Vikan - 28.08.1986, Síða 34
„Hún er kraftmikil og hæfileikarík listakona
í örum vexti og hefur á síðustu árum náð al-
þjóðaathygli fyrir gler- og mósaíkverk sín. Hún
hefur tekið þátt í samsýningum með fremstu
glerlistarmönnum Evrópu eins og Georg Meist-
ermann og Ludwig Schaffrath. Góð litameðferð
og hugmyndaauðgi Höllu hefur vakið verð-
skuldaða athygli."
Þetta eru orð þýska glerlistarrisans Fritz
Oidtmann. Oidtmann fyrirtækið er eitt hið virt-
asta sinnar tegundar um víða veröld og hefur
á sínum snærum marga fremstu glerlistarmenn
Evrópu, þar unnu Nína Tryggvadóttir og Gerð-
ur Helgadóttir á sínum tíma. Þrátt fyrir þetta
er Halla einungis þekkt í tiltölulega litlum
hópi hér á landi. Gagnrýnendur hér heima hafa
kallað hana viðvaning, verk hennar smekk-
skemmandi og fullyrt að listræn lita- og
„Litir og form
alltaf átt sterk
r r r ((
itok i rner
myndbygging sé henni ókunn. Halla hefur þrátt
fyrir þetta nóg að gera við listiðju sína og lista-
verkapantanir berast frá opinberum og einka-
aðilum heima og erlendis. Hvað veldur svo
gífurlegu ósamræmi milli íslenskra og erlendra
gagnrýnenda? Eru skoðanir virkilega svo
hreinskiptar um landamæri íslands? Sannast
með Höllu hið fornkveðna að enginn er spá-
maður í eigin föðurlandi eða er einhver maðkur
í mysu?
„Ég var alltaf teiknandi þegar aðrir krakkar
léku sér úti í barnæsku minni. Þá sat ég inni
að teikna og mála. Ég bjó til dúkkulísur handa
vinkonum mínum og frænkum, þær voru mjög
vinsælar. Litir og form hafa alla tíð átt sterk
ítök í mér. Ég er sífellt gleypandi í mig um-
hverfi mitt, hvort sem það er úti í náttúrunni
eða þéttbýli borganna. Á ferðalögum mínum
innbyrði ég ótal birtur, liti og form. Mér finnast
allir staðir fallegir, hver á sinn hátt. Reykjavík
í rigningardrunga og lágskýjum hefur sína sér-
kennilegu fegurð."
Halla Haraldsdóttir er fædd á Siglufirði í
nóvember 1934 og ólst þar upp. Sextán ára hélt
hún til Reykjavíkur í nám við Myndlista- og
handíðaskólann og var aðalkennari hennar
Erró. Hún var við nám í tvö ár, skítblönk und-
ir það síðasta og lifði á tei og brauði. „Síðan
hef ég ekki getað drukkið te.“ Þá gripu örlögin
í taumana og Halla varð að halda á heimaslóð-
ir, giftist skólabróður sínum, Hjálmari Stefáns-
syni íþróttakappa, og eignaðist með honum
þrjá syni. „Ég hélt samt alltaf áfram að mála,
það var áfram mitt áhugamál númer eitt fyrir
utan fjölskylduna."
Halla hélt síðar suður og nam við kennara-
deild MHl 1965. „Elsti sonur okkar fæddist nær
blindur og hann þurfti að sjálfsögðu mikla
umönnun. Það var heill og framtíð drengsins
sem rak mig áfram við að selja verk mín. Með
þeim fjármögnuðum við læknisferðir og annan
kostnað. Ég kenndi honum að lesa á tréristur
sem faðir hans útbjó og las fyrir hann sögur
og önnur fræði. Þá var erfið aðstaða fyrir
blindrakennslu hérlendis. Við urðum því að
fara af landi brott ef mennta skyldi drenginn á
skólaskyldualdri. Okkur bauðst sérskólapláss
34 VIKAN 35. TBL