Vikan


Vikan - 29.05.1986, Page 11

Vikan - 29.05.1986, Page 11
Vissir þú að hingað til lands koma frá 3 og upp í 18 þúsund útlendingar á mánuði hverjum? Þetta fólk kemur ýmissa erinda, hingað koma ráðstefnu- gestir, ferðamenn, sölumenn. Síðastliðin tvö ár hefur Ríkisútvarpið haldið uppi fréttaþjónustu á ensku. Umsjón fréttanna og upplestur annast Keneva Kunz. Hún er kanad- ísk að uppruna, borin og barnfædd í Winnipeg. Hér hefur hún búið síðustu átta ár. Keneva sagði að fréttir á ensku væru fluttar á morgni hverjum, klukkan hálfníu. Þetta er fimm mínútna pistill, nýjustu tíðindi og veðurfregnir. Að sjálfsögðu er vægi fréttanna annað en í ís- lenskum fréttapistlum. Höfuðáhersla er lögð á . erlendar fréttir og innlend boð sem varða ferða- menn beint. Það eru einkum fréttir af ófærð, töfum á flugi og þess háttar. Keneva segist vinna erlendu fréttirnar að mestu upp úr fréttaskeytum, erfiðara sé að nálgast inn- lenda viðburði. Oft verði misbrestur á að henni berist ýmsar mikilvægar fréttatilkynningar. Hún reynir þó að vera í stöðugu sambandi við ferða- málaráð, vegaeftirlit og fleiri. í vetur segist Keneva hafa lagt mesta áherslu á erlendar fréttir en einnig skýrði hún frá við- burðum á sviði innlends menningarlífs. Á sumrin vega upplýsingar um veður og færð þyngst, svo og ýmiss konar varúðartilkynningar sem nauð- synlegt er að berist til ferðamanna. Keneva hefur hugmyndir um breytingar á fréttunum. Gjarnan vildi hún fá þær lengdar. Væri þá hægt að gera ýmsum upplýsingum betri skil, til dæmis mætti ræða við ýmsa kunnáttumenn í ferða- og menning- armálum, listamenn og fleiri. Einnig minntist Keneva á ferðamannaráðgjöf. Því miður er það staðreynd að þeir eru ýmsir sem hingað koma án þess að þekkja nokkuð til íslenskra aðstæðna. Þá eru margir sem telja fréttirnar fluttar á nokk- uð óhentugum tíma, telja að æskilegra væri að flytja þær seinna að deginum, til dæmis í lok ís- lenska fréttatímans. Þá er í bígerð að koma upp símsvara sem mun koma til að starfa allan sólar- hringinn. Að síðustu reifaði Keneva þá hugmynd að einhvers konar „fréttamagasíni“ yrði útvarpað einu sinni í viku, til dæmis á laugardagsmorgnum. I slíkum þætti mætti fjalla í stuttu máli um at- burði liðinnar viku, spjallað yrði við erlenda ferðamenn og gefnar mikilvægar upplýsingar. 22. TBL VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.