Vikan

Útgáva

Vikan - 17.07.1986, Síða 25

Vikan - 17.07.1986, Síða 25
Frá útisamkomu Hjálpræðishersins árið 1985. Frá barnastarfi Hjálpræðishersins. trúarsamtök hér og hefur það haldist æ síðan. Fyrstu samkomurnar hér voru haldnar í húsi Góðtemplarareglunnar. Hjálpræðisherinn eignaðist hér fljótlega tvo velunnara, þá Björn Jónsson, ritstjóra ísafold- ar, og Þórhall Bjamarson, ritstjóra Kirkjublaðs- ins. Þegar Herópið, aðalmálgagn Hjálpræðis- hersins, kom hér fyrst út síðla árs 1895 skrifuðu þeir báðir hlýlega um blaðið og starfsemina almennt. Björn ritaði svo: „Herópið, hið nýja mánaðarblað Hjálpræðishersins hér, er snoturt útlits, með myndum, „Ef Kristur kæmi í drykkjuskálann“ og af ritstjóranum adjudant Erichsen og að efni mikið liklegt til að efla trúrækni og siðgæði. Það er í sama broti og ísafold. Það er 28. Herópið er Hjálpræðisherinn gefur út; eru þau á 18 tungumálum alls, og upplag meira en hálf milljón." Og Þórhallur sagði: „Hafi Hjálpræðisherinn með öllum sínum vanköntum sæll komið til þessa lands, allra- mest fyrir það, að hann er lifandi minning þess, að Guðs ríki er þó fyrst og fremst sjálfsafneit- andi líf á kærleiksvegi Krists, ofar orðasvæl- unni og öllum vatnaskilum tvístraðra trúflokka." HÓTEL REYKJAVÍK OG HERKASTALINN Stuttu eftir að Hjálpræðisherinn kemur hing- að fær hann Hótel Reykjavík undir starfsemi sína. Það stóð þar sem höfuðstöðvar Hjálpræð- ishersins á íslandi eru nú. Það er síðan rifið og á sama grunni reist stórt og reisulegt hús sem almenningur gefur nafnið „Herkastalinn", nafn 29. TBL VIKAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.