Vikan - 28.08.1986, Síða 25
hét Billy’s. Þann stað sóttu aðallega ungmenni,
flest úr lægri stéttum þjóðfélagsins. Þetta þótti
allskrautlegur hópur fólks sem klæddi sig furðu-
lega og hagaði sér að eigin geðþótta. Staðurinn
varð brátt svo vinsæll að takmarka varð aðgang
að honum og þannig myndaðist, eins og svo oft
vill verða, ákveðin „klíka" sem einokaði staðinn.
Þessi hópur fékk viðurnefnið „Blitz Kids“. í þess-
um hópi voru félagar okkar fimm ásamt Steve
Dagger sem er eins konar framkvæmdastjóri
þeirra. Þegar þeir ákváðu að stofna þessa hljóm-
sveit settu þeir markið strax hátt, þeir ætluðu að
græða fullt af peningum og skapa nýja tónlistar-
stefnu. Þetta tókst þeim því nú eru þeir moldríkir
og margir telja að Spandau Ballet og klíkan í
kringum þá hljómsveit hafi komið nýrómantíkinni
af stað. Nafn hljómsveitarinnar má rekja til
tveggja ólíkra hluta, frelsis og ófrelsis, þeir vildu
koma saman þessum tveim hugtökum í nafninu.
Það var maður að nafni Robert Elms sem stakk
upp á nafninu en hann hafði séð það á salernisvegg
einhvers staðar, en þarna var saman komið Spand-
au (fangelsið illræmda) og listdansinn, ballet, í
einunafni.
Þegar búið var að finna nafn á sveitina og ráða
mann til að sjá um íjármálin var bara eftir að
skapa ímyndina og vekja á henni athygli. Til að
skapa ímyndina var ekki langt að leita, þaó varð
klæðaburðurinn, cn þeir í Spandau Ballet hafa
alltaf sagt að hljómsveitin sæki fyrirmyndina í
klæðaburði til aðdáenda sinna. Og á upphafsárun-
um voru það furðufuglarnir í „Blitz Kids“ sem
voru fyrirmyndin. Síðan var þrautin þyngri að
vekja athygli á sveitinni. Það ráð sem þeir gripu til
í þeim málum var vel útpælt. Þeir spiluðu bara í
litlum klúbbum þar sem aðcins valdir fengu að-
gang. Það varð til þess að þeim sem urðu þeirrar
náðar aðnjótandi að fá að heyra í okkar mönnum
fannst meira til þeirra koma en ella og þeir sem
komust ekki inn urðu fúlir og enn staðráðnari en
áður í að komast inn. Þetta varð til þess að yfir
hljómsveitinni hvíldi eitthvert leyndardómsfullt
yfirbragð. Það leið ekki langur tími þar til hljóm-
plötufvrirtækin fóru að veita þessari hljómsveit
athygli. Ráðamenn þeirra sáu á hópnum, sem hafði
myndast um sveitina, að það væri mjög líklega
markaður fyrir plötur frá henni. Það hljómplötu-
fyrirtæki sem þeir sömdu svo við var Chrysalis og
fyrsta smáskífan, sem leit dagsins Ijós, var To Cut
a Long Story Short en hún kom út í október 1980.
í kjölfarið fylgdi breiðskífan Journey to Glorv,
að margra mati stórgóð plata. Af henni gáfu þeir
út nokkrar smáskífur sem náðu nokkuð hátt á
breska listanum þó þær kæmust ekki í besta sætið.
Næsta plata nefndist Diamond. Ekki þótti gim-
steinninn jafnast á við fy rstu plötuna en á henni
voru þó nokkur frambærileg lög sem komust á lista
þó þau næðu ekki efstu sætum. A eftir Diamond
fylgdi sú plata Spandau Ballet sem hefur hlotið
besta dóma til þessa. Hún nefnist T rue og af henni
konist lagið Gold í næstbesta sætið á breska listan-
um, cn það var hið stórkostlega titillag plötunnar
sem Bretar féllu svo fyrir að það komst í efsta
sæti listans. Tony Hadley söngvari lýsti því í við-
tali hvernig honum leið þegar hann frétti þetta:
„Við vorum staddir í Sheffield, John og Gary
komu þjótandi inn í herbergið mitt hrópandi við
erum númer eitt, við erum númer eitt. Eg trúði
þeim ckki fyrst en þetta var fráhært, við fórum
allir á fætur og fengum okkur kampavín í morgun-
mat. Þetta var einn besti dagur sem ég hef lifað.“
Það i ar svo ekki fyrr en um það bil ári seinna að
Bandaríkjamenn uppgötvuðu þessa fallegu ballöðu
og tylltu henni á topp listans hjá sér.
