Vikan


Vikan - 17.07.1986, Page 30

Vikan - 17.07.1986, Page 30
LEIÐIN TIL BETRA LIFS TEXTI: SIGRÚN Á. MARKÚSDÓTTIR MYND: VALDÍS ÓSKARSDÓTT/R Sá er missir heilsu glatar sinni mestu ger- semi. Sjálfur er hann ekki glataður. Allt i kringum okkur er fólk sem hefur upp á eigin spýtur ráðið niðurlögum erfiðra sjúkdóma. Þetta tekst því með breyttum lífsháttum. Síð- ustu ár hefur færst í vöxt að fullfrískt fólk taki upp hollt líferni því menn læra af mistökum annarra. Við skiptum ekki um lífsstíl á einni nóttu. Það er langtímamarkmið, þrotlaus vinna sem krefst mikils viljastyrks. Einstaklingurinn verður að sigrast á sjálfum sér og umhverfi sínu. Þó stendur hann ekki einn í þessari baráttu. Alls staðar er fólk í sömu sporum. Elfa-Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Rikisútvarpsins, missti heilsuna 19 ára gömul, lá á spítala og tafðist frá námi í tvö ár. „Maður lætur ekki út úr sér að maður sé þakklátur fyrir að verða veikur en hinu er ekki að leyna að ég hef kynnst mörgu stórkostlegu sem ég hefði farið á mis við hefði ég ekki orðið veik. Ég fór inn á brautir sem ég hefði seint farið inn á sem fullhraust manneskja," segir Elfa-Björk. Að sjálfsögðu hefur þetta oft á tíðum verið mjög erfitt. Ég tók þá stefnu að velja og mætti mótbyr sem aðrir verða ekki fyrir sem fljóta með straumnum en ekkert er eins stórkostlegt og að sigrast á slíkum erfiðleikum og standa sterkari á eftir.“ Læknum tókst að gefa Elfu-Björk bata. Hún taldist heilbrigð en var alls ekki hraust. Starfs- orka hennar og þrek voru skert. Með þrotlausri baráttu árum saman hefur Elfa-Björk náð ótrú- legum árangri. Þetta tókst henni með því að breyta um lífsvenjur. „I tengslum við þetta,“ segir hún, „kynntist ég Vigni Andréssyni iþróttakennara. Hann kenndi mér að slaka á. Það var það fyrsta sem ég lærði um slökun og síðan kenndi hann mér djúpöndun. Þegar ég var stödd í Danmörku fékk ég áhuga á jóga og síðan hef ég stundað það.“ Hún heldur áfram: „Slökun er eitt það besta meðal sem til er. Hvíld er nauðsynleg til að halda heilsu. Með því að slaka á finnum við leið til jafnvægis og betri einbeitingar. Því miður er alltof algengt að menn noti róandi pillur til þess að slaka á. Og jafnalgengt er að menn neyti örvandi lyfja, til dæmis kaffis, þeg- ar líkaminn þarf virkilega á hvíld að halda. Við það taka menn af varasjóðnum og einhvern tíma hefnir það sín, sé það gert of oft eða of mikið. Það er mikilvægt að varðveita hæfileik- ann til að hlýða kallinu um hvíld þegar við vitum að við erum búin að fá nóg.“ Elfa-Björk bjó í mörg ár í Svíþjóð. „Þar kynntist ég hugkyrrð. Eg þorði nú aldrei að fara á námskeið í þessum fræðum. Ég hafði ekki þá þekkingu að geta greint loddara frá fræðingum í þessari grein. Svo ég las mér til um efnið. En þetta tvennt, slökun og jóga, hjálpaði mér yfir erfiðan hjalla. Mér leið hæri- lega en var þó aldrei fullfrísk." Já, eitthvað vantaði á að Elfa-Björk næði fullri heilsu. Af hennar hálfu var viljinn að sönnu fyrir hendi en það var ekki nóg. „Ég vissi hreint ekki hvar pottur lá brotinn. Ég gerði allt hvað ég gat til þess að ná langþráðu takmarki. Nú, ég gerði mér grein fyrir að lík- ami okkar byggist upp á þvi sem við borðum og það skiptir máli hvað það er og hvernig það er framreitt. Stundum getur þetta skipt sköpum um heilsu eða vanheilsu. Og þar sem við berum að hluta ábyrgð á líðan okkar getum við haft mikil áhrif þar á með breyttu fæðuvali." Elfa- Björk þreifaði fyrir sér á þessari braut. „Þetta var oft á tíðum ótrúlega erfitt. Læknar gátu ekkert hjálpað mér því samkvæmt þeirra skil- greiningu var ég hraust. Ég reyndi að finna mataræði sem hentaði mér og las mýmargar bækur um ýmiss konar stefnur í þessum málum. Þar komu fram gagnstæðar skoðanir og það gerði mig ráðvillta. Ég var þó ekki á því að gefast upp enda býr í mér mikil löngun til lífs- ins og hún rak mig áfram til þess að finna lausn.