Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 28.08.1986, Qupperneq 12

Vikan - 28.08.1986, Qupperneq 12
Texti: Þórey Einarsdóttir Húlahopp, frisbídiskur, töfrateningur, kálgarðs- brúður, Trivial Pursuit og fótanuddtæki. Allir þessir hlutir eiga það sameignlegt að hafa gengið yfir heims- byggðina eins og æði. AUir þurftu að eignast þá til þess að geta talist menn með mönnum. Árið 1975 fékk Bandaríkjamaðurinn Gary Dahl, þrítugur, atvinnulaus aug- lýsingahöfundur, þá flugu í kollinn að reyna að selja löndum sínum fjörugrjót í bandi. Hann kallaði grjótið Pet Rock eða gælugrjót og hannaði undir það sér- stakar umbúðir sem á stóð: í þessum kassa er ósvikið gælugrjót með ættar- tölu. Vinir Garys sögðu honum vitanlega að þetta væri sú alvitlausasta hugmynd sem nokkur maður hefði nokkru sinni fengið. En hann vildi láta reyna á þessa makalausu hugdettu og áður en árið var liðið hafði gælugrjótið selst fyrir yfir fimm milljónir dollara eða sem svarar ríflega 200 milljónum íslenskra króna. Allir vildu eiga gælugrjót í bandi og Gary Dahl varð ríkur maður. Hvar hefði þetta getað átt sér stað annars staðar en í Bandaríkjunum? Þar gengur svona della yfir þjóðina alltaf öðru hvoru. Stundum berst æðið til ann- arra landa og sitt af hverju hefur borist tilíslands. I rauninni er hér enn á ferðinni amer- íski draumurinn og neyslu- og sam- keppnisþjóðfélagið eins og það birtist í sinni ýktustu mynd - að finna upp eitt- hvað nýtt, framleiða og selja og verða ríkur í einni svipan - að verða að eign- ast hlutina eins og hinir til að standa sig í samkeppninni. Gælugrjótið er án efa sá kynlegasti söluvarningur sem nokkur maður hefur orðið ríkur af. Upphaflega skrifaði Gary skopstælingu á leiðbein- ingabók um meðferð gæludýra og steinn- inn fylgdi með í kaupbæti. Það má segja að þetta hafi byrjað sem grín en raun- veruleikinn varð svæsnari en nokkurt grín þegar dollararnir tóku að streyma inn. Delludót, fads eins og það er kallað í Bandaríkjunum, er hlutir eða fyrirbæri sem neytendur verða bókstaflega trylltir í. Ef nágranninn eða barnið í næsta húsi hefur eignast eitthvað verður þú eða þitt barn að eignast það líka, hvað sem það kostar. Og delludótið er venjulega aldrei svo dýrt að það sé pyngju hins óbreytta launamanns ofviða. Fyrir örfáum árum komu á markað í Bandaríkjunum brúður sem kallaðar voru kálgarðsbörnin. Þær voru ólíkar öðrum brúðum sem á markaði voru og engar tvær voru alveg eins. Brúðurnar voru ýmist í líki drengja eða stúlkna, með stutt hár eða sítt, hrokkið eða slétt og svo framvegis. Þeim var hverri fyrir sig pakkað í „kálhaus“ og kaupandinn fékk ekki að vita hvernig brúðan leit út þegar hann keypti hana. Því til viðbótar fylgdi hverri brúðu ættleiðingarskjal 12 VIKAN 35. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.