Vikan

Tölublað

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 55

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 55
„Þetta var slæmt bronkítis. Slík veikindi eru ekkert gaman- mál fyrir fólk á mínum aldri,“ sagði hr. Shaw. „Starf mitt hér í bankanum lenti á hr. Vavasour og svo bættust áhyggjurnar af þjófnaðinum ofan á.“ Poirot spurði nokkurra spum- inga til viðbótar og mér skildist að hann væri að reyna að kom- ast að raun um hvernig sam- komulagið væri milli hr. Vavasour og frænda hans. Eftir því sem hr. Vavasour sagði gegndi frændi hans ábyrgðar- stöðu í bankanum. Hann var hvorki í fjárhagslegum vandræð- um né skuldugur og honum höfðu oft verið fengin svipuð verkefni til úrlausnar. Að lokum kvöddum við hæversklega og fór- um. „Ég er óánægður,“ sagði Poirot um leið og við komum út. „Vildirðu komast að einhverju fleiru, þessir menn eru ákaflega venjulegir?“ „Eg bjóst svo sannarlega ekki við að hitta leiftrandi fjármála- snillinga, eins og sagt er frá í skáldsögunum. Nei, ég er óá- nægður með hve málið er auðvelt viðfangs." „Auðvelt?" „Já, það er hreinn barnaleikur, finnst þér ekki?“ „Veistu þá hver stal skulda- bréfunum?“ „Já, það geri ég.“ „En þá.. .við verðum. . .hvers vegna?“ „Slakaðu á, Hastings. Við ætl- um ekki að gera neitt að svo stöddu." „Hvers vegna, eftir hverju bíð- urþú?“ „Ég bíð eftir því að Ólympía komi frá New York á þriðjudag- • „ << mn. „Getur þjófurinn þá ekki flúið ef þú veist hver hann er?“ „Til einhverrar Suðurhafseyjar sem við höfum ekki framsals- samninga við? Nei, honum myndi ekki líka lífið þar. Og hvers vegna ég bíð átekta? Jú, sjáðu til. Ég er svo vel gefinn að í huga mér liggur málið ljóst fyrir en það eru ekki allir jafnvel af guði gerðir og ég. Til dæmis McNeel lögregluforingi. Hans vegna hyggst ég gera frekari athuganir. Maður verður að hafa samúð með þeim sem eru minnimáttar." „Það veit guð að ég gæfi aleig- una til að þú yrðir þér einhvern tíma til ærlegrar skammar. Þú ert svo andsk... montinn." „Vertu ekki reiður, Hastings. Ég hef orðið þess var að stundum fyrirlítur þú mig næstum því. Það er fylgikvilli þess að vera stórmenni.“ Litli maðurinn þandi síðan út brjóstkassann, belgdi sig út og stundi svo ámátlega að ég gat ekki annað en hlegið. Á þriðjudeginum fórum við til Liverpool með lestinni. Poirot hafði þrjóskast við og neitað að segja mér nokkuð um málið allan tímann. Hann lét öðru hverju í ljós undrun sína á því að ég væri ekki búinn að átta mig á þessu máli. Ég hætti að þvarga við hann og faldi forvitni mína undir yfirborðs áhugaleysi. Þegar á hafnarbakkann var komið hresstist Poirot allur. Hann sagðist vera að leita að upplýsingum um vin sinn sem farið hafði til New York þann 23. og spurði þrjá þjóna í þaula um hann. „Þetta var roskinn maður, heilsutæpur og fór sjaldan út úr klefa sínum.“ Lýsingin átti vel við hr. Vent- noren hann hafði búið í klefa 24 Gvjð hliðina á klefa hr. PhilipsRjdgeway. Þótt ég fengi engan veginn skilið hvernig Poi- rot komst á snoðir um tilveru hr. Ventnors var ég samt fullur af áhuga. „Segið mér,“ hrópaði ég, „var þessi herramaður einn af þeim fyrstu sem fóru í land í New York?“ Þjónninn hristi höfuðið. „Nei, herra minn, hann var einn af þeim allra síðustu." Ég varð undrandi og ég tók eftir því að Poirot glotti. Hann þakkaði þjóninum fyrir, gaf hon- um peninga og við gengum í land. „Gott og vel,“ sagði ég reiður, „þetta síðasta hlýtur að hafa haft áhrif á þessa dýrmætu kenn- ingu þína.“ „Það er eins og venjulega, Hastings, þú skilur ekki neitt. Þetta var þvert á móti grundvall- aratriði í kenningu minni.“ Ég fórnaði höndum. „Eg gefst upp.“ í hraðlestinni frá Liverpool til London var Poirot önnum kafinn við að skrifa skýrslu um málið sem hann síðan setti í umslag sem hann límdi aftur. „Þetta er handa hinum ágæta McNeal rannsóknarlögreglufor- ingja. Við skiljum það eftir hjá Scotland Y ard um leið og við höldum til veitingahússins þar sem Esmée Farquhar ætlar að gera okkur þann heiður að borða með okkur kvöldverð." „Hvað með Ridgeway?