Vikan - 17.07.1986, Side 23
Gott væri
að geta
gleymt...
Michael Landon erekki beint líkur pabban-
um I Húsinu á sléttunni. Hér er hann
unglingsvarúlfur í I Was a Teenage
Werewolf.
Steve McQueen (Steven) er hér I mjög
slæmri kvikmynd er ber heitið The Blob.
Einhvers staðar verða allir að byrja. Svo er
einnig um stórstjörnur kvikmyndanna í dag.
Flestar þeirra hafa einhvern tíma í byrjun fer-
ils síns leikið í myndum sem þær vilja helst
gleyma og mundu fegnar borga fyrir eignarrétt-
inn á þessum myndum svo þær væru ekki til
sýningar. En myndbandamarkaðurinn hefur
opnað nýjar leiðir fyrir þessar myndir. Þær eru
nú gefnar út og leigjast vel út á nafn stjörnunn-
ar sem er flennistórt á kápu, þó aðeins hafi
verið um smáhlutverk að ræða og meira að
segja oft undir öðru nafni.
Tökum sem dæmi þrjá titla, Curse of the Liv-
ing Corpse, Revenge of the Creature og I Was a
Teenage Werewolf. Gætuð þið ímyndað ykkur
að kvikmyndastjörnur á borð við Clint East-
wood, Roy Scheider og Michael Landon tækju
að sér hlutverk í myndum með þessi nöfn?
Samt er það nú svo, þeir léku í þessum mynd-
um. Roy Scheider lék í Curse of the Living
Corpse og gefur leikur hans þar ekki beinlínis
til kynna að þar sé á ferðinni upprennandi
stjarna. Þótt myndin sé núna auglýst með Roy
Scheider hét hann þá Roy Sheider. Sjálfur Clint
Eastwood leikur aðstoðarmann á tilraunastofu
í Revenge of the Creature. Og pabbinn í Húsinu
á sléttunni, Michael Landon, er unglingsvarúlf-
ur í I Was a Teenage Werewolf.
Donald Sutherland er hér faðmaður af
blóðsugu I Dr. Terror's House of Horrors.
Skulu hér nokkur fleiri dæmi tekin, af nógu
er að taka. Einhver allra versta hryllingsmynd,
er gerð hefur verið, er The Blob og mundi sú
mynd löngu gleymd ef ekki væri í einu aðal-
hlutverkanna ungur leikari, Steve McQueen
eða Steven McQueen eins og hann nefnist þar.
Fjallar myndin um hóp af unglingum sem
bjarga bænum sínum frá því að eitthvað í tóm-
atsósulíki hylji hann.
Kannski er það Jack Nicholson sem á að
baki flestar slæmu myndirnar. Hann var um
tíma hjá Roger Corman sem hafði það fyrir sið
að gera eina mynd á viku. Meðal hlutverka
Nicholsons hjá Corman var hlutverk í The
Raven þar sem hann lék son Peters Lorre.
Myndin þótti ekki svo slæm en leikur Nichol-
sons gefur ekki til kynna að þar sé á ferðinni
einn af stórleikurum seinni ára.
Donald Sutherland á einnig slæmar minning-
ar frá fyrri árum. Ein myndin, sem hann lék
í, nefnist Dr. Terror’s House of Horrors. Þetta
er blóðsugumynd og er honum svo sannarlega
vorkunn að hafa leikið í henni. Hann lék einn-
ig í annarri mynd sem hann vildi helst gleyma
sem fyrst, Die, Die, My Darling. Þar lék hann
heilaskertan vinnumann á óðalssetri þar sem
nokkur morð voru framin.
Allir vita að Madonna er upprennandi leik-
Til vinstri á myndinni er Jack Nicholson í
The Raven ásamt Peter Lorre og Vincent
Price. Ekki svo slæm mynd en leikur Nic-
holsons hörmulegur.
kona, sem og skærasta stjarnan í poppheimin-
um í dag. Hún á samt að baki leik í kvikmynd
sem hún hefði betur látið eiga sig. Myndin
nefnist A Certain Sacrifice. Þar leikur hún
stúlku sem eltist við hrottafenginn nauðgara.
Myndin er öll eins og hún hafi verið tekin á
16 millímetra myndavél af manni á hjólaskaut-
um. Meira að segja nektarsenur með Madonnu
eru leiðinlegar.
Sagt hefur verið um Sylvester Stallone að
hann hafi byrjað feril sinn í bláum myndum.
Engar sannanir eru til um það. Rebel er aftur
á móti til. Þar leikur hann ungan mann sem er
í hópi manna sem ætla sér að sprengja upp
verksmiðju. Það er eins um þessa mynd og
mynd Madonnu, hún er varla í fókus og eins
og hún sé gerð á litla heimiliskvikmyndavél -
og ekki sýnir Stallone meiri leikhæfileika hér
en hann hefur gert í nýrri myndum sinum.
í lokin skal svo geta einnar myndar sem
ætti að vera skárri en þær sem áður eru nefnd-
ar. Þar eru nefnilega þrjár, þá óþekktar, stjörn-
ur sem allar koma við sögu. Þetta er The
Wedding Party. Leikararnir eru Robert De
Niro og Jill Clayburgh og leikstjóri er Brian
De Palma. Öll stiga þarna frumspor í illa gerðri
kvikmynd og leiðinlegri.
29. TBL VIKAN 23
UMSJÓN: HILMAR KARLSSON