Vikan


Vikan - 28.08.1986, Page 7

Vikan - 28.08.1986, Page 7
HM í Veróna Klippt og blásið i kapp Heimsmeistarakeppnin í hárgreiðslu og hár- skimði verður haldin í Veróna á Italíu dagana 14.-16. september nú í haust. íslendingar munu nú taka þátt í þessari keppni og er það í fyrsta skipti sem íslenskt hárgreiðslufólk tekur þátt í svo stóru móti sem heimsmeistarakeppnin er. Lands- liðið í hárgreiðslu hefúr verið undir handleiðslu eins besta þjálfara Hollands, John Sehults. Þó John sé ungur að árum hefúr hann geysilega mikla keppnisreynslu og hefúi- unnið yfir 280 bikara í keppni út um allan heim. Það hefúr því verið mikill ávinningur fyrir íslenska landsliðið að fá notið leiðsagnar hans. Undh-búningurinn fyrir keppnina hjá íslenska landsliðinu hefúr staðið yfir af fullum krafti nú í sumar. í júnímánuði fór landsliðið á viku nám- skeið í Hollandi þar sem John lagð: línumar fyrir þjálfún þess. Þá kom John hingað til lands í ágúst og lagði endanlega fram drögin að þjálfunarpró- grammi landsliðsins fyrir keppnina. Að þessu sinni munu 42 þjóðir taka þátt í keppn- inni sem þýðir að keppendumir verða yfir þrjú hundruð. Keppendur frá Islandi verða sjö, þrír í hárgreiðslu og þrír í hárskurði, auk þess sem einn keppandi mun taka þátt í klippingu á hártoppum. Sex módel verða með í förinni ásamt tveimur dómurum. Landslið íslands í hárgreiðslu er skipað þeim Dórótheu Magnúsdóttur, Guðfinnu Jóhannsdótt- ur og Helgu Bjamadóttur. En þau Eiríkur Þor- steinsson, Gísli V. Þórisson og Hugrún Stefáns- dóttir skipa landsliðið í hárskurði. Dómai-ar fyrir íslands hönd verða Amfríður Isaksdóttir og Torfi Geirmundsson. John Schults, þjálfari landsliðs- ins, og Torfi Geirmundsson ásamt einu módelanna. Torfi Geirmundsson verður annar lands hönd. dómaranna fyrir Is- Módelin ásamt landsliðinu i hárgreiðslu og John Schults þjálfara þess. Landsliðið skipa, talið frá vinstri, Dóróthea Magnúsdóttir, Helga Bjarnadóttir og Guðfinna Jóhannsdóttir.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.