Vikan


Vikan - 17.07.1986, Page 50

Vikan - 17.07.1986, Page 50
D R A U M A R ALLS EKKI Kæri draumráðandi! Mig langar til þess að biðja þig um að ráða fyrir mig þennan draum sem hér kemur á eftir. Ömmu mína dreymdi hann. Hér kemur draumurinn: Hana dreymdi að afi væri kominn þarna og segði: Alls ekki. Alls ekki. Og þá segir amma: Hvað alls ekki? En afi held- ur bara áfram að segja alls ekki, alls ekki og amma spyr: Hvað alls ekki? En í því vaknaði hún og veit ekki hverju afi svaraði. Getur verið að afi hafi verið að segja ömmu að hafa ekki svartan stein á leiði hans? Og hvað þýðir þessi draumur fyrir ömmu? Með fyrirfram þökk. YX. Ráðning draumsins er undir því komin hvort hann var skýr og ákveðinn eða ruglingslegur, ógreinilegur og sundurlaus. Ef hann var ruglingslegur og sundur- laus er Ijóst að draumurinn er eingöngu kominn til vegna þess að amma þín hefur áhyggjur, duldar eða opnar, af því að afa þínum kynni að mislíka dökki steinninn. Ef draumurinn var hins vegar skýr og afdráttarlaus eru all- ar Hkur á að þín túlkun sé rétt og draumurinn sé skilaboð um að hafa ekki svarta steininn. Þú skalt bara spyrja ömmu þína hvernig draumurinn var hjá henni. GRÁTUR VIÐSPEGIL Kæri draumráðandi. Vinsamlega ráðið fyrir mig eftir- farandi draum: Mér finnst ég vera við spegilinn inni í baðherbergi hjá mér og sé þá vinkonu mfna koma inn og henni er mikið niðri fyrir. Finnst mér hún þurfa að segja mér eitt- hvað merkilegt. Allt í einu fer hún að hágráta og segir að þetta sé þriðji maðurinn sem hún missi og mér finnst hún tala um eiginmann sinn, en hún er ekki gift. Með fyrirfram þökk. HJ. Þessi draumur er dæmigerður um svik og slðan jákvætt uppgjör, sennilega á milli ykkar vinkvenn- V anna. Það er rétt að taka fram að megininntak draumsins er mikil gleði og hamingja ykkar beggja, dánu eiginmennirnir eru síst til að draga úr þvi, verst að þeir skuli ekki vera raunverulegir þvi þá væri þetta draumur sem merkti langlifi þeirra. En varðandi ykkur tvær er þetta heilladraumur, aðal- lega fyrir vináttu ykkar en einnig fyrir þig persónulega. Sennilega á vinkona þín eftir að reynast þér vel eftir að alvarleg misklíð hefur komið upp ykkar á milli. FORELDRAR AÐ BORÐA OGNOKKRIR KARLMEIMN Ég hef skrifað þér áður en ekki fengið svar. Mig vantar svo ráðn- ingu á þessum draumi sem ég get ekki gleymt. Mér fannst ég vera að dansa úti og allir voru að horfa á mig. Svo var ég komin heim til foreldra minna og var komin inn í gamla herbergið mitt. Þá sá ég að margt fólk var komið og var í stigagang- inum og beið þess að komast inn í íbúðina. Síðan opnuðust dyrnar og allt fólkið var komið inn. Allt i einu var herbergið mitt orðið að diskóteki, svaka Ijós og tónlist og allt fólkið var að dansa. Ég var allt í einu að dansa við myndarlegan, skolhærðan mann og fannst mér við vera gift því ég sá að við vorum með hringa. Ég var að dansa við þennan mann en allt í einu tók ég eftir að hann var ekki með hring. Ég fattaði þetta strax og fór fram. Ég sá að það átti að blekkja mig en ég fattaði það. Þegar ég kom fram sá ég manninn minn. Á glugganum var alltaf dökkhærður maður sem vildi mig en ég vildi hann ekki. Við vorum allt í einu komin í gamalt og virðulegt her- bergi, mjög fallegt, með gömlum húsgögnum og fallegri Ijósa- krónu. Mér fannst gömul hjón eiga þetta herbergi. Jæja, við vor- um komin þarna inn og ætluðum að fara að hátta okkur í gamalt rúm (við vorumsvo happí) þegardyrn- ar opnuðust og gömlu hjónin komu inn. Þá fórum við úr rúminu og I gamlan, fallegan hæginda- stól, ég settist í fangið á honum. Síðan var þarna