Vikan


Vikan - 17.07.1986, Page 34

Vikan - 17.07.1986, Page 34
Körfuknattleiksmaðurinn Pétur Guðmundsson var mikið í fréttum síðari part vetrar vegna veru sinnar hjá einu besta körfuknattleiksliði heims, bandaríska liðinu Los Angel- es Lakers. Nýverið skrifaði hann undir tveggja ára samning við félag- ið sem er líklega ríkasta lið NBA- deildarinnar bandarísku. Efhann stendur vel í stykkinu ætti fjárhags- legri framtíð hans að vera borgið næstu árin og jafnvel áratugina. Pét- ur var í tveggja vikna sumarleyfi hér á landi á dögunum en síðan tekur við alvaran og undirbúningurinn fyrir næsta vetur. „ÆÐISLEGA GÓÐ LAUN“ umboðið, samning sem felur í sér að ég leiki einungis í skóm frá Nike. Samningurinn er að mestu fólginn í vöruúttekt. Ég fæ einnig peninga frá umboðinu og er eini leikmaðurinn hjá Lakers sem ekki er í byrjunarlið- inu sem fæ peninga auk vöruúttekt- - arinnar." - Þú hefur svo auðvitað möguleika á að drýgja tekjurnar með því að koma fram í alls kyns auglýsingum? „Já, ég hef það og möguleikarnir á að slá um sig á þeim markaði eru hvergi meiri heldur en hjá leikmönn- um Lakers.“ „HEFUR VERIÐ TEKIÐ ÖÐRU- VlSI“ hefur ekki verið alltof ánægður með gang mála hjá mér og hann hefur verið að segja við mig að mér væri nær að koma mér í fasta vinnu þar sem ég hefði reglulegar tekjur. Ég held að hann hafi róast eitthvað núna eftir það sem á undan er geng- ið. En varðandi móttökurnar núna þá eru þær virkilega notalegar. Hvar sem ég kem óskar fólk mér góðs gengis og til hamingju með áfang- ann. íslendingar líta mig öðrum augum eftir að ég fór að leika með Lakers. Það er alltaf gaman að koma heim eftir dvöl erlendis í nokkurn tíma en sjaldan hefur verið skemmti- legra að koma heim en í þetta skipti. Ég vona bara að það verði enn skemmtilegra næst.“ Pétur Guðmundsson er hógvær maður íram úr hófi og var um sig þegar launin ber á góma. „Auðvitað neita ég því ekki að launin eru æðis- lega góð en það er líka dýrt að lifa í Los Angeles," segir Pétur og dular- fullt bros færist yfir hið stóra andlit hans. „Lágmarkslaunin hjá leik- mönnum i NBA-deildinni eru um 3 milljónir króna. Ég ermeð mjög góð laun miðað við að þetta er fyrsta árið mitt hjá Lakers. Þá er ég með sérstakan skósamning við Nike- - Nú ert þú óneitanlega þekktari sem íþróttamaður í dag en síðast þegar þú komst til íslands. Hvernig var að koma á „klakann" á ný og voru viðtökurnar öðruvísi nú en áð- ur? „Móttökurnar hjá fólki hafa verið allt öðruvísi. Áður en ég komst að hjá Lakers var fólk alltaf að spyrja mig hvað ég væri alltaf að flækjast í Bandaríkjunum og hvort ekki væri nær fyrir mig að koma heim og fara að gera eitthvað af viti. F aðir minn „ÖMURLEGT AÐ FARAI STRÆTÓ" Pétur er yfir meðallagi hávaxinn og hæsti núlifandi Islendingurinn. Hann er tveir metrar og átján sentí- metrar á hæð. Slíkt hlýtur að hafa ýmis óþægindi í för með sér eða eru kostirnir ef til vill fleiri en gallarnir? „Þetta var mun erfiðara þegar ég var yngri og bjó eingöngu hér á landi. Þá fékk ég lítið af nægilega 34 VI KAN 29. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.