Vikan - 28.08.1986, Page 24
Þegar nafn Spandau Ballct kemur upp í huga fólks
setur það oft samasemmerki milli þess og ný-
rómantíkur. Satt er það, Spandau Ballet var ein
af upphafshljómsveitum nýrómantíkurinnar en
hefur gætt sín á því að festast ekki í einhverjum
ákveðnum stíl, munurinn á tónlistinni er auðheyri-
legur frá fyrstu plötunni til þeirrar síðustu. Við
ætlum í þessari Viku að líta aðeins á sögu Spand-
au Ballet og meðlimi hljómsveitarinnar.
Skipun
sveitarinnar
Þeir sem skipa hljómsveitina eru: Tony Hadley
(söngur), hann er giftur konu að nafni Leonie og
eiga þau einn son; Gary Kemp (gítar og hljóm-
borð), hann er sá sem verður yfirleitt fyrir svörum
Umsjón: Helga Margrét Reykdal
í blaðaviðtölum, hann semur líka flestöll lög þeirra;
Martin Kemp (bassi), hann er sagður í þann veg-
inn að gifta sig stúlku að nafni Shirley, sú var
baksöngkona hjá Wham!, hann er bróðir Garys
og fékk stöðuna í sveitinni aðallega út á kven-
hyllina enda hafði hann sama sem ekkert komið
nálægt bassa áður, það sem hann hafði aðallega
lagt stund á var fótbolti en hann æfði með Arsenal
(hann þótti meira að scgja allefnilegur en varð að
hætta vegna meiðsla í hné); Steve Norman (gítar,
ásláttur og saxófónn), hann er brandarakarlinn í
svcitinni, hann er alltaf tilbúinn með brandara til
aó ná fram brosi hjá okkur, segir Gary; og loks
John Keeble (trommur), hann er clstur þeirra fé-
laga en liefur sig einna minnst í frammi af þeim.
Saga
hljómsveitarinnar
l ipphafSpandau Balletmáeiginlega rekja allt
til ársins 1979. Þá var rekinn staður í London sem
24 VIKAN 35. TBL