Vikan

Eksemplar

Vikan - 17.07.1986, Side 54

Vikan - 17.07.1986, Side 54
S 0 • N MADONNA Hún er 26 ára gömul og heitir fullu nafiii Madonna Louise Veronica Ciccone. Hún er vinsælasta söngkonan síðan Cyndi Lauper og Tina Tumer komu fram á sviðið. En hún er metnaðargjörn og vill ekki bara verða þekkt sem söngkona heldur vill hún einnig verða leik- kona. Frægðin er henni meira virði en pening- amir sem fylgja í kjölfarið. í kvikmyndinni Desperately Seeking Susan leikur Madonna lausláta rokkstjömu og hún er bjartsýn á vin- sældir myndarinnar. Lagið hennar, Like a Virgin, hefur verið bannað í mörgum löndum en Madonna tekur því rólega og segir að það sé bara góð auglýsing. Erfiðast við frægðina segir Madonna að sé að hún fái mikið af bréfum frá fólki sem annaðhvort biðji um að fá send undirfötin hennar eða bölvi henni og segi henni að fara til helvítis. Með nafni sínu og framkomu er hún að reyna að brjóta niður goðsögnina um að konur séu annaðhvort englar eða mellur. DIANA ROSS Hún segist hafa verið svo lánsöm að lög hennar hafi höfðað jafnt til unglinga og for- eldra þeirra. Hún tekur stjömuhlutverkið alvarlega vegna þess að henni finnst það ábyrgðarhluti að þurfa að vera öðrum til fyrir- myndar. Hún beið eftir fleiri kvikmyndahlut- verkum eftir að hafa verið útnefnd til G B óskarsverðlauna fyrir myndina The Lady Sings the Blues. Ekkert gerðist svo að hún stofnaði eigið kvikmyndafyrirtæki og er að vinna að mynd sem kallast The Josephine Baker Story. Hún er nú orðin fertug og segir að það eina sem ekki hafi breyst í lífi sínu sé vinnugleðin. Hún er einstæð móðir með þijár dætur en góð- ur vinur hennar er Michael Jackson. MICK JAGGER Hann er nú kominn yfir fertugt og ætlar að helga krafta sína tónlistinni, kvikmyndum og dætrum sínum. Hann hefur nýlega sent frá sér nýja hljómplötu sem ber heitið She’s the Boss. Hann segir til skýringar að konur ráði oftast ferðinni. Hann segist hafa þroskast og hafa meira vald yfir lífi sínu. Hvers konar faðir er hann? „Börn verða að hafa aðhald, sérstaklega rik börn, til að byggja upp skapgerðina. Ég vil ekki að dætur mínar lifi af arfinum, geri ekk- ert og veslist upp af leiðindum. Lífið er alltof skemmtilegt til þess,“ svarar Jagger. FRANK SINATRA Það er erfiðara að komast inn í upptökusal- inn þegar hann er að syngja inn á plötu en að komast inn í Pentagon. Einkennisklæddir verð- ir eru alls staðar til að koma í veg fyrir að R 0 T óviðkomandi komi nærri. Milljónir dollara eru í veði ef ekki tekst vel til. Allt er gert til að láta allt ganga rólega fyrir sig. Sinatra er allt- af mjög afslappaður þegar hann er í upptöku og syngur á fastandi maga. Hann gerir að gamni sínu. Hann endurtekur lögin þangað til hann er ánægður með útkomuna. Eftir þriggja tíma törn fer hann út að borða. Það tekur nokkur kvöld að ljúka plötunni. NEIL DIAMOND Hann hætti snemma í skóla og byrjaði að skrifa söngtexta þegar hann var 16 ára gamall. Hann ákvað þá að gera það að atvinnu sinni að skrifa texta fyrir aðra. En það gekk ekki. Sjálfur ætlaði hann aldrei að syngja. Hann hætti við að breyta nafni sínu vegna ömmu sinnar en hann var hræddur um að hún gæti ekki fylgst með sér ef að hann gerði það. Hann hætti að syngja í fjögur ár árið 1972. Þá var hann búinn að vera á stanslausum hljómleika- ferðum í sex til sjö ár. „Mér þykir mjög vænt um það þegar lögin mín ná til fólks því að þau eru nokkurs konar framlenging af sjálfum mér,“ segir hann. „Einmanakenndin er rauði þráðurinn í lögunum mínum. Og frægt fólk er alltaf einmana af því að það er ekki meðtekið af fjöldanum heldur sett sér á pall.“ HARRY BELAFONTE Það tók hann 32 ár til að verða uppgötvað- ur. í fyrstu var hann dægurlagasöngvari en sneri sér svo að þjóðlögum. Hann naut engrar tónlistarmenntunar og kann ekki að lesa nót- ur. „Ef þið sæjuð fjölskyldu rnína saman komna mynduð þið sjá Sameinuðu þjóðirnar saman komnar. Móðuramma mín var ljóshærð og blá- eygð frá Englandi og svo á ég kolsvarta forfeður líka. í Vestur-Indíum er algengt að fólk af ólík- um litarhætti giftist. Ég byrjaði að berjast fyrir tilveru minni þegar ég var 10 ára gamall og dreymdi aldrei um heimsfrægð. En meðal vina minna voru Matthau, Marlon Brando, Eleanor Roosevelt, Martin Luther King, Malcolm X og Jack Kennedy." 54 VIKAN 29. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.