Vikan

Eksemplar

Vikan - 17.07.1986, Side 51

Vikan - 17.07.1986, Side 51
P 0 S T U R SVÆÐANUDD Ágæti Póstur. Ég hef aldrei skrifað þér áður en mig vant- ar upplýsingar. Mig langar til að læra svæðanudd (punktanudd) en veitekki hvert ég á að snúa mér. Getur þú hjálpað mér og gefið mér einhverjar upplýsingar. i von um birtingu. Ein sem bíður eftir svari. 77/ þess að fá upplýsingar um nám í svæðanuddi verður þú að leita til Svæða- meðferðarfélagsins sem hefur aðsetur að Austurströnd 3. Seltjarnarnesi. Félagið hefur ekki ennþá tekið ákvörðun um það hvort haldin verða námskeið næsta vetur en ef það verður gert verður það rækilega auglýst í dagblöðunum I haust. Námið tekur tvo mánuði. Æskilegt er að hafa einhverja undir- stöðumenntun í líffærafræði eða að hafa kynrit sér líffærafræði að einhverju leyti. Líf- færafræðin er kennd þrisvar í viku á kvöldin en allt sem lýtur að hinum verklega þætti þessa náms er kennt um helgar. í fyrra kost- aði eitt námskeið 16.000 krónur en búast má við einhverri hækkun ef námskeiðin verða haldin næsta vetur. Pósturinn vonar að þessar upplýsingar komi þér að einhverju gagni og ef þú hefur ennþá áhuga á að læra svæðanudd skaltu hafa samband við Svæðameðferðarfélagið og láta vita af þér. AÐDAENDA- KLÚBBAR Póstinum hafa borist heimilisföng nokk- urra aðdáendaklúbba frá lesanda. Við kunnum honum bestu þakkir fyrir. Sylvester Stallone c/o Creative Artists Agency Inc. 1888, Century Park East Suite 1400 Los Angeles, Californ/a USA 900067 SADE c/o CBS Records Bleichstrasse 64-66a 6000 Frankfurt/Main 1 The Cure c/o Fiction Records 28. Ivor Place GB-London, NW 1 Michael J. Fox c/o Paramount 5451 Marathon Street Hollywood, California USA 90028 Elton John c/o Rocket Records 125. Kensington High Street GB-London W8 5 SN England Pet Shop Boys c/o EMI Electrola Maarweg 149 5000 Köln ' Bronski Beat c/o Metronome Uberseering 21 2000 Hamburg 60 Sting c/o Deutsche Grammophon Glockenige Berwalle 3 2000 Hamburg 1 ENGAR BLÆÐINGAR Kæri Póstur. Þannig er mál með vexti að ég byrjaði að taka pilluna í fyrsta skipti fyrir tveimur mán- uðum. Síðan þá hef ég ekki fengið blæðingar í þau tvö skipti sem þær hafa átt að vera (7 daga fríin). Ég hef alltaf tekið pilluna inn, aldrei gleymt henni, þannig að ég get ekki verið ólétt. Hvað á ég að gera og hvernig stendur eiginlega á þessu? Dísa. Þegar kona tekur inn pilluna verða blæð- ingar miklu minni en venjulega og stundum falla þær alveg niður. Þó það gerist einu sinni er engin ástæða til að óttast en ef um tvö eða fleiri skipti er að ræða skaltu endilega fara og tala við lækni. Þú segist aldrei hafa gleymt að taka inn pillu en þú skalt samt til vonar og vara fara með þvagprufu og fá úr þvi skorið hvort þú sért barnshafandi eða ekki. Það að blæðingar falli niður hjá þér getur einnig bent til þess að sú tegund sem þú tekur inn áf pillunni hæfi þér ekki og þá þarftu að skipta um tegund. Það er Hka til í dæminu að þú þolir ekki að taka pilluna og þá verður þú að fá þér aðra getnaðarvörn. LJOS- MÆÐRANÁM Kæri Póstur. Við erum hér tvær vinkonur utan af landi og vantar upplýsingar um Ijósmæðranám. Hér koma spurningarnar: 1. Er einungis hægt að stunda þetta nám í Reykjavík? 2. Hvaða menntun þarf maður að hafa til að komast í Ijósmæðranám? 3. Hver er lágmarksaldurinn? 4. Hvað er þetta langt nám? 5. Starfa Ijósmæður einungis við fæðingar- hjálp að námi loknu? Jæja Póstur, þú verður að svara þessu bréfi fyrir okkur því við höfum mikinn áhuga á þessu námi og hér er hvergi hægt að fá upplýsingar. Með von um birtingu. Tvær utan af landi. Ljósmæðranám er einungis hægt að stunda í Ljósmæðraskóla íslands sem hefur aðsetur í Reykjavík. Síðustu tvö árin hafa eingöngu hjúkrunarfræðingar verið teknir inn í skólann sem þýðir að þið þurfið að hafa stúdentspróf til þess að komast í hjúkr- unarfræði við Háskóla íslands þar sem Hjúkrunarskóli íslands hefur nú verið lagður niður. Þar sem hjúkrunarfræðimenntunar er krafist skiptir aldur engu máli. Námið tekur tvö ár. Að námi loknu starfa Ijósmæður við ýmis störfsem tengjast barnshafandi konum og fæðingum, tii dæmis má nefna fæðingar- hjálp og hjúkrun, mæðraskoðun, hjúkrun barnshafandi kvenna, hjúkrun og umönnun sængurkvenna og ungbarna. Pósturinn vonar að þið séuð einhvers vís- ari um þetta nám og þá er bara að sækja um en umsóknareyðublöð fást hjá Ljós- mæðraskóla íslands. 29. TBL VIKAN 51

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.