Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 34
ALLIR ÞURFA AÐ
REKA PUTTANA
í NÝMÁLAÐ
ef ég sagt þér söguna af
mér og séra Sigurði Páls-
syni á Selfossi sem fermdi
mig? I hvert skipti sem
hann tók í nefið kveikti
ég mér í sígarettu. Ég hitti
hann svo tíu, fimmtán
árum eftir fermingu fyrir utan
Morgunblaðshöllina og sagði:
Komið þér sælir, séra Sigurður.
Komið þér sælir, sagði prestur,
en ekki kem ég manninum al-
mennilega fyrir mig. Ég er sá
erfiðasti sem þér hafið nokkurn
tíma haft, sagði ég. Þá sagði
hann strax: Er þetta Grét.ar?“
Já, þetta er Grétar Bergmann.
Hann segist ekki hafa verið
prakkari en baldinn langt fram
eftir aldri - og sé jafnvel enn.
Það er líklega helsta ástæðan
fyrir því að við sitjum og spjöll-
um saman. Grétar Bergmann
þekkja margir af afspurn og enn
fleiri í sjón. Hann er orðinn hluti
af Austurstrætinu. Hann stendur
oft á tröppunum hjá Karnabæ
og skoðar mannlífið. Þegar
kunningjar stansa hefur hann
alltaf sögu á takteinum og af-
dráttarlausar skoðanir á
umræðuefninu sem efst er á
baugi hverju sinni í þjóðfélaginu.
Grétar hefur ekki alltaf staðið
á sama bletti í tilverunni. Hann
hefur tekið mörg sporin á skjön
við það sem venjulegt þykir. Við
Eg var ordinn kyn-
proska tíu ára gamall.
Það var meirajeimn-
ismál en orö fá lýst.
Og þar bjrjaöi minn
vandi sem égporöi
ekki aÖ rceöa um viÖ
nokkurn mann.
fáum lítinn skammt af lífsreynslu
og skoðunum Grétars í þessu við-
tali. Viðræður okkar byrjuðu í
húsinu sem þau hjónin, Grétar
og Guðlaug, kona hans, fluttu í
fyrir ári vestur í Frostaskjóli. En
leiðin lá svo í Austurstrætið,
nafla höfuðborgarinnar, þar sem
Grétar fylgist með ferðum manna
daglega.
„Ég byrjaði að spila á böllum
þegar ég var tíu ára gamall. Ég
spilaði mest á trommur. Ég var
óskaplega bráðþroska og það
sem raunverulega gerðist með
mig var að ég varð kynþroska tíu
ára gamall. Það var meira feimn-
ismál en orð fá lýst. Og þar
byrjaði minn vandi sem ég þorði
ekki að ræða um við nokkurn
mann. Ég hef fengið útskýringar
í dag og skil nú hvers vegna
hegðun mín var eins og hún var.
Ég réð bókstaflega ekki við neitt.
Nei, ég finn ekki til með ungling-
um í dag sem eru að taka út sinn
þroska, það vill heldur enginn
láta vorkenna sér. Það vilja allir
vera sjálfbjarga.
Það sem mér finnst alleiðinleg-
ast og tilfinnanlegast er að allir
mínir árekstrar á steinveggi í
gegnum lífið skuli engum koma
að gagni nema mér. Við horfum
á bílslys og segjum: Þetta kemur
fyrir hann en ekki mig. Og mér
þykir sorglegast að öll mín
reynsla skuli til dæmis ekki
Þaö sem mér jinnst
tiljinnanlegast er aÖ
allir mínir árekstrar
á steinveggi ígegnum
lífið skuli engum
koma aögagni nema
?nér. ]/ió horfum á
bílsljs og segju?n:
Þetta kemurjyrir
hann en ekki mig.
34 VIKAN 38. TBL