Vikan


Vikan - 28.08.1986, Page 62

Vikan - 28.08.1986, Page 62
„Við leggjum ekki í vana okkar að spæna upp nýgræðinginn á örfoka landinu. Við keyrum á malbiki." Þormar, Snigill númer þrettán. ■ Fundi er lokið. Bifhjólamenn og -konur týnast út í nóttina, aka í röð niður í miðbæ og æfa sig fyrir hópakstur morgundagsins. Þú hefur ímyndað þér að þetta lið sé kúl, töff og röff en að það lifí tvöföldu lífí; verði nýtt fólk á kvöldin þegar vinnudegi er lókið, þegar það fer úr hárgreiðslu- sloppnum eða drullugallanum og í leðursamfestinginn. En þú áttar þig á að bankamaðurinn, sem býr á móti þér, fer jafnan úr jakkafötunum eftir sitt níutilfimm strit og sést svo í baðrn-1 ullargalla úti í garði á kvöldin. Þú hefur í rauninni ímyndað þér allt mögulegt og reynir nú að imynda þér hvernig fundum Snigla og Hrekkja- lómafélagsins beri saman í Eyjum. Þú ímyndar þér athöfnina þegar taka á Áma Johnsen inn í bifhjólasamtökin, kímir að þeirri staðreynd að tvöhundr- uðasti félagi þeirra var gerður að heiðursfélaga og að hann heitir Ómar Ragnarsson. Þú keyrir á blikkbeljunni þinni niður Smiðjuveginn þegar Þorm- ar grípur fram í fyrir þér, í síðasta skipti: „Mitt mottó sem bifhjólamaður? Lifa sem lengst og keyra sem mest.“ ÖKUBÆN Trúarjátning bifhjólamannsins „til styrktar veikum hugum þegar þeir leggja út í ólgusjó íslenskrar umferðarmenningar" Ég trúi á bifhjólið, tákn frelsisins. Ég trúi á heilagt tvíeyki, bifhjólið og manninn. Ég trúi á lífið og bensínið, bremsurnar og dauðann og inngjöf að eilífu. Amen 62 VIKAN 35. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.