við þetta en Putnam gerði uppreisn. Hann tilkynnti dóttur sinni að hann tæki ekki í mál að hún giftist syni þess manns sem hefði gjöreyðilagt líf hans. Og þegar ungi maðurinn reyndi að sættast við hann neitaði hann að hleypa honum inn. Fyrir viku ruddist Putnam svo inn á heimili Duckworths - hann býr í tveggja hæða húsi í grennd við Was- hingtontorg - og olli hneyksli fyrir framan fjölda gesta sem þar voru. Hann lýsti því yfir að Duckworth deildarstjóri hefði rænt hann atvinnunni, eiginkonunni og sjálfsvirðingunni og nú ætlaði hann að svipta hann því síðasta sem hann ætti eftir í lífinu, dóttur sinni. Hann hótaði því meira að segja að drepa hann. - Og það verður ekki morð, sagði hann, það verður aftaka. Niðurstaðan varð sú að Joan dóttir hans útskýrði fyrir Ted að hún gæti ekki gifst honum að svo stöddu. Hún fór fram á frest þar til faðir hennar tæki sönsum." „Sem verður aldrei,“ skaut Shirley inn í. „Þetta eru algeng viðbrögð hjá hugsjúku fólki. Hann réttlætir það fyrir sér hve afbrigðilega hann er háður dóttur sinni með því að yfirfæra sektarkenndina á þriðja aðila.“ „Já, algeng viðbrögð," sagði tengdamamma með vott af lítilsvirðingu sem gjarnan bregður fyrir þegar Shirley vitnar í sálfræðinámskeiðið sem hún fór á í Wellesley. „En hvaða gagn er í að vita það?“ „Hvað sem því líður,“ hélt ég áfram, „getur þú reynt að giska á hvað gerðist svo, tengda- mamma. Síðastliðinn mánudag fór Putnam að heiman eftir kvöldmat eins og hann er vanur og Joan beið hans. En á miðnætti var hann ekki kominn heim. Það var ekki fyrr en um klukkan 1.30 að hann skilaði sér, valtur á fótun- um og það lagði af honum viskíþefinn. Um svipað leyti fundu lögreglumenn lík Duck- worths deildarstjóra í grennd við Washington- torgið. Hann lá á gangstéttinni skammt frá heimili sínu. Hann hafði verið barinn til bana og vopnið var við hliðina á líkinu - brotin viskíflaska. Við höfum unnið að þessu máli í allan morg- un. Samkvæmt upplýsingum eiginkonu hans og sonar fór deildarstjórinn að heiman um klukkan 12.30 og ætlaði að kaupa síðdegisblað við neðanjarðarbrautarstöðina. En hann hafði engin blöð á sér og blaðsölumaðurinn minntist þess ekki að hafa séð hann. Hann hlýtur því að hafa hitt morðingjann á leiðinni þangað. Vel á minnst, frú Duckworth og Ted biðu sam- an eftir deildarstjóranum allt kvöldið og veita því hvort öðru fjarvistarsönnun. Það tók okkur ekki langan tíma að komast að ástæðunni fyrir illdeilu Putnams og Duckworths. Klukkan sex um morguninn vorum við mættir að dyrum Putnams prófessors til að yfirheyra hann.“ „Veslings maðurinn," mælti Millner lög- regluvarðstjóri og hristi höfuðið. „Hann var sljóeygur af þreytu og ringlaður í kollinum. Dóttir hans átti í erfiðleikum með að vekja hann. Þegar við sögðum honum hvað komið hefði fyrir Duckworth deildarstjóra starði hann á okkur um stund eins og hann skildi ekki hvað við vorum að segja. Svo byrjaði hann að gráta. Síðan hóf hann að rifja upp liðna tíð, þá daga er þeir Duckworth voru ungir hug- sjónamenn að hefja kennslu við háskólann. Og allan tímann horfði dóttir hans á föður sinn og okkur til skiptis með skelfingarsvip því að hún vissi hvað hann yrði sakaður um, veslings barnið." „Það var skelfilegt, tengdamamma," sagði ég og mig hryllti við tilhugsuninni. „Að lokum sáum við okkur tilneydda til að trufla hann og báðum hann afdráttarlaust að gefa skýrslu um gjörðir sínar þetta umrædda kvöld. Hann neit- aði því.“ Tengdammma pírði augun. „Neitaði hann? Eða hafði hann verið svo drukkinn að hann mundi ekki hvað hann hafði gert?