Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 17.07.1986, Qupperneq 7

Vikan - 17.07.1986, Qupperneq 7
TEXTI: HÓLMFRÍÐUH BENEDIKTSDÓTTÍR LJÓSM.: RAGNAR TH. Veljið meikið eftir eigin húðlit, á kinninni en ekki á handarbakinu. Meikið, sem hér er not- að, er NN Porcelain. Bleytið svampinn í vatni og kreistið vel úr honum, hann á rétt að vera rakur. Setjið meik á handarbakið og notið svampinn. Með svampinum fæst jafnari og fall- egri áferð en ef fingurnir eru notaðir. Strjúkið niður á við og út til hliðar. Þá er komið að púðrinu. Notið laust púður og dúmpið laust yfir andlitið með púðurkvasta. Nú er í tísku að hafa andlitið matt svo þetta má ekki gleym- ast. Síðan er laust púður strokið af með púðurburstanum. Púðurburstann á ekki að setja beint í púðurdósina. Notið ljóst púður, hér Transparent írá NN. Augnskuggamir eru valdir eftir fötunum eða smekk hvers og eins. Nú er í tísku að hafa marga liti í einu. í dagsnyrtingu eiga þeir þó ekki að vera áberandi og skil milli litanna eiga ekki að sjást. Notið snyrtipinna til að jafna lit- ina út. Hér er gulur litur fyrst borinn á augnalokið frá augnakrók upp á mitt augnalok og dreift mjúklega upp að augabrún. Liturinn er frá SG, nr. 38. Brúnn litur, Chocolate frá SG, er borinn á frá miðju augnaloki og út. Hann er ekki látinn ná upp að augabrún. Þriðji liturinn, appelsínugulur SG nr. 39, er borinn á undir augabrúnina, frá miðri augabrún og út. Einnig má setja örlítið á mitt augnalokið, á milli gula og brúna litarins. Mildið skil milli litanna með snyrtipinna. Þá er máluð fín lína með pensli utan um augað. Hér er notaður svartur augnskuggi frá NN en hægt er að nota hvaða dökka lit sem er. Svartur maskari frá SG er borinn á augnhárin og síðan burstað yfir þau með maskaraburstan- um til að jafna þau. Augabrúnir eru dekktar með brúnum maskara. Þurrkið úr burstanum áður því liturinn má alls ekki vera of mikill. Þegar maskari er notaður á augabrúnir er auð- veldara að eiga við þær. Strjúkið burstanum upp á við og þá haldast augabrúnirnar „villtar". Nú er í tísku að nota kinnalit með sem eðlileg- ustum lit. Það hefur vafist fyrir mörgum hvar kinnaliturinn á að vera. Það fer eftir andlits- falli en ágætt er að miða við skálínuna milli munnviks og efri brúnar eyrans, það er undir kinnbeini. Hér er notaður Yci rose kinnalitur frá SG. Notið kinnalitarpensilinn. Skil eiga ekki að sjást og því er strokið létt yfir með púðurkvastanum. 29. TBL VIKAN 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.