Vikan

Tölublað

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 62

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 62
 En lítum nú nánar á rústirnar eða að minnsta kosti nokkum hluta þeirra því svæðið er stórt og það er auðvelt að ganga þar um heilan dag án þess að sjá aðra mannveru. Fyrir aftan miða- söluna er grafreiturinn við Via della Tombe en hann liggur samhliða Via Ostiensis. Þarna er rétt að staldra við því þar má sjá margar gerð- ir grafhvelfinga. Sumir grafklefanna eru enn óhreyfðir með lokuðum dyrum, í öðrum standa líkkisturnar enn og einnig má sjá allstórar fjöl- skyldugrafir. I veggjum þessara stóru grafhýsa em smáhvelfingar, rétt nógu stórar til að þar komist fyrir tvær leirkrukkur með ösku, til dæmis hjóna eða systkina. Við endann á Via della Tombe er svo komið að Rómarhliðinu sem Súlla lét byggja en fyrir innan það er sjálf borgin og við hliðið hefst aðalgatan, Decumanus Maximus. Þegar gengið hefur verið svo sem 200 metra eftir henni inn í borgina er komið að einu af baðhúsum borgar- innar, baði Neptúnusar, en húsin í Ostíu Anticu eru gjarnan nefnd eftir einhverjum kennileitum á þeim, styttum sem fundist hafa í þeim eða mósaíki á gólfum. Hægt er að komast upp á aðra hæð á baði Neptúnusar og þaðan er gott útsýni yfir böðin og nágrennið. Ofan af ann- arri hæðinni sjást vel hinar fögru mósaík- skreytingar á gólfunum. Ein mósaíkmyndin sýnir Neptúnus með fjóra sæhesta, umkringdan títrónum, höfrungum og ýmsum öðrum dýrum og fiskum. Eftir þessari mynd hafa böðin fengið nafn sitt. Nokkru fyrir aftan Neptúnusarböðin er Via della Fontana en það er heillegasta og best varðveitta gatan í Ostíu. Fyrir vestan Neptúnusarböðin er komið að leikhúsinu. Það var, eins og áður var sagt, byggt á dögum Ágústusar en stækkað síðar. í núverandi mynd tekur það 2700 manns í sæti en það mun hafa verið stærra þegar best lét. Lítið er eftir af upphaflega sviðinu ef frá eru taldar þrjár marmaragrímur og nokkur veggja- brot. Núna er leikhúsið fyrst og fremst notað til hljómleikahalds og fyrir útiskemmtanir. Af áhorfendasvæði leikhússins sést vel yfir torgið sem er fyrir aftan það. Meðfram því á þrjá vegu voru skrifstofur umboðsmanna versl- unarfyrirtækja og skipafélaga sem áttu við- skipti í Ostíu. Fyrir framan hverja skrifstofu voru mósaíkmyndir með nafni fyrirtækisins eða merki þess, til dæmis fíl eða höfrungi, og sums staðar er greint frá hvaðan fyrirtækið var. Þarna má sjá umboðsaðila fyrir kaupmenn frá Karþagó (rómversku Karþagó), Alexandríu og mörgum öðrum borgum. Á miðju torginu, á grasi grónum bletti, var hof guðsins Ceresar umkringt trjám á þrjá vegu sem veita því við- eigandi umgjörð. Við hliðina á leikhúsinu er svo Júpítershof ásamt fjórum minni hofum og skammt frá því er eitt best varðveitta bænahús míþrasartrúar- manna í Ostíu. Hér er því ekki úr vegi að staldra við og gefa gaum að trúarlífi Ostíubúa. Við uppgröftinn í Ostíu hefur fundist mikill fjöldi hofa. Varla hefur sá guð verið til í Róma- veldi að hann hafi ekki átt sér tilbiðjendur í Ostíu. Þar hafa fundist helgidómar Júpíters, Kastors og Polluxar, Ceresar, