Vikan

Eksemplar

Vikan - 17.07.1986, Side 24

Vikan - 17.07.1986, Side 24
Fá trúarsamtök hafa í gegnum tíðina sett jafnmikinn svip á bæjarlífið í Reykjavík og Hjálpræðisherinn. Síðdegis á sunnudögum, þegar vel viðrar, eru haldnar samkomur á Lækjartorgi með hljóðfæraslætti og sálmasöng. Á þessum samkomum ríkir ekki lognmolla og ládeyða heldur líf og fjör þar sem hver tónn er þaninn til hins ýtrasta og hver taktur sleg- inn markvisst í átt að takmarkinu Island fyrir Krist. Hjálpræðisherinn varð til á Englandi um miðbik síðustu aldar. Aðalhvatamaður að stofnun hans, William Booth, var meþódista- prestur sem starfað hafði við farandpredikun um nokkurra ára skeið þegar kirkjustjórnin vildi allt í einu að hann léti af því starfi og tæki að sér ákveðinn söfnuð. William fannst að starf sitt sem farandpredikari hefði borið ríkulegan ávöxt og átti erfitt með að sætta sig við þessi málalok. Reyndar mun kona hans, Catherine, endanlega hafa tekið af skarið og sagt: „Never“ - „aldrei" skyldi það verða. Cat- herine var aðsópsmikil kona sem studdi mann sinn með ráðum og dáð. Einnig var hún meðal fyrstu kvenna sem beittu sér fyrir jafnrétti kyhjanna. Fyrsti vísir að tilurð Hjálpræðishersins voru tjaldsamkomur sem William hélt í fátækra- hverfi í austurhluta Lundúna, East-end. Meginmarkmiðið var að ná til fólks sem ann- ars sótti ekki kirkjur og fékk jafnvel ekki inngöngu i guðshús. Það gerði hann með því að semja sálma við lög sem allir þekktu og notaði þá jafnvel alkunnar drykkjuvísur. Út frá þessu starfi varð til hreyfing sem lengi vel var kölluð Christian Mission en um 1878 hlaut hún nafnið Salvation Army - Hjálpræðisherinn, einnig hefur hún oft verið nefnd „Sáluhjálpar- herinn“. William vann mikið umbótastarf á þessum árum og beitti sér meðal annars fyrir bættum aðbúnaði verksmiðjufólks. Sjálfur stofnaði hann eldspýtnaverksmiðju til styrktar starf- seminni og kom upp gistiheimilum fyrir þá sem hvergi áttu höfði sínu að að halla. Á þessum tíma ríkti víða mikil fátækt og eymd á Eng- landi og um svipað leyti og David Livingstone gaf út „Darkest Africa“ skrifaði William „Dimmasta England og vegurinn út úr ógöngunum". TROMMUR VIÐ GUÐSÞJÓNUSTUR Hjálpræðisherinn leggur í aðalatriðum lút- erstrú til grundvallar i boðskap sínum. Hann byrjaði reyndar að nota hljóðfæri sem ekki höfðu sést við guðsþjónustur áður. Það voru blásturshljóðfæri af ýmsu tagi, gítar, trommur, mandólín, sítar og dragspil. Þetta hafði engum dottið í hug áður og nýja aðferðin hreif. Áður en varði hafði Hjálpræðisherinn breiðst út um víða veröld og meðal annars náð að teygja arma sína til Rússlands þar sem hann dafnaði í ein 10 ár fram að byltingunni 1917. Og enn mun Hjálpræðisherinn starfa í felum í Austur- Evrópurikjunum. Til Islands kom Hjálpræðisherinn 1895 frá Danmörku með kafteini Þorsteini Davíðssyni og adjunt Christian Erichsen. Hjálpræðisher- inn náði strax góðu sambandi við önnur Félagi í Hjálpræöishernum heldur hér á Herópinu, málgagni Hjálpræðishersins. 24 VIKAN 29. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.