Vikan

Eksemplar

Vikan - 29.05.1986, Side 61

Vikan - 29.05.1986, Side 61
|>arna niður í portið. Þar er umhverfið orðið dálítið útlent og sérlega notalegt að setjast inn í blómaskálann í Eldvagninum og fá sér eitt- hvað í svanginn - eða bara kaffisopa. Eigendurnir, Bryndís Þráinsdóttir og Gils Harðarson, opnuðu staðinn 22. febrúar í ár. Nafnið gefur til kynna að eldur er notaður við matreiðsluna, enda er sérgrein staðarins „flamberaðar" nauta-, grísa- eða lambalundir. I >að er á kvöldin sem boðið er upp á slíkar steik- ur. Enginn prentaður matseðill liggur frammi heldur kemur þjónustustúlka að hverju borði og greinir frá réttunum og verði þeirra ásamt víniistanum. Auk lundanna var hægt að fá blandaða sjávarrétti í forrétt, reyktan lax með hrærðu eggi eða súpu. Eftir að menn hafa gert upp við sig hvaða kjöt þeir hyggjast snæða velja þeir úr fjórum tegundum af sósum: kon- íaks-, sinneps-, pipar- og portvíns. Reyndar geta kokkarnir Íagað sósur eftir ósk viðskiptavin- anna. Kokkarnir eru í miðjunni og elda þar yfir fallegum kopargastækjum. Eldtungurnar „sleikja" viðarklætt loftið og hitinn verður töluverður á meðan á eldamennskunni stendur. Síðan hella kokkarnir rjóma og ýmsum bragð- efnum út á pönnuna, hræra í og smakka og, voila, maturinn er tilbúinn fyrir augunum á gestunum. Vikumenn smökkuðu lambalundir í port- vínssósu og svínalundir í sinnepssósu og voru báðir réttirnir frábærlega góðir. Mátti varla á milli sjá hvor var betri en þó hölluðumst við að því að lokum að okkur þætti sinnepssósan bragðmeiri og betri. Þeir sem eru eldhressir og sársvangir klukkan sjö á morgnana geta farið í morgunverðarhlaðborð á Eldvagninn og borð- að þar nægju sína fyrir 150 krónur. Ef menn eru orðnir svangir í hádeginu (eða fyrr því hádegið þar byrjar klukkan hálfellefu) þá má borða eins og hvern lystir af hádegisverðar- hlaðborðinu fyrir 280 krónur. Þá er boðið upp á margs konar brauð, bökuð á staðnum, nokkr- ar tegundir af áleggi, skelfisk og rækjur. Menn blanda eigið hrásalat að vild og þeir sem eru ekkert óskaplega svangir geta fengið sér súpu- disk og brauð. Um miðjan dag er Eldvagninn einstaklega notalegur staður til að fá sér kaffi og kökur eða bara molakaffi. Fljótlega ætla eigendurnir að bæta við mat- seðilinn og bjóða upp á fondue í miðri viku, bæði kjöt- og ostafondue. Ætlunin er að vera með nokkuð margar tegundir af ostafondue en eftir var að fá nánari upplýsingar frá Osta- og smjörsölunni um hvaða ostar hentuðu best. Staðurinn er lítill en hlýlegur (og hlýr) en leð- ursófinn, sem er eftir endilöngum staðnum, hefur áreiðanlega verið hannaður af leggja- löngum karlmanni því ekki var nokkur leið fyrir kvenmann af meðalstærð að sitja uppi við bakið á sófanum því þá náði maður ekki í borð- ið og það getur verið dálítið þreytandi að sitja kvöldstund með engan stuðning við bakið. Eitt enn gátum við sett út á staðinn en það var að 45 mínútur liðu frá því við pöntuðum matinn þar til hann kom á borðið. Ekki voru samt til- takanlega margir í salnum og engin skýring var gefin á töfinni. Að öðru leyti var þetta fyrir- taks kvöld og við óskum Eldvagninum langra lífdaga. h- 22 TBL VIKAN 61

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.