Vikan

Útgáva

Vikan - 17.07.1986, Síða 5

Vikan - 17.07.1986, Síða 5
Lancia Delta bílnum. Mælaborðið er vel mælum búið og greinilegt með stýrið í efstu stöðu, annars skyggir það bölvanlega á hraðamæli og snún- ingshraðamæli. Stjórntæki öll liggja vel við, þar með talin gírskiptingin sem er ágætlega nákvæm, en stokkurinn niður úr mælaborðinu kreppir nokkuð að bensínfætinum. í dýrari gerðirnar má fá rafdrifnar framhurðarúður og miðlæsingu á allar hurðir og svo sóllúgu á topp- inn. Sammerkt eiga allir bílarnir í því að liggja vel, svara vel öllum stjórntækjum og að brems- urnar samsvara i öllum tilvikum ökuhæfni bílsins. Það er ekki lítið atriði og menn mættu gjarnan gefa þvi talsverðan gaum þegar þeir velja sér nýjan bíl. Gerðirnar þrjár GT i.e. er þgð sem kalla mætti venjulegan heimilisbíl. Hann er með 108 ha vél með raf- eindainnspýtingu, samtengda kveikjunni. Það er ekki svo lítil orka þegar tillit er tekið til þess að eigin þyngd bílsins er ekki nema 995 kg. Bíllinn liggur prýðilega og er í alla staði þægilegur í akstri. Þetta er bíll sem dugar vel öllu venjulegu fólki. HF túrbó er miklu meiri „akstursbíll” sem þýðir að hann skírskotar meira til þeirra sem virkilega hafa gaman af að aka bíl. Hann er með 140 ha vél með sams konar innspýtingu og GT-inn. Hann var með verulega skemmtileg- um stólum fram í, nokkuð hörðum sportstólum sem styðja vel við og þreyta mann lítið. Kraft- ur er hér yfirdrifið nógur og bíllinn í hvívetna mjög skemmtilegur. Sennilega er þetta sá bíll sem líklegastur er til að verða vinsæll hér. Og víkur nú sögunni lítillega að HF 4WD, villidýri með 2000 cc vél (hinar tvær eru 1600 cc) með túrbó og „óverbúst” sem samtals gefa 165 hestöfl! Að vísu er sá bíll orðinn 1190 kg að eigin þyngd, en sá þyngdarmunur liggur einkum í sídrifinu. Það er hugvitsamlega út- færður aflflutningur út í hjólin öll fjögur og á milli þeirra, þannig að sífellt er mest átak á því hjólinu sem besta og öruggasta hefur spyrn- una. Það gerir það að verkum að bíllinn er nánast eins og límdur við veginn, liggur eins og skata, eins og sagt er á götumálinu. Allir orkuðu þessir bílar vel á mig, hver með sínu móti, þótt útlit þeirra allra sé svipað. Eg gæti vel sætt mig við GT i.e. útgáfuna og látið mér hana vel h'ka, en gaman þætti mér að eiga HF túrbó með öllum búnaði. Hann sameinar prýðilega heimilisbilinn og sportbílinn. 4WD er ofan þeirrar seilingar sem ég hugsa mér fyr- ir sjálfan mig, en ég er heldur ekki í vafa um að þar er á ferðinni kjörgripur sem fullnægir bíladelluþörfum flestra sem unna orku og af- bragðs ökuhæfni. - Um kvöldið sitja alvöruþrungnir ökuþórar gneypir og geyma hver sína visku en blaðafull- trúi Lancia (sem raunar hefur farið á skelli- nöðru um Island og gist í draugahúsum uppi undir jökulrótum) gengur á milli og reynir að porra menn upp til að vera skemmtilegir. Best tekst honum upp með austurrískan ágætismann kominn undir sjötugt, glettinn karl sem við aðra prófun annarrar verksmiðju í vetur villt- ist af prófunarleiðinni en leigði sér þá bara taxa til að keyra á undan sér í áfangastað. Og smám saman léttist brúnin á ábúðarmiklum ökuþórum - enda hvernig ætti annað að vera hægt í grillveislu niðri á Miðjarðarhafsströnd yfir rjúkandi súpu með kröbbum, skeljum og hvers konar tilberum af hafsbotni? Nokkrar upptalningar: Lancia Delta Umboð á íslandi: Bílaborg Fæst í sex útgáfum: LX (1300 cc 78 ha), 15, au- tomatic (1500 cc 80 ha), GT i.e. (1600 cc 108 ha), HF turbo (1600 cc turbo 140 ha), HF 4WD (2000 cc turbo, intercooler, overboost, 165 ha), turbo ds (2000 cc dísilvél með beinni innspýt- ingu, turbo og intercooler). Allar vélarnar fjögurra strokka, þverliggjandi. Framhjóladrifáöllumbílunum + sídrifá4WD. Tannstangarstýri (með hjálparátaki á dýrari gerðunum). Lengd: 3895 mm Breidd: 1620 mm Hæð: 1380 mm Hámarkshraði: GT i.e. 185 km/klst HF turbo 203 km/klst HF 4WD 208 km/klst Bensíneyðsla: GT i.e. 6,2 á 90 km hraða, 8,0 á 120 km, 9,8 í blönduðum akstri. HF turbo 6,5 á 90 km hraða, 8,4 á 120 km, 10 í blönduðum akstri. HF 4WD 7,8 á 90 km hraða, 10,2 á 120 km, 10,8 í blönduðum akstri. 29. TBL VI KAN 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.