“ „Hann neitaði. Hann reyndi ekki einu sinni að afsaka sig með minnisleysi. Hann sagðist einfaldlega ekki vilja segja okkur frá því. Við aðvöruðum hann og bentum honum á hversu grunsamlega þetta hljómaði og dóttir hans reyndi að sannfæra hann. Hún sagði að hann þyrfti ekkert að skammast sín fyrir að hafa verið að drekka á einhverri kránni því að allir vissu að hann væri drykkjumaður. En hann neitaði þrátt fyrir fortölur. Hvað gátum við gert, tengdamamma? Við ákærðum hann að vísu ekki fyrir morð strax en við fórum með hann niður á aðalskrifstofu til nánari yfir- heyrslu." Tengdamamma kinkaði kolli stríðnislega. „Þriðju gráðu yfirheyrslu!" „Nei, hún var langt frá því að vera þriðju gráðu,“ svaraði ég dálítið ergilegur. En tengda- mamma hefur yndi af að gefa í skyn að lögregl- an notist ennþá við aðferðir sem giltu fyrir hundrað árum, þótt hún viti betur. „En við yfirheyrðum hann vandlega í ríflega tólf klukkustundir." „Við neyðumst til að fara þannig að,“ skaut Millner lögregluvarðstjóri afsakandi inn í. „Morðingjar eru venjulega afar slæmir á taug- um rétt eftir að þeir fremja glæp. Því fyrr sem við hefjum yfirheyrslur þeim mun meiri líkur á játningu. Þú mátt ekki halda að ég hafi haft ánægju af því,“ bætti hann við. „Þessi aumkun- arverði gamli maður - já, gamli, þótt hann sé í raun og veru á sama aldri og ég. Guð veit að ég hafði ekki ánægju af því.“ Tengdamamma varð strax blíðari á manninn. „Auðvitað datt mér það ekki í hug,“ sagði hún við Millner lögregluvarðstjóra. „Ég væri fífl ef ég héldi það.“ „Og Putnam prófessor játaði ekki,“ sagði ég. „Hann fullyrti að hann hefði ekki framið morð- ið en neitaði með öllu að segja frá því hvar hann hefði verið. Við höfðum ekki nægjanlegar sannanir til að halda honum svo að við fórum með hann heim til dóttur sinnar." Millner lögregluvarðstjóri roðnaði lítið eitt. „Hún lét okkur fá það óþvegið,“ sagði hann. „Ég er nú hræddur um það.“ Hann andvarp- aði. „En lögreglumenn eru nú ýmsu vanir.“ „Við töldum víst að Putnam væri sekur," sagði ég, „svo að næsta skref var að finna vitni sem staðfestu að hann hefði verið þarna á ferli umrædda nótt. Og það gekk vel. Þegar maður eins og Putnam fer út til að drekka sig fullan hlýtur einhver að taka eftir honum, jafnvel þótt hann kjósi að vera einn síns liðs. Við tók- um með okkur ljósmynd af Putnam og leituðum síðan uppi allar krár í grenndinni. Ein þeirra er aðeins um þrem húsaröðum frá heimili Duck- worths og þar fundum við vitni. Harry Sloan, barþjónn og jafnframt eigandi krárinnar, mundi eftir Putnam. Hann sagðist hafa séð hann á kránni öðru hverju síðastliðin ár. Og nóttina, sem morðið var framið, sá hann Put- nam aftur. Það var um klukkan 12.45 eftir miðnætti. Þau hjónin ætluðu að fara að loka staðnum. Nemendur háskólans eru aðalvið- skiptavinir þeirra og þar sem þeir eru nú í jólaleyfi er lítið að gera hjá þeim og þau á- kváðu að loka fyrr en venjulega. Putnam hafði barið að dyrum hjá þeim með miklum hávaða. Þau opnuðu dymar og sögðust vera búin að loka. Þá sýndi Putnam þeim peningana sem hann var með og kvaðst nauðsynlega þurfa á drykk að halda. Harry sagðist þá hafa séð sér þann kost vænstan að afgreiða hann til að losna við þessi ólæti. Svo hleyptu þau Putnam inn fyrir. Harry og kona hans fúllyrða að hann hafi drukkið nær hálfa flösku af bourbon. Þeim tókst ekki að losna við hann fyrr en um klukk- an 1.15. Hann var ekki að drekka ánægjunnar vegna, sögðu þau. Hann virtist hafa eitthvað á heilanum. Frú Sloan segir að sér hafi virst hann hræddur við eitthvað.“ „En ekki sannar það að hann hafi framið morð,“ sagði tengdamamma. „Nei, en þegar allt kemur til alls em líkum- ar mjög miklar. í fyrsta lagi hafði hann ástæðu. í öðm lagi hafði hann tækifæri. Tímasetningin stemmir. Duckworth fer að heiman klukkan 12.30 til að kaupa blað. Á leiðinni mætir Put- nam honum, annaðhvort fyrir tilviljun eða af ásettu ráði. Putnam er með flösku sem hann notar til að beija Duckwort með. Það gerist um klukkan 12.45. Að því loknu er Putnam svo æstur og hræddur vegna gjörða sinna að hann hraðar sér á næstu krá í örvæntingarfullri þörf fyrir drykk. Hann fer þaðan klukkan 1.15 og heldur rakleiðis heim til sín. Að sögn dóttur hans kemur hann heim klukkan 1.30. I þriðja lagi rennir hegðun hans stoðum undir tileátu okkar; hin knýjandi þörf hans fynr drykk á krá Sloans og að hann skuli neita að segja okkur hvað hann aðhafðist þessa nótt. Þetta liggur í augum uppi, tengdamamma." Og Millner lögregluvarðstjóri skaut harm- 22 TBL VIKAN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.