Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 22

Vikan - 29.05.1986, Blaðsíða 22
UMSJÓN: HILMAR KARLSS ON iffB WeEND O AGUSTLOK YFIRÞYRMANDI RÓMANTÍK ★ ÁGÚSTLOK (END OF THE AUGUST) Leikstjóri: Bob Graham. Aðalleikarar: Shally Sharp, Lilia Skala og IJavid Marshall Grant. Sýningartimi: 85 mín. Kvikmyndin Ágústlok er lítil og falleg, um persónur sem örugglega eiga sér hlið- stæður í veruleikanum. Gallinn er bara sá að alla myndina er áhorfandinn að bíða eftir þvi að eitthvað gerist. Hann verður því undrandi þegar myndin endar allt í einu án þess að nokkuð hafi skeð sem áhuga vekur. Myndin gerist um aldamótin i New . Orleans og segir frá Ednu sem er gift tveggja barna móðir. Sumar eitt kynnist hún ungum manni og hrífst svo af honum að hún ákveður að gjörbreyta lífi sínu. Ekki verður þó neitt úr ástarsambandi við unga manninn heldur ákveður hún að taka sjálf ákvarðanir um líf sitt í stað þess að láta eiginmanninn ráða eins og tíðkað- ist hjá heldra fólki á þessum tíma. Þessi ákvörðun fer að sjálfsögðu í taugarnar á eiginmanni hennar sem er hið fullkomna karlrembutákn. Edna flytur að heiman að hluta og hneykslar vinkonur sínar þegar hún segir að hún taki sjálfa sig fram yfir bömin sín, sem reyndar sjást aldrei í myndinni. Hún fer að mála og heldur við þekktan flag- ara. Ungi maðurinn birtist aftur en þrátt fyrir áhuga hjá báðum verður ekkert úr ástarsambandi... Því er ekki að neita að Ágústlok eru ákaflega faglega unnin. Kvikmyndun er oft á tíðum falleg og sviðsetning góð. Það er bara söguþráðurinn sem er satt best að segja nánast enginn þannig að myndin verður úr hófi langdregin og ieiðinleg. Sjálfsagt hefur hugmyndin verið að Ágúst- lok yrðu vopn í baráttu fyrir réttindum kvenna og satt er það að Edna rís gegn ríki karlmanna fyrr á öldinni. Sá boðskap- ur er samt nokkuð langsóttur þegar endirinn er hafður í huga. HÆTTULEG KYNNI ★★★ MOVING IN Leikstjóri: Michael Apted. Aðalieikarar: Teri Garr, Peter Weller og Christopher Collet. Sýningartími: 96 mín. Moving in fjallar um tvo unga bræður sem í byrjun myndarinnar verða að gcra sér að góðu að foreldrar þeirra eru skilin. Þeir bræður búa hjá móður sinni, Wendy (Teri Garr). sem verður mjög niðurdregin þegar hún fréttir að fyrrverandi eigin- maður hennar ætlar að fara að gifta sig. Hún fer að halda við Sam (Peter Weller) sem í fyrstu reynir að ná til drengjanna tveggja. Jake (Christopher Collet) er fljótur að sjá í gegnum þennan tilvonandi stjúpföður sinn enda kemur á daginn að hann hefur mikla skapbresti og bitnar það á strákun- um. Jake kemst einnig að því að hann er eiturlyfjasali og er vel á veg kominn með að draga móður þeirra bræðra út í eiturlyf- in. Hann ákveður því að gera allt til þess að vernda móður sína. Ástandið á heimilinu hefur þau áhrif að Jake er orðinn skapstyggur, lendir upp á kant við kennara sína sem vini. Þctta á einnig við um yngri bróðurinn sem nánast er rekinn úr skóla fyrir að berja á sér yngri drengjum. Jake sér að við slíkt verð- ur ekki búið og nær að stela eiturlyfjum og fela, eiturlyfjum sem Sam hafði ætlað að selja. Þá kemur fyrir alvöru í ljós hvern mann Sam hefur að geyma... Moving in er virkilega góð kvikmynd sem býður upp á raunsæja lýsingu á fjöl- skyldulífi sem er að leggjast í rúst. Nú, svo er einnig talsverð spenna í myndinni sem ekki spillir. Leikur er allur til fyrirmynd- ar, sérstaklega eru drengirnir tveir góðir í erfiðum hlutverkum. Moving in er mynd sem öll fjölskyldan hefur ánægju af. RAMBO Á HEIMAVELLI ★ RAMBO Leikstjóri: Georgc P. Cosmotos. Aðalleikarar: Sylvester Stallone og Richard Crenna. Sýningartími: 96 mín. í First Blood kom