Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 54

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 54
þrunginn inn í: „Já, það liggur í augum uppi. Með þau sönnunargögn, sem við höfum í hönd- unum, virðist ekkert annað geta komið til greina." Það varð löng þögn en síðan hreytti tengda- mamma út úr sér. „Það er til ein önnur leið, rétta leiðin!“ Við litum öll upp og gláptum á hana. Hve oft skyldi tengdamamma hafa gert mér þetta? - En alltaf verð ég jafnhissa! Shirley varð fyrst til að svara. „Heldurðu það í raun og veru, mamma? Þú meinar þó ekki að þú hafir aðra lausn.“ „Þú ert að grínast, tengdamamma," sagði ég. „Óhugsandi,“ sagði Millner lögregluvarð- stjóri og hristi höfuðið. „Vegna veslings gamla mannsins vildi ég að þú hefðir rétt fyrir þér en það er því miður óhugsandi.“ „Við sjáum nú til hve óhugsandi það er,“ sagði tengdamamma. „En nú langar mig til að spyrja ykkur þriggja einfaldra spurninga." Ég stífnaði upp því að hinar einföldu spum- ingar tengdamömmu eru yfirleitt fyrir ofan skilning manna og virðast einungis flækja málin þar til hún sýnir fram á það sjálf hve einfaldar og mikilvægar þessar spurningar eru í raun og veru. „Þér er velkomið að spyrja," sagði ég og reyndi að sýnast rólegur. „Fyrsta spurning: Svolitlar upplýsingar um þennan Duckworth deildarstjóra. Hvaða skoð- un hafði hann á því að prófessorinn skyldi gerast drykkjumaður? Lagði hann blessun sína yfir það?“ Spurningin virtist vera út í hött en ég svar- aði þó með þolinmæði. „Duckworth deildarstjóri var sjálfur algjör bindindismaður og hann var mjög andsnúinn drykkjuskap háskólastúdentanna. Hann stóð fyrir herferð gegn drykkjuskap þeirra og vildi setja strangar reglur þar um. Honum fannst það bera vott um lélega siðferðisvitund hjá Putnam að hann skyldi gerast drykkjumaður. Af þeim sökum fannst honum að það hefði ver- ið réttmætt að reka hann úr starfi fyrir 10 árum.“ Tengdamamma geislaði af ánægju. „Þetta svar líkar mér,“ sagði hún. „Önnur spuming: Hvað gerði Putnam þegar þið vomð búnir að yfirheyra hann niðri á lög- reglustöð og höfðuð skilað honum aftur heim til dóttur sinnar?" „Hvað gerði hann, tengdamamma?" „Það er ég sem er að spyrja." Aftur virtist mér spumingin vera út í hött en ég hélt þolinmæðinni. „Við vitum nákvæm- lega hvað hann gerði, tengdamamma, því að við höfðum mann í íbúðinni alla nóttina til að gæta hans. Hann sofnaði í sófanum beint fyrir framan dóttur sína og gæslumanninn. Morgun- inn eftir vaknaði hann og fékk sér morgunverð; appelsínusafa, ristað brauð og kaffi og tvo syk- urmola með því. Em þetta mikilvægar upplýs- ingar?“ Tengdamamma hafði háð mitt að engu og hélt áfram hin kátasta. „Ef vel er að gáð gefa þær vísbendingu. Síðasta spurningin: Er hugsanlegt að eitt- hvert kvikmyndahúsanna í nágrenninu hafi verið að sýna myndina Á hverfandi hveli kvöld- ið sem morðið var framið?“ Þetta var einum of mikið fyrir mig. „í hrein- skilni sagt, tengdamamma! Þetta er morðrann- sókn en ekki brandari!“ Það var komið fát á Shirley og Millner lögregluvarðstjóra. „Hver er að tala um brandara?" svaraði tengdamamma hin rólegasta. „Fæ ég svar við spurningunni?" Það var Millner lögregluvarðstjóri sem svar- aði með virðingu í röddinni. „Ég sé að vísu ekki hvað það kemur málinu við,“ sagði hann, „en það var verið að sýna Á hverfanda hveli í kvikmyndahúsinu Loew sem er þarna í grenndinni. Ég man að ég fór þar framhjá á leið minni til að yfirheyra Putnam í fyrsta sinn.“ „Einmitt það sem mig grunaði," sagði tengdamamma sigri hrósandi. „Málið er komið í höfn.“ „Þetta er ákaflega spennandi, mamma,“ sagði Shirley eins vingjarnlega og henni var unnt. „En David og Millner lögregluvarðstjóri hafa málið nú þegar í höfn - það er komið á hreint. Þeir vita hver morðinginn er og eru til- búnir að handtaka hann.“ „Hvort sem okkur líkar það betur eða verr,“ muldraði Millner lögregluvarðstjóri. En tengdamamma lét ekkert trufla sigurgleði sína. Hún sneri sér einfaldlega að Millner lög- regluvarðstjóra og það vottaði fyrir blíðu í svipnum er hún sagði: „Ef til vill eru málalok- in einmitt að þínu skapi," sagði hún. „Putnam prófessor framdi ekki morðið." Við störðum öll á hana. Millner lögreglu- varðstjóri deplaði augunum, í aðra röndina feginn en jafnframt tregur til að trúa tengda- mömmu. „Hefurðu - hefurðu virkilega einhverja sönn- un fyrir því?“ „Þetta er svo einfalt mál,“ sagði tengda- mamma og fórnaði höndum. „Það er Millie frænka, sú sem er síkvartandi, einu sinni enn.“ „Millie frænka þín ...?“ Millner lögreglu- varðstjóri vissi ekki hvað hann átti að halda. Tengdamamma kinkaði kolli og sagði: „Já, hún var síkvartandi yfir heilsunni. Hjartað var veikt, henni var illt í fótunum eða bakinu, hún 54 VIKAN 22. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.