Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 18

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 18
—Tók giktarlyf daglega - en tókst síðan að losna giktarverki með mataræði EFTIR BfíYNDÍSI KfílSTJÁNSDÓTTUfí Þegar við eigum því láni að fagna að vera heilbrigð og hraust þá tökum við því sem sjálf- sögðum hlut og hugsum jafnvel ekkert sérlega vel um líkama okkar og heilsu. Það er ekki fyrr en við verðum fyrir því óláni að missa heilsuna eða slasast að við gerum okkur grein fyrir því hversu dýrmæt góð heilsa er. Ragn- heiður Björk Guðmundsdóttir, sem er 27 ára gömul, hafði alla tið verið heilsuhraust og liðið vel á allan hátt þar til fyrir um tveim árum. „Einn morguninn vaknaði ég við alveg of- boðslegar kvalir í öðru auganu. Ég þoldi alls ekki að horfa í neina birtu og fann mér dimm- asta skotið í íbúðinni til að vera í.“ Það kom síðan í ljós að Ragnheiður var með lithimnubólgu og fékk hún við henni tilheyr- andi meðul en jafnframt var henni sagt að með lithimnubólgu mætti búast við verkjum í liðum. „Ég hef aldrei fengið neina algilda skýringu á því af hverju lithimnubólga stafar eða hvern- ig ég fékk hana. Líklega er þetta einhvers konar vírus. Ég hef reyndar stundum velt því fyrir mér hvort það sé eitthvert samhengi milli bólg- unnar í augunum og þess að ég vann við tölvu samfleytt í 10 mánuði, sjö tíma á dag, og var oft mjög þreytt í augunum að vinnudegi lokn- um. Eg væri ekki hissa þó þetta væri sökudólg- urinn að einhverju leyti því það eru alltaf að koma betur og betur í ljós þau slæmu áhrif sem löng seta við tölvuskjá hefur á heilsu manna.“ Verkirnir í liðunum urðu síðan sífellt meiri og sárari; suma morgna gat Ragnheiður jafnvel ekki stigið í fæturna í nokkum tíma og tærnar urðu stífar. Hún fór því til giktarlæknis. Þrátt fyrir ítarlega rannsókn fannst ekkert það sem gæti valdið þessu og fékk Ragnheiður giktarlyf til að halda verkjunum í skefjum. Heilsan var þokkaleg á meðan hún tók lyfin en í hvert sinn sem hún reyndi að minnka skammtinn ruku verkirnir upp aftur. Þar að auki þurfti hún að vera með lepp fyrir auganu af því hún þoldi birtuna mjög illa. Síðan gerðist það að það fór að bera á sömu einkennum í hinu auganu. „Þá varð ég reglulega hrædd og fór auðvitað aftur til augnlæknis en þá var bólgan í augun- um orðin það mikil að ég var lögð inn á spítala í hvelli. Þar fór ég í allsherjar rannsókn og var sett á hormónalyf, prednisolon, til að eyða bólg- unum úr augunum eins hratt og mögulegt var því sjónin var í hættu og horfurnar ekki góðar. Ég vorkenni þeim mikið sem þurfa að vera á þessum hormónakúr í langan tíma því auka- verkanir eru töluverðar. Til dæmis myndast mikill bjúgur í líkamanum og andlitið á mér varð mjög þrútið, varð að eins konar „moon- face“.“ Hormónakúrinn bjargaði augunum en sjónin var þá orðin stórlega skert. Á spítalanum heyrði Ragnheiður um konu sem hafði tekist að lækna sjálfa sig af gikt með því að vera á sérstöku mataræði og að hún hefði hjálpað mörgum öðrum í svipaðri aðstöðu. Ragnheiði fannst hún samt ekki eiga neitt erindi í þann hóp, sérstak- lega þar sem hún trúði lítið á slíkar lækningar. Þess í stað hélt hún áfram að taka giktarlyfin því enn þjáðist hún af miklum giktarverkjum. „Það var líklega um sex mánuðum eftir að ég kom út af spítalanum að ég var orðin svo þreytt á að vera alltaf með þessa verki og að þurfa alltaf að vera að taka inn þessi meðul að ég hugsaði með mér að reyna að tala við konuna sem hjálpaði fólki í minni aðstöðu og hugsaði sem svo að varla gæti þetta orðið verra. Ég var vön því að fá mér eitthvað ein- falt og fljótlegt að borða þegar ég kom úr vinnunni því ég nennti ekki að vera að elda eitthvað flókið fyrir mig eina. Ég ákvað þó að vanda mig við hádegismatinn áður en ég hringdi í konuna. Ég smurði mér rúgbrauðs- sneið með osti og fékk mér appelsínusafa og lagði þetta á eldhúsborðið. Þegar ég hringdi í konuna sagðist hún því miður ekki geta hitt mig fyrr en að hálfum mánuði liðnum en bað mig að byrja strax á því að hætta alveg að drekka kaffi, borða súra ávexti, minnka neyslu mjólkurafurða, sérstaklega jógúrtar og súr- mjólkur, og ekki borða neitt með rúgi í og alls ekki drekka neina drykki með gervisykri í. Það 18 VI KAN 22 TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.