“ Og loks gerðist kraftaverkið. „I mars 1984 ákvað ég að fara á námskeið til Þuríðar Hermannsdóttur, en hún er einn af frumkvöðlum makróbíótískrar fæðu á Islandi. Þetta var um helgi og veðrið var mjög gott. A leiðinni til hennar hugsaði ég sem svo að betra hefði verið að fara út og njóta góða veðursins. En það var eitthvað sem rak mig áfram. Á þessu námskeiði fékk ég örlitla innsýn í makróbíót- íska fæðu, svo mikla að þegar ég var stödd í London nokkru seinna heimsótti ég aðalmið- stöð makróbíótískra fræða þar i borg. Ég varð þar fyrir einhverri stórkostlegustu reynslu sem ég hef upplifað. Ég var sjúkdómsgreind og fékk ráðgjöf um fæðuval. Þessu mataræði hef ég að mestu fylgt síðan og mér hefur ekki liðið betur í tuttugu ár.“ Elfa-Björk segir að það taki lang- an tíma að venjast nýju mataræði. „Maður fer ekki beint frá „husmannskost" yfir á makrób- íótíska fæðu. Nei, af slíku geta menn orðið fárveikir. Best er að þetta sé hæg þróun og að menn breyti mataræði sínu smátt og smátt. Það bragðast best sem maður er vanur að borða en það er ótrúlegt hvað maður er fljótur að taka upp nýja hætti og venja sig af ýmsu sem manni þykir gott. Nú hef ég verið á makróbíótísku fæði í tvö ár og finnst mér ég hafa lært talsvert í þessum efnum, en auðvitað á ég margt ólært. Makróbíótísk matargerð býður upp á óteljandi möguleika." Ég spurði hana hvort ekki tæki langan tíma að útbúa þennan mat. Elfa-Björk kvað svo ekki vera. „Þetta tekur svipaðan tíma og að búa til góðan, venjulegan mat.“ Á Islandi er nú þónokkur fjöldi manna sem neytir makróbíótískrar fæðu. Sumir eru komnir lengra á veg en Elfa-Björk en aðrir skemmra. Áhugamenn um makróhíótíska fæðu stofnuðu samtökin Makró-líf í mars síðastliðnum og var Elfa-Björk meðal stofnenda. „Hér á landi hafa þessi mál vakið mikla athygli," segir hún, „og ijöldi þeirra sem mættu á stofnfundinn fór fram úr öllum vonum,“ segir Elfa-Björk . Þá hefur Elfa-Björk um þriggja ára skeið starfað með Heilsuhringnum og er hún gjald- keri félagsins. „Heilsuhringurinn var stofnaður 1978 segir hún og aðalhvatamaðurinn að stofn- un hans var Marteinn Skaftfells kennari. Markmið Heilsuhringsins er að efla heilsu og vellíðan manna með allhliða heilsurækt. Sam- tökin starfa ekki eftir ákveðinni stefnu heldur geta allir sem láta sig varða heilsu og holla lífsháttu starfað innan vébanda Heilsuhrings- ins. Sérstaka áherslu leggja samtökin á að skipa sér í varðstöðu um sjálfsagðan rétt borgara að velja sér á opnum markaði hvers kyns fæðu sem þeir hyggja sér hollasta. Það eru kringum þúsund félagar í Heilsu- hringnum. Þetta er afskaplega mislitur hópur bæði varðandi aldur og ástæður. Margir félag- ar fengu áhuga á þessum málum af því að þeir eða einhverjir nákomnir þeim misstu heilsuna. En í samtökunum starfar einnig fullhraust fólk sem hefur áhuga á hollu líferni og vellíðan." Heilsuhringurinn gefur út tímaritið „Holl efni og heilsurækt'* og jafngildir áskrift að blað- inu félagsaðild. „í tímaritinu," segir Elfa-Björk, „er fjallað um heilsuvernd. Þar birtast greinar um íjörefni og fæðubætiefni, ýmsar stefnur í fæðuvali, líkamsrækt og náttúrulækningar ýmiss konar. Því miður háir fjárskortur Heilsu- hringnum og hingað til hefur starfsemin fyrst og fremst snúist um útgáfu tímaritsins. Að sjálf- sögðu er það draumur flestra félaga að glæða starfið en hingað til höfum við ekki haft bol- magn til þess. Það væri stórkostlegt ef við gætum komið upp miðstöð fyrir samtökin. I slíkri miðstöð mætti halda reglubundnar sam- komur, fræðslufundi og erindi ásamt námskeið- um af ýmsu tagi. Og umfram allt efldust tengsl milli félaga til muna. Menn gætu miðlað af þekkingu sinni og veitt hver öðrum styrk.“ Frásögn Elfu-Bjarkar Gunnarsdóttur sannar að leiðin til bættrar heilsu og betra lífs er oft á tíðum þyrnum stráð. Þær stundir komu oft er hún var að því komin að missa kjarkinn og trúna. En hún gafst ekki upp. Það þakkar hún jákvæðri lífssýn og ómetanlegri aðstoð móður sinnar því miklu máli skiptir að samstaða sé á heimili þegar haldið er út á þessa braut. „Sterk og jákvæð hugsun er nauðsynleg þegar barist er við erfiðleika og hugarorkan er svo öflug að hún ber okkur hálfa leið til þeirrar heilsu sem við öll þráum en þeir þó mest sem hafa einhvern tíma misst hana.“ 30 VI KAN 29. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.