Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 16

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 16
Hér á síðunni birtast svör læknanna Gests Þorgeirssonar, Helga Krist- bjarnarsonar, Jóhanns Ágústs Sigurðssonar, Leifs Bárðarsonar, Öttars Guðmundssonar og Sigurðar Guðmundssonar við spurningum lesenda. Nú eru liðnar nokkrar vikur síðan við hófum þetta nýmæli og hefur það mælst afar vel fyrir. Við biðjum fólk að vera þolinmótt þó að svör við spurningum þess birtist ekki strax. Við reynum að sinna öllum. Við bjóðum lesendum bæði að senda bréf með vandamálum sínum og hringja. Hringja má á þriðjudags- og miðvikudagsmorgnum frá níu til tólf. Bréfin, sem við fáum, verða að vera stutt, skýr og málefnaleg. Við birtum þau gjarnan undir dulnefni en nafn og heimilisfang verður að fylgja. Utanáskriftin er: Læknisvitjun Vikan Frjáls fjölmiðlun hf. Pósthólf 5380 125 Reykjavík NIÐUR- GANGUR í UTANLANDS- FERÐ SPURNING: Ég og fjölskylda mín erum að fara til Ítalíu I sumarleyfi. I fyrra fengu tveir kunningja minna slæman niðurgang þegar þeir voru á sömu slóðum og þurftu að liggja í tæpa viku. Hvað getum við gert til þess að koma í veg fyrir þetta? SVAR: Niðurgangur ferðamanna er talsvert vandamál og hefur eyði- lagt langþráð sumarleyfi margra. Er þetta einkum vandamál þeirra sem búa á norðlægum slóðum og ferðast suður eftir. Hættan á því að fá niðurgang fer nokkuð eftir hvert farið er. Mest hætta virðist vera í Afriku. Næst á listanum eru löndin fyrir botni Miðjarðarhafs, þar næst Suður-Evrópa, Mið- Evrópa, Asía (þar með talin Ind- landog Pakistan), Suður-Ameríka og Ástralía en tíðnin virðist lægst í Norður-Ameríku. Allt upp i 50% þeirra sem ferðast frá norðlægum löndum til landa í kringum mið- baug geta búist við að fá niður- gang ef þeir dvelja i landinu i 2 vikur eða meira. Orsakir ferðanið- urgangs eru oftast bakteríur, sjaldnast einfrumungar (amöbur). Niðurgangurinn byrjar yfirleitt í fyrstu til annarri vikunni eftir að komið er á staðinn og varir vfir- leitt í 1-5 daga. Besta leiðin til að koma í veg fyrir þennan sjúkdóm er að forðast neyslu fæðu og vatns sem er smitað. Rétt er þviað forð- ast neyslu hrárrar eða illa mat- reiddrar fæðu. Salat og hrátt grænmeti virðast vera hættuleg- ust. Einnig er rétt að halda sig frá vatni nema það sé soðið eða að minnsta kosti hitað áður. Mineral- vatn er yfirleitt óhætt að drekka. Allan mat á veitingahúsum er yfir- leitt óhætt að borða og ætti fólk ekki að láta óttann við niðurgang halda sér frá að reyna þá rétti sem landið hefur upp á að bjóða. Ekki er rétt að nota sýklalyf i fyrir- byggjandi skyni. Ennfremur er ráðlagt að nota ekki stoppandi lyf þar sem þau geta gert sjúkdóminn verri á stundum. LEIÐRÉTTING Hluti svars við spurningu um kláða eftir sólarlampa féll niður i 18. tbl. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum og birtum svarið hér aftur. KLÁÐI EFTIR SÓLARLAMPA SPURNING: Fyrir um það bil einu og hálfu ári fór ég í fyrsta skipti í sólar- lampa. Ég ætlaði mér að taka tíu tima en gat einungis farið í sex vegna mjög mikils kláða á fót- leggjunum. Ég hef reynt tvisvar sinnum aftur en allt kemur fyrir ekki, alltaf gerir kláðinn vart við sig eftir um það bil sex tíma (kem- ur fram bæði á meðan ég er í lampanum og einnig þegar ég hef yfirgefið hann). Ég vil taka það skýrt fram að kláði þessi er einungis á fótleggj- unum. Nú nýlega tók ég eftir grunsamlegum hvítum flekkjum á fótunum. Þessirflekkirkoma aðal- lega fram eftir notkun sápu eða þegar ég hef verið í miklum kulda. Þó má greina þá óljóst dags dag- lega. Hér kemur svo stóra spurningin: 1. Er möguleiki á því að ég sé komin með húðkrabþamein? a) Er kannski einungis um eitt- hvert ofnæmi að ræða? b) Hvað get ég gert í þessu? c) Er mér óhætt að reyna að fara í sólarlampa aftur? SVAR: SÓLARLAMPAR Sólarlampar hafa náð mikilli út- breiðslu og átt auknum vinsæld- um að fagna undanfarin ár. Venjulegir Ijósarörslampar gefa frá sér geisla sem nefndir eru UV-A (ultraviolet - A geislar) þar sem A stendur fyrir þylgjulengdina 3/5- 400 nm. Þessir geislar eru aðeins hluti af sólarljósinu. Talið er að þessir geislar dekki aðeins það lit- arefni í húðinni sem þegar er þar fyrir. i sólarljósinu eru einnig aðrar tegundir geisla, UV-B með bylgjulengd 280-315 nm og U V- C af bylgjulengd 100-280 nm. Geislar af tegundinni UV-C eru hættulegastir fyrir húðina en þeir stöðvastað mestu i ósonlagi gufu- hvolfsins. UV-B geislarnir hvetja vissar frumur húðarinnar ( melan- ocyta) til þess að framleiða meira litarefni. i miklu magni getur þessi geislun valdið húðkrabba. Þessar geislategundir (það er UV-B og UV-C) eiga ekki að koma frá sól- arlömpunum. Fólk þarf því almennt ekki að óttast húðkrabba- mein af þessum lömpum ef eftirlit með þeim er i lagi. Fólk, sem er Ijóst á húð og hár, hefur minna af litarefni i húðinni heldur en það sem er dökkhært. Það tekur það þvi mun lengri tima að fá brúna húð. Fyrir slíka einstaklinga er æskilegast að fá smávegis UV-B til að örva framleiðslu á l/tarefni, síðan UV-A tilað gera það brúnt. ERTING í HÚÐ Erting i húð af völdum Ijóss (UV-geisla) getur verið vegna Ijósofnæmis (photoallergy) eða vegna beinna skaðlegra áhrifa (phototoxicity). Ofnæmissvörun- in getur þá bæði verið staðbundin eða leitt til einkenna frá öllum lík- amanum. Þessi fyrirbæri geta verið mjög hvimleið fyrir þá sem vilja stunda sólarlampa. Ekkert er þvi til fyrirstöðu að reyna Ijósin aftur, þá i styttri tima. ÚTBROT Þeir einstaklingar, sem fá ert- ingu af sólarlömpum, fá oftast einhvers konar útbrot líka. Einnig er vel þekkt fyrirbæri að fólk fær „hvítleit útbrot". Þessir blettirgeta verið svonefnd vitiligo eða af völdum sveppasýkingar (pityriasis versicolor). Þessi svæði á húðinni taka ekki I sig brúna litinn eins og húðin gerir annars staðar af völd- um sólargeislanna. Æskilegt er að láta lækni líta á útbrot ef þau eru ti/ staðar. Útbrot af völdum sveppasýkingar er hægt að lækna með lyfjum. 16 VIKAN 22. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.