það greinilega fram að aðalpersónan, Rambo, var ulangarðs- maður í bandarísku þjóðfélagi og orsök þess var striðið í Víetnam. Þvi hcfur þótt sjálfsagt í framhaldi af First Blood að senda hetjuna okkar aftur á fyrrverandi vigstöðvar og klára það sem Bandaríkja- her tókst ekki; að sigrast á litlu kommún- istunum og rússneskum hjálparkokkum. Rambo fer létt með þetta verkefni og skal engan furða að Reagan Bandaríkjaforseti yrði hrifinn af Rambo. Efnisþráðurinn cr í stuttu máli að eini vinurinn, sem Rambo á, foringi í græn- húfudcild bandariska hersins, fær hann lausan úr fangelsi gegn því að hann fari aftur til Víetnam og reyni að ná ljósmynd- um af stríðsföngum sem þar cru í haldi. Rambo tekst fijótt að finna fangana en þegar hann ætlar að snúa heim með einn fangann bregður svo við að björgunarlcið- angurinn skilur hann eftir. Þeir scm stjórna vilja nefnilcga ekki fá fangana aft- ur. Rambo sættir sig að sjálfsögðu ekki við þcssi málalok en það er fyrst jvegar inn- fædd vinkona hans er drepin að hann gengur berserksgang og drepur allt sem fyrir verður. Nú, til að gera langa sögu stutta tekst Rambo að koma bandarískum stríðs- föngum til síns heima og hlýtur lof fyrir. Hann þakkar fyrir mcð smáræðustúf sem inniheldur fleiri orð en hann hefur sagt alla myndina. Þar lýsir hann þvi yfir að hann elski loðurlandið og vonist til að sú ást sé endurgoldin. Er ckki hægt annað en að brosa þegar „stórleikarinn" Sylvest- er Stallone flytur þessi hugnæmu orð. Það vita allir að heiðurinn af gerð þess- arar myndar á Sylvester Stallone og er hann annar handritshöfunda. Það verður samt ekki gengið framhjá góðri og áhrifa- mikilli kvikmyndatöku og klippingu, ásamt vel gerðum áhættuatriðum. Og að hafa Stallone nakinn niður að mitti niest- alla myndina, láta kvikmyndavélina sýna vöxt hans í „close-up“ myndatöku, heppnast fullkomlega. Hann verður fyrir bragðið ógnandi og hættulegur. LEITAD HEFNDA ★★ THE AMATEUR Leikstjóri: Charles Jarrott. Aóallilutverk: Jolin Savage, Christopher Plummcr og Marthe Kellcr. Sýningartimi: 109 min. Að úndanförnu hefur hryðjuverk mjög borið á góma i tali manna og er búist við að þeim fjölgi i Evrópu eftir innrás Banda- ríkjamanna i Líbýu. The Amateur fjallar einmitt um hryðjuverk gegn Bandaríkja- mönnum og hefnd einstaklings sem verður fyrir því að unnusta hans er drepin af hryðjuvcrkamönnum í bcinni útsendingu í sjónvarpi. Byrjunaratriði myndarinnar er með því besta sem sést hefur í kvikmyndum er fjalla um hryðjuvcrkamenn. Fylgst er með ungri stúlku þegar hún setur bréf til unn- usta síns i póst. Þaðan liggur leið hennar í sendiráð Bandaríkjanna þar sem hún stuttu síðar verður fyrir tilviljun fórnar- lamb hryðjuverkamanna. Þetta er áhrifa- mikið atriði og lofar góðu um framhald myndarinnar. En þvi miður, eftir því scm lengra liður á myndina verður hún æ rugl- ingslcgri og hrcint ekki sannfærandi. John Savage leikur unnusta stúlkunn- ar, starfsmann CIA. Þegar yfirmenn hans segjast ekkerl geta gcrt í málinu ákveður hann sjálfur að afla sér upplýsinga um hryðjuverkamennina og taka sér dómara- vald. Þessi ákvörðun leiðir hann austur fyrir tjald þar sem hryðjuverkamennirnir búa og lendir hann í alls konar hrakningum enda óvanur byssuleik, hafði áður ein- göngu starfað við þýðingar á dulmáls- skeytum. Eftir miklar svaðilfarir tekst honum ætlun sín. Missir hans er samt sem áður samur. The Amateur er i heild hin sæmilegasta skemmtun þótt betur hefði mátt fylgja eftir frábæru byrjunaratriði. John Savage er góður að vanda og aðrir leikarar standa sig einnig ágætlega. 22 VIKAN 22. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.