Vikan

Eksemplar

Vikan - 28.08.1986, Side 9

Vikan - 28.08.1986, Side 9
J Heimilið '86 Sýning allrar fiölskyldunnar í dag verður opnuð í Laugardalshöll sýningin Heimilið ’86 og stendur hún til 7. september. Er þetta í sextánda sinn sem sýningin er haldin. Kaupstefhan hf. hefúr frá upphafi séð um fram- kvæmd hennar. Þorsteinn Fr. Sigurðsson rekstrar- hagfræðingur er framkvæmdastjóri Kaupstefn- unnar. Þorsteinn, hver er tilgangurinn með Heimilis- sýningunum? „Tilgangurinn er að skapa fyrirtækjum vett- vang fyiir vörur sem þau vilja koma á framfæri við neytendur." Er vænlegt að velja þessa leið til þess að ná fyrrgreindu markmiði? „Já, það hefur sýnt sig að bein tengsl við neyt- endur reynast best til þess að koma ákveðinni vöru til þeirra og vörusýningar eru ein áhrifa- mesta leiðin." Hvað taka margir aðilar þátt i sýningunni. „Þeir munu vera um hundrað." Er Heimilið sýning sérgreina? „Nei, við leitumst við að sýna þverskurð þess reksturs sem fram fer hér á landi. Sýnendur eru jafnt fyrirtæki, stofhanir og einstaklingar." Spanna vörur jafhbreitt svið? „Já, þama verða flestir vöruflokkar á íslenska markaðnum kynntir." Er Heimilið sölusýning? „Nei, Heimilið er ekki sölusýning en á henni er markaðsbragur. Við hvetjum sýnendur til þess að bjóða vörur á sérstöku kynningarverði meðan á henni stendur.“ Verða einliverju gerð ítarleg skil á sýningunni? „Já, á neðri hæð Hallarinnar verður sérsýning sem kallast Hugvit ’86 og iðnaðarráðuneytið hefur skipulagt.“ Hvað verður þar til sýnis? „Þar verða kynntar vörur um tuttugu íslenskra hugvits- og uppfinningamanna. Sýnd verður þróun vöru frá því að hugmyndin að henni fæðist og þar til hún er markaðssett." Hvemig verður það gert? „Hugvitsmenn munu sýna þessa þróun í formi teikninga og líkana og svo munu þeir kynna vör- una eins og hún er i dag. I tengslum við þessa sýningu verða haldnar ráðstefriur og námskeið." Hvert verður inntak þeirra? „Það er margvíslegt, nefha má námskeið í fjár- mögnun, vemdun einkaréttai’, stofhun fyrirtækja og fleira." Nú hefur Heimilið löngum verið sýning allrar fjölskyldunnar, verður svo að þessu sinni? „Já, fólk er hvatt til þess að mæta með alla fjöl- skylduna. Sérstök bamagæsla verður starfrækt fyrir yngstu bömin og fjölmörg skemmtiatriði ættu að kæta eldri fjölskyldumeðli." Hver verða þau helst? Fyrst má nefna flokk Qöllistarmanna, Comm- ondores Cabaret frá Bretlandi, sem mun halda reglulegar sýningar daglega. I hópnum er meðal annars sjónhverfingamaður sem þykir ótrúlega leikinn og risatrúður sem er um þrír metrar á hæð. Þá verður í baksal starfrækt lítið tívolí sem gengur undir nafninu Skemmtiland." Verða einhveijir athyglisverðir munir til sýnis? „Já, meðal annars verður þama tónlistarbrunn- ur, mikil undrasmíð, sérstaklega fluttur hingað frá Þýskalandi. Þessi furðugripur ætti ekki síður að gleðja eym en augu sýningargesta. Þá má nefha pönnu sem er einhver sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Sjávarréttafyrirtækið Marska frá Skagaströnd ætlar að baka heimsins stærstu sjáv- arréttaböku og til þess ama var pannan smíðuð. Hingað koma svo erlendir sérfræðingar til þess að skera úr um hvort Skagstrendingum tekst að setja heimsmet." Em Skagstrendingar að ana út í eitthvað sem þeir ráða ekki við? „Nei, það tel ég ekki. Ég minni á að 1977 var smíðaður stærsti stóll heims í tilefhi Heimilsins og ég er viss um að Heimilið mun einnig eignast stærstu sjávarréttabökuna!" Manstu eftir einhveiju fleiru, sýningargestum til gagns og gamans? „Já, þess má geta að Skáksamband Islands verð- ur með skákbás á sýningunni. Þangað mun eirrn liðsmaður úr ólympíuliði Islands mæta daglega og tefla við gesti.“ Svo við snúum okkur að öðm, Þorsteinn, hvað koma margir til með að starfa við sýninguna? „I allt munu tengjast henni um tvö þúsund manns en á vegum Kaupstefhunnar koma þó ein- ungis til með að starfa um íjömtíu manns.“ Hversu marga gesti þarf svo sýningin standi undir kostnaði „Við gerum ráð fyrir að það þurfi um það bil þrjátíu þúsund manns." í sumar hefur verið ótrúlega mikið um sýningar og hátíðarhöld af ýmsu tagi. Heldur þú að það dragi úr aðsókn? „Nei, alls ekki, ég held einmitt að svona mikill gróándi verki sem hvati á fólk og býst ekki við minni aðsókn af þeim sökum. Ég tel að Heimilið hafi skipað sér það fastan sess í hugum lands- rnanna." Viltu spá einhverju um aðsókn? „Ja, ætli það komi ekki svona milli fjömtíu og fjömtíu og fimm þúsund manns.“ Mafn Vikunnar: ^orsíeinn Fr, Sigurðsson 35. TBL VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.