Vikan

Eksemplar

Vikan - 17.07.1986, Side 39

Vikan - 17.07.1986, Side 39
ur. „Það eru hér margar lautir sem við leikum okkur í og hér eru litlar tjarnir og lækir. Svo var einu sinni beljuskítur þarna,“ segir hann og bendir út á túnið. „En eru engir fugl- ar hérna?“ „Jú, eiginlega alltaf, og það koma líka hrafnar sem taka egg- in úr hreiðrunum. Það búa líka mýs hérna undir húsinu.“ „Nú, hvað gera þær?“ „Þær bara lifa eins og við.“ „Nú átt þú afmæli bráðum, hvernig ætlar þú að halda upp á það?“ „Ég veit það ekki, ég ætla bara að halda upp á það þegar þar að kemur, ég er ekkert að hugsa um það núna.“ Nú er viðmælandi okkar greinilega orðinn þreyttur á öllum þessum spurningum, hann er siginn niður í sætinu og farinn að muldra í peysuna sína. „Benni, ekki tala svona ofan í peysuna þína.“ „Jæja, hvað á ég að segja?“ „Hvað ætlar þú að gera þeg- ar þú verður stærri?“ „Ertu að meina hvar ég ætla að vinna? Ég ætla ann- aðhvort að verða lögga eða búa til dýnur. „Heldur þú að það sé gaman að vera lögga?“ „Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að prófa það. En löggan stoppar bílana, sem keyra of hratt, og svo tekur hún bófana.“ „Er mikið af bófum á íslandi?“ „Nei, bara svolítið mikið.“ Benni á heima í Hafnarfirði og við spyrjum hann næst hvort hann eigi marga vini þar: „Já, fimm. Þeir heita Arngrímur, Nökkvi, Maggi, Palli og ég man ekki hvað hinn heitir.“ „Hvað er skemmtilegast að gera með þeim?“ „Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að gera allt í öllum heiminum. Það er gaman að hjóla, einu sinni datt ég á hausinn af hjólinu. Það kom gat og steinn inn í hausinn. Ég þurfti að fara á slysavarðstofuna og læknirinn saumaði helminginn af hausnum á mér. Jæja, ég má ekki vera að því að tala við þig meira, ég ætla að fara út á bát með pabba mínum. Við ætlum að setja út net og ég á hringina sem halda þeim uppi. Ég fann þá í fjörunni í Krísu- vík.“ „Hvað ætlið þið að veiða?“ „Bara eitthvað, við vitum ekki hvað kemur í netin, það er eiginlega alltaf silungur." Aður en við sleppum Benna spyrjum við hann hvort það sé gott að vera í sveitinni. „Já, ekki alltaf, en ég er búinn að gleyma hvenær það er ekki gott. Jú, þegar við Olla systir mín erum að rífast.“ Og þar með var Benedikt rokinn í burtu. VEISTU SVARIÐ? 1. Hvað heitir fyrsta mjólkin sem kemur úr kúnni eftir að hún hefur eignast kálf? 2. Hvar dvelur skógarþrösturinn á veturna? 3. Hver var Jóhannes Sveinsson Kjarval? 4. Hvað getur fíll orðið gamall? 5. Hvaða íþrótt er bannað að iðka á íslandi? 6. í hvaða sýslu er Gullfoss? 7. Hvað tákna litirnir í íslenska fánanum? 8. Hvað heitir höfuðborg Bandaríkjanna? 9. Hvaða trjátegund er aðallega notuð sem jólatré? 10. Hvað heitir eini jökullinn á Vestfjörðum? 11. Hvað er það sem alltaf er með kamb en kembir sér þó aldrei? 12. Hvaða hundar bíta aldrei? 13. Hvaða munur er á fló og fíl? 14. Hvaða mús getur kötturinn ekki veitt? 15. Á hvaða fiski er styst milli augnanna? 16. Hvaða dýr geta hoppað hærra en hús? SVÖR •QBddoq bjsS sni[ tac[ x£p [[Q '91 •uinuiifsg Bjsuuijý -gx •snmn[jo;jBX 'fi "JBUUIJBpU I5[Bq B QIJ0S T5[5[8 JUJ8§ UUT[[TJ U8 SUTS[TJ T5[Bq B QTJ8S JUJ8§ UTp^Q ’gj •jupunq JignBjj 'gj "UUTUBJJ ‘XX •[[U5[pCB§UBJQ '0X •8JJTU8JQ -g •uoj§uiqsB^\ ’8 •JBQJBC ranJQT T BUBp[8 So BUUB -[qoC Bqi8[UT8jq ‘buub[[bCj BUiB[q Buqpj qb bSts jtsq 'i *n[sÁss8Ujy j -9 •BqT8[BJ8TIJJ -g •bjb 0l nq q*<\ n •TJB[BUIJSTQ ‘g •umCÁ8spuB[j8jg y •jnppojg 'x 29. TBL VIKAN 39 u

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.