“ „Já, hvað með hann?“ sagði Poirot og drap tittlinga. „Þaðgeturvarlaverið... Þú getur ekki...“ „Það er að verða að ávana hjá þér að vera óskiljanlegur. Jú, reyndar hélt ég það um tíma. Ef Ridgeway hefði verið þjófurinn hefði þetta verið afskaplega heillandi mál.“ „Varla fyrir ungfrú Farquhar.“ „Það er rétt hjá þér. Þess vegna er best að það sé eins og það er. Við skulum rifja upp gang mála. Ég sé að þig blóðlangar til þess. Innsiglaði pakkinn var tekinn úr ferðakoffortinu og gufaði upp eins og ungfrú Farquhar orðaði það. Þar sem það er vísindalega ómögulegt að láta pakka gufa upp höfnum við þeirri hugmynd að svo stöddu og íhugum hvað hafi orðið af pakkanum. Allir eru sammála um að honum hafi ekki verið smyglað í land.“ „Já, en við vitum...“ „Það má vera, Hastings, að þú vitir en það geri ég ekki. Mín skoðun er sú að virðist það ótrú- legt þá sé það ótrúlegt. Tveir möguleikar eru þá eftir, annars vegar að pakkinn hafi verið fal- inn um borð eða hent útbyrðis." „Með flotholti?“ „Án flotholts.“ Ég starði á hann. „Ef skuldabréfunum var fleygt útbyrðis var ekki hægt að selja þau í New Y ork og þar af leiðir að þeim var ekki hent útbyrðis." „Þú hefur frábæra rökhugsun, Hastings. Þú sérð hvert þetta leiðir okkur.“ „Aftur að byrjuninni." „Hreint ekki. Ef pakkanum var hent útbyrðis en skuldabréfin seld í New York hafa skuldabréfin aldrei verið í pakkanum. Hvaða sönnun höfum við fyrir því að skuldabréfin hafi verið í pakkan- um? Manstu, hr. Ridgeway opnaði aldrei pakkann frá því að hann fékk hann í hendur." „Já, enþá...“ Poirot sveiflaði hendinni óþol- inmóður. „Lofaðu mér að ljúka máli mínu. Það síðasta sem sást til skuldabréfanna var að þau voru á skrifstofu Skotlands- og Lund- únabankans að morgni hins 23. Þau koma aftur fram í New York hálftíma eftir að Ólympía leggst að. Einn maður, sem enginn hlustaði reyndar á, hélt því fram að þau hefðu verið seld áður en skipið lagðist að. Hvernig gátu þau komist til New York ef þau hefðu nú aldrei verið um borð í Ólympíu? Hvernig gátu þau komist til New Y ork? Gigantic sigldi frá Southampton sama dag og Ólympía og Gigantic á hraða- metið í Atlantshafssiglingum. Ef skuldabréfin hefðu verið send með Gigantic hefðu þau komið til New Y ork daginn áður en Ólympía lagðist að bryggju. Það voru því engin skuldabréf í inn- siglaða pakkanum. Það hafði verið skipt um pakka á skrifstofu bankans í London. Hver og einn þeirra þriggja, sem viðstaddir voru, gat skipt á pökkunum. Þeir gátu sent skuldabréfin til sam- starfsmanna í New York með fyrirmælum um að selja þau jafn- skjótt og Ólympía hefði lagst að bryggju. En einhver varð að fara með Ólympíu til að setja ránið á svið.“ „Hvers vegna?“ „Vegna þess að ef Ridgeway hefði náð að opna pakkann og sjá að í honum voru ekki nein skuldabréf þá hefði fallið grunur á þá sem voru heima í London. Nei, maðurinn í næsta klefa var látinn vinna sitt verk. Hann þóttist brjóta upp lásinn svo að þjófnaðurinn kæmist upp strax en í raun og veru opnaði hann koffortið með lykli. Síðan henti hann pakkanum í sjóinn og fór í land síðastur manna.“ „Hann dulbjó sig með gleraugu og þóttist vera heilsutæpur því að hann vildi ekki hitta Ridgeway. Hann gekk síðan í land í New York og tók næstu ferð heim.“ „En hver var þetta?“ „Maðurinn sem hafði lykil, maðurinn sem lét smíða lásinn, maðurinn sem lá heima á sveita- setri sínu með bronkítis, þessi venjulegi aldraði herramaður, hr. Shaw. Það eru oft glæpamenn í æðstu embættum, kæri vinur. Ha, við erum komnir. Ungfrú, þettaheppnaðistalltsaman... má ég...“ Poirot kyssti undrandi stúlk- una á báðar kinnar. 38. TBL VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.