Vikan - 17.07.1986, Síða 11
NAFIM VIKUNIMAR: Ragnheiður Hermannsdóttir
Um sömu dyr
í rúma fjóra áratugi
TEXTI: ELÍN BÁRA MAGNÚSDÚTTIR
MYND: VALDÍS ÚSKARSDÚTTIR
„Vélvæðingin hefur breytt miklu í
starfsháttum bankans, hún hefur flýtt
fyrir allri þeirri starfsemi sem hér fer
fram auk þess sem hún hefur haft í för
með sér breytta starfstilhögun víða
innan bankans,“ sagði Ragnheiður
Hermannsdóttir, forstöðumaður af-
greiðsludeildar ábyrgðar- og inn-
heimtudeildar Landsbanka íslands, er
hún var innt eftir þeim breytingum sem
orðið hafa á starfsháttum bankans.
Ragnheiður hefur starfað í bankanum
í 42 ár og er meðal elstu starfsmanna
bankans. Við völdum Ragnheiði sem
nafn Vikunnar í tilefni af nýafstöðnu
aldarafmæli Landsbanka íslands.
„Starfsemi bankans hefur líka vaxið
jafnt og þétt á undanförnum árum.
Þegar ég hóf störf hér í aðalbankanum,
árið 1944, var starfsemi aðalbankans
einungis hér í húsinu við Austurstræti
en nú hefur hann lagt undir sig þrjú
hús sem duga þó ekki lengur til því
bankinn hefur líka aðstöðu á hinum
ýmsu stöðum hér í nágrenninu. Aukin
starfsemi hefur kallað á fleira starfs-
fólk. í gamla daga þekkti maður alla
þá er unnu hér í aðalbankanum með
nafni en það gerir maður ekki lengur
því hér vinna nú um 200 manns.“
Við spurðum Ragnheiði að því hvort
hún hefði tekið þátt í undirbúningi
afmælishaldsins?
„Já, okkur yfírmönnunum var skylt
að sjá um afmælisdaginn sjálfan sem
haldinn var hátíðlegur' á öllum af-
greiðslustöðum bankans. Starfsfólkið
skiptist á um að taka á móti gestum
allan daginn. Við buðum upp á veiting-
ar og börnunum var gefið smádót og
blöðrur. Lúðrasveit kom tvisvar um
daginn og spilaði nokkur lög. Við
móttöku gestanna létum við fortíð og
nútíð mætast og fengum tvo starfs-
menn bankans, karl og konu, til að
klæðast búningum frá 19. öld. Þau
tóku á móti gestunum ásamt öðru
starfsfólki bankans sem bar nýja ein-
kennisbúninginn er hannaður var í
tilefni af afmælinu.“
- Má starfsfólkið vænta einhverra
breytinga í tilefni af afmælinu?
„Já, það á til dæmis að opna félags-
og fræðslumiðstöð við Álftavatn, þar
sem sumarbúðir bankans eru, en þar
verður meðal annars aðstaða til nám-
skeiða- og ráðstefnuhalds. Annars má
segja að allar þær bi’eytingar, sem fyr-
irhugaðar eru, séu í tengslum við
beinlínuvinnsluna (on-line) sem á að
fara að taka í notkun hér í bankanum.
Með þeirri tækni fer til dæmis allt sem
gjaldkerinn stimplar inn á vél strax
inn í kerfið. Þetta nýja kerfí hefur í
för með sér miklar breytingar á starf-
semi bankans og í því sambandi má til
dæmis nefna að starfsfólkið þarf á end-
urmenntun og ymiss konar fræðslu að
halda.“
Nú ert þú meðal fyrstu kvenyfir-
manna bankans, er sama hlutfall karla
og kvenna í æðstu stöðunum?
„Nei, það er langt frá því. Hér á árum
áður voru karlar í miklum meirihluta
meðal starfsmanna en nú hefur þetta
snúist við og á móti hverjum tveimur
körlum vinna þrjár konur. Þrátt fyrir
þessa aukningu á hlutfalli kvenna er
ekki um að ræða sama hlutfall kynj-
anna í efstu flokkunum en vonandi er
þetta að breytast. Það má svo bæta því
við að engin kona situr í bankaráði
Landsbankans.“
- Hvernig er að hafa unnið á sama
vinnustaðnum í 42 ár?
„Mér hefur alltaf líkað mjög vel að
vinna hérna. Hér hefur alltaf verið
mjög góður starfsandi, að minnsta
kosti á þeim stöðum þar sem ég þekki
til. Eg þyrjaði að vinna hérna sextán
ára gömul og það hefur aldrei hvarflað
að mér að skipta um starf, að minnsta
kosti ekki alvarlega. Ég hef gengið inn
um sömu dyrnar í þau 42 ár sem ég
hef starfað hérna og mér finnst það
ósköp notaleg tilfinning.“
29. TBL VIKAN 11