Sú plata, sem fylgdi True eftir, kom út á síð-
asta ári, hún nefnist Parade og af henni gáfu þeir
að sjálfsögðu út nokkur lög sem komust nokkuð
hátt á breska listann. Nokkrum mánuðum seinna
kom út safnplata með lögum af smáskífum hljóm-
sveitarinnar frá upphafi. Þeim sem áhuga hafa á
að kynna sér hljómsveitina og langar að eiga helstu
lög hennar á plötu skal bent á þessa safnplötu sem
kallast Spandau Ballet the Singles Collection. Nú
hafa borist þær fregnir að vinnu þeirra félaga við
næstu breiðskífu sé næstum lokið og höfum við nú
þegar fengið forsmekkinn af henni með Iaginu
Fight for Ourselves, en breiðskífan mun koma til
með að heita Through the Barricades. Unnendur
Spandau Ballet geta farið að hugsa gott til glóðar-
innar því að ef litið er yfir plöturnar í heild var sú
fyrsta mjög góð, sú næsta náði ekki að fylgja henni
eftir, sú þriðja sló hinar tvær út hvað snertir gæði
og sú síðasta, Parade, komst ekki með tærnar þar
sem True var með hælana. Samkvæmt þessari
reglu ætti sú sem kemur næst að verða það allra
besta sem hefur komið út frá þessari hljómsveit!
Tónleikar og myndbönd
Spandau Ballet hefur alltaf þótt koma skemmti-
lega fram á sviði. Á tónleikum hefur alltaf verið
reynt að hafa eitthvað fyrir augað jafnt og fyrir
eyrað. Hún hefur haldið tónleika víðs vegar um
hciminn, fyrir utan gamla góða Island. Spandau
Ballet var ein af mörgum hljómsvcitum sem tóku
þátt í Live Aid tónleikunum í júlí 1985 og því Iýsti
Gary Kemp sem stórkostlegri lífsreynslu sem hann
hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af, þá
hafi eiginhagsmunahyggja ekki ráðið ferðinni
heldur hafi allir stefnt að sama marki, bæði flytj-
endur og áheyrendur.
Vídeó þeirra félaga hafa ekki þótt standa tón-
leikunum að baki hvað' varðar gæðin en við íslend-
ingar getum kannski ekki dæmt nógu vel um það
því að við höfum ekki séð nema örfá þeirra. Það
eina sem við höfum séð til þeirra á sviði er þegar
sjónvarpið hefursýnt tónleikana við afhendingu
Gullnu rósarinnar í Sviss og myndböndin, sem við
höfum séð með þeim, eru ekki mörg. Þeir leggja
mikinn metnað í gerð myndbanda sinna, fara
gjarnan til þess hluta heimsins sem þeim finnst
henta laginu, samanber gerðina á myndbandinu
við lagið Highly Strung, þá fóru þeir til Hong
Kong enda þýðir víst iítið fyrir einhverja hljóm-
sveit að ætla að „meika það“ án þess að hafa
almennilegt myndband í farangrinum.
Aðdáendur Spandau Ballct hér á landi hafa
yfirleitt ekki verið eins áberandi og til dæmis að-
dáendur Duran Duran og Wham!, þó þeir hafi nú
öðru hverju látið i sér heyra, en það þýðir ekki
cndilcga að aðdáendahópurinn sé svo fámcnnur
því að plötur Spandau Ballet hafa náð ágætri sölu
hér á landi. Fyrir hönd þeirra vona ég bara að
Spandau Baliet leggi einhvern tíma Íeið sína hing-
að til lands en þangað til verða þeir bara að sætta
sig við að hlusta á pliiturnar sem þeir eiga.
Breiðskífur:
Journey to Glory.
Diamond.
True.
Parade.
Spandau Ballet the Singles Collection.
iw-
fÆDD UR.y Son9ur.
HÆÐ: 192 cmÍUnÍ 1960
NAFN: John Keeble.
HUÓÐFÆRI: Trommur.
FÆDDUR: 6. |uli 1959-
HÆÐ: 175 cm.
«4*
"'S , ._***
■ , \
S* Norrnan.
F/EDDUfrx Saxofónn-
HÆÐ:180 cm.marSl9B0-
hÆÐ: 183
cm.
35. TBL VIKAN 25