borð hlaðið kræs- ingum og voru foreldrar mínir að borða. Þá var þarna allt í einu dökkhærði maðurinn og var hann að borða og horfði löngunaraug- um á mig en ég sat i fanginu á manninum mínum og sá hann ekki. Síðan opnuðust dyr og strák- ar, sem ég hef verið með, komu inn og fóru að bjóða sig en ég vildi þá ekki og dyrnar lokuðust. Síðan sá ég hvað ég var hamingju- söm þarna í fanginu á manninum mínum og okkur leið svo vel og vorum svo happí. Þá er draumur- inn búinn. Mér liggur mjög á að fá ráðn- ingu á þessum draumi, hann er svo mikilvægur fyrir mig. Ekki gleyma honum. Svo þakka ég fyrir mig. Anna Björk. Þessi draumur er fyrir svipting- um i félagslífi, sem hafa svo aftur áhrif á tilfinningar og ástamál. Ekki blæs byrlega í ástum ykkar hjóna (ef maðurinn er þinn raun- verulegi) á næstunni og er þar um að kenna að þú virðist hafa öðrum hnöppum að hneppa en að sinna honum. Sennilega ertu veik fyrir skjalli og hrósyrðum annarra (og það er bara hollt) og hann er ekki beinlínis i fyrsta sæti hjá þér á meðan. Vera má að svipuðu máli gegni um hann. Ef eiginmaðurinn i draumnum er ekki ekta máttu yfirfæra þetta á stóru ástina i augnablikinu. Hins vegar verður félagslíf i kringum þig með blóma en getur orðið eitthvað um óreglu þar eða annað miður æskilegt. Ef þú gerir þetta tímabil upp við þig síðar meir muntu sennilega kom- ast að raun um að það hafi verið tætingslegt og ekki skilað þér miklu í andlegum þroska en þeim mun meira i lífsreynslu. RENNSLI ÚR EYRA Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi snemma um kvöld fyrir nokkru. Mér fannst ég vera heima hjá mér að passa frændsystkin mín, en þau voru fimm. Fyrst fannst mér ég vera ein með þeim en svo voru móðir mín og móðir þriggja barn- anna hjá okkur (en þær voru að fara út). Yngsta barnið (sem ersex mánaða) var mjög óvært og grét en svo fannst mér það setja fingur inn í eyrað á sér og um leið og það tók fingurinn úr eyranu aftur vall úr því mikið slím og eyrna- mergur. Þetta var alveg hræðilegt og mér leið sjálfri mjög illa. Ég man ekki hvernig eða hvort við gátum stöðvað rennslið en mér fannst allavega að hann svæfi og þær væru farnar út. Ég var ein með börnunum er mér fannst ég sjá lít- inn dreng á aldur við annan frænda minn sem er tæplega þriggja ára. Litli drengurinn, sem ég sá, var ekki til en samt var hann hjá okkur. Það var einhvern veg- inn þannig að ég ein virtist sjá hann. En allt i einu gekk hann að mér þar sem ég sat og sagði að hann mundi koma aftur og fá kakó og kökur. Ég var hrædd en lét samt ekki á því bera því að mér fannst eins og hann fyndi fyrir hræðslu minni þar sem hann var ekki til. Ég man ekki hvort ég tók hann í fangið eða ekki, en ég man að ég talaði eitthvað meira við hann, en hvað ég sagði man ég ekki. Ég er ekki viss, en mér fannst samt einhvern veginn að krakk- arnir hefðu verið aö borða kökur og drekka kakó. Á meðan á þess- um draum stóð leið mér mjög illa. Ég reyndi að veina og barðist við svefninn. Ég var í rauninni þreytt þegar ég náði að vakna. Kæri draumráðandi, ég vona að þú getir ráðið eitthvað út úr draumi mínum. Með þökk fyrir ráðninguna. Sædís Þú munt verða fyrir illu umtali, sem fer mjög illa með þig, en mæta þvi með miklu hugrekki og i leiðinni komast að þvi hverjir eru raunverulegir vinir þinir. Það munu verða þónokkuð margirsem reynast þér vel og gleðja þig, fleiri en hinir sem eru þér leiðinlegir, hryggja þig. Niðurstaðan mun verða nokkurs konar uppgjör og þú munt verða nokkuð ánægð með niðurstöðuna úr því. 50 VIKAN 29. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.