Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 11

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 11
Vissir þú að hingað til lands koma frá 3 og upp í 18 þúsund útlendingar á mánuði hverjum? Þetta fólk kemur ýmissa erinda, hingað koma ráðstefnu- gestir, ferðamenn, sölumenn. Síðastliðin tvö ár hefur Ríkisútvarpið haldið uppi fréttaþjónustu á ensku. Umsjón fréttanna og upplestur annast Keneva Kunz. Hún er kanad- ísk að uppruna, borin og barnfædd í Winnipeg. Hér hefur hún búið síðustu átta ár. Keneva sagði að fréttir á ensku væru fluttar á morgni hverjum, klukkan hálfníu. Þetta er fimm mínútna pistill, nýjustu tíðindi og veðurfregnir. Að sjálfsögðu er vægi fréttanna annað en í ís- lenskum fréttapistlum. Höfuðáhersla er lögð á . erlendar fréttir og innlend boð sem varða ferða- menn beint. Það eru einkum fréttir af ófærð, töfum á flugi og þess háttar. Keneva segist vinna erlendu fréttirnar að mestu upp úr fréttaskeytum, erfiðara sé að nálgast inn- lenda viðburði. Oft verði misbrestur á að henni berist ýmsar mikilvægar fréttatilkynningar. Hún reynir þó að vera í stöðugu sambandi við ferða- málaráð, vegaeftirlit og fleiri. í vetur segist Keneva hafa lagt mesta áherslu á erlendar fréttir en einnig skýrði hún frá við- burðum á sviði innlends menningarlífs. Á sumrin vega upplýsingar um veður og færð þyngst, svo og ýmiss konar varúðartilkynningar sem nauð- synlegt er að berist til ferðamanna. Keneva hefur hugmyndir um breytingar á fréttunum. Gjarnan vildi hún fá þær lengdar. Væri þá hægt að gera ýmsum upplýsingum betri skil, til dæmis mætti ræða við ýmsa kunnáttumenn í ferða- og menning- armálum, listamenn og fleiri. Einnig minntist Keneva á ferðamannaráðgjöf. Því miður er það staðreynd að þeir eru ýmsir sem hingað koma án þess að þekkja nokkuð til íslenskra aðstæðna. Þá eru margir sem telja fréttirnar fluttar á nokk- uð óhentugum tíma, telja að æskilegra væri að flytja þær seinna að deginum, til dæmis í lok ís- lenska fréttatímans. Þá er í bígerð að koma upp símsvara sem mun koma til að starfa allan sólar- hringinn. Að síðustu reifaði Keneva þá hugmynd að einhvers konar „fréttamagasíni“ yrði útvarpað einu sinni í viku, til dæmis á laugardagsmorgnum. I slíkum þætti mætti fjalla í stuttu máli um at- burði liðinnar viku, spjallað yrði við erlenda ferðamenn og gefnar mikilvægar upplýsingar. 22. TBL VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.