Vikan - 28.08.1986, Side 16
ÆKNISVITJUN
Um sex mánaöa skeið hafa sex læknar svarað spurningum les-
enda Vikunnar um læknisfræðileg efni. Vitjuninni var ýtt úr vör
í marsbyrjun á þessu ári og samkvæmt upphaflegri áætlun átti
hún að vara í sex mánuði. Skeiðið er á enda runnið. Lesendur
okkar brugðust vel við þessu efni. Svör læknanna hafa verið vel
metin enda til þeirra vandað. Við þökkum læknunum Gesti Þor-
geirssyni, Helga Kristbjarnarsyni, Jóhanni Ágústi Sigurðssyni,
Leifi Bárðarsyni, Óttari Guðmundssyni og Sigurði Guðmunds-
syni kærlega fyrir samstarfiö í þessari lotu. Timinn verður að
leiða i Ijós hvort eða hvenær næsta lota hefst.
Hafið þökk fyrir gott samstarf.
Ritstjóri.
BRJOSTA-
MJÓLKOG
IMIKÓTÍIM
SPURNING:
Ég er nýorðin móðir og hef barn
á brjósti. Ég bæði reyki sígarettur
og fæ mér öðru hvoru í glas. Hef-
ur þetta einhver áhrif á barnið, fer
áfengi og tóbak í barnið með
móðurmjólkinni?
SVAR:
Mæður, sem reykja mikið, virð-
ast fá minnkað bióðfiæði gegnum
brjóstkirtilinn og magn mjólkur-
innar getur þess vegna minnkað.
Nikótin fer inn i brjóstamjólkina
en frásogið frá maga og þörmum
barnsins er mjög lélegt. Senniiega
er hættan, sem barninu stafar af
reykingum móðurinnar, mun meiri
af reyknum i andrúmsloftinu held-
ur en af því nikótíni sem fer i
mjólkina.
Alkóhól dreifist um líkamann
og er I sama magni i móðurmjólk-
inni og blóðvatni móðurinnar. Sá
skammtur, sem barnið fær eftir tvö
til þrjú glös af víni, er næsta lítill
og áhrifin á barnið sennilega eng-
in. Með aukinni alkóhólneyslu
aukast áhrifin á barnið. Alkóhól
virðist hafa slæm áhrif á sjálfa
brjóstagjöfina og í tilraunum hefur
verið sýnt fram á að eftir þvi sem
alkóhólneyslan eykst m/nnkar
eðlilegt tæmiviðbragð brjóstkirt-
ilsins. Mæður með börn á brjósti
ættu þvi að fara mjög varlega
bæði hvað varðar reykingar svo
og hvað varðar áfengisneyslu.
OF LÍTILL
GETNAÐAR-
LIMUR
SPURNING:
Ég vona að þið getið svarað
mér og gefið mér viðeigandi ráð.
Vandamálið er það að mér finnst
að ég hafi of lítinn getnaðarlim.
Þetta háir mér og ég verð feiminn
þegar ég er í sturtu ásamt fleirum.
SVAR:
Lengd getnaðarlims karlmanna
er mjög mismunandi. Kinsey
rannsakaði 2376 karlmenn og
komst að þeirri niðurstöðu að
meðallengd getnaðarlims í stöðu
væri 15 cm, dreifingin á bilinu
9-22 cm. Aldrei hefur verið hægt
að sýna fram á samband milli lík-
amshæðar og lengdar getnaðar-
lims og ekki heldur að lengd
getnaðarlims skipti máli varðandi
hæfni einstaklingsins til samfara.
Það er ekki hægt að lengja getn-
aðarliminn þó ýmsir óvandaðir
kaupahéðnar reyni að selja alls
kyns tæki og tól til þess. Það er
eðlilegt að þú látir einhvern lækni
líta á þig og ræðir við hann um
þetta vandamál svo hægt sé að
útiloka ýmsa sjaldgæfa sjúkdóma
sem valdið geta lítilli stærð getn-
aðarlims. Langlíklegast er þó að
ekki sé um slíka sjúkdóma að ræða
og þá er gott að hafa í huga að
kyngetan er i engu samræmi við
lengd getnaðarlimsins og hæfni
manna til að fullnægja konum er
undir samfaratækninni komin en
ekki lengd limsins.
ÞUNGUN
KONUNNAR
ORSÖK
MAGAÓÞÆG-
INDA
KARLSINS
SPURNING:
Ég er 35 ára gamall maður og
fyrir þrem mánuðum eignuðumst
konan mín og ég okkar fyrsta barn.
Meðan konan mín gekk með barn-
ið þyngdist ég og var oft með alls
kyns magaóþægindi. Þegar ég
ræddi um þetta við kvensjúk-
dómalækni sagði hann þessi
einkenni standa í sambandi við
þungun konunnar. Getur það ver-
ið?
SVAR:
Það hefur lengi verið þekkt að
verðandi feður geti fengið alls
kyns likamleg óþægindi meðan á
þungun konunnarstendur. Maga-
kvöl og tannpína hjá verðandi
feðrum hefur verið lýst i læknarit-
um frá 17. öld.
i seinni heimsstyrjöldinni var
lýst tannpinu og kviðverkjum hjá
hermönnum á vígvöllum þegar
eiginkonan heima var með barni
eða var að fæða barn. Það er talið
að líkamleg óþægindi hjá verð-
andi feðrum láti á sér kræla hjá
tuttugu prósent karlmanna.
Venjulegustu einkennin eru
þyngdaraukning, breyting á mat-
arlyst, tannpína og magaóþæg-
indi auk alls kyns verkja. Það er
ekki talið að einkennin séu á neinn
hátt eftirlíking á einkennum kon-
unnar heldur eigi rætur að rekja
til kvíða og ótta mannsins. Þessi
óþægindi eru venjuleg hjá eldri
mönnum og hjá þeim karlmönn-
um sem voru mjög bundnir og
háðir móður sinni og auk þess
meðal þeirra sem eru mjög kviðnir
og spenntir vegna þungunarinnar
og fæðingarinnar.
Við þessum einkennum þarf
yfirleitt aldrei neina meðferð en
rétt er að læknar viti um tilveru
þeirra svo hægt sé að róa þá sem
fyrir slíku verða.
16 VIKAN 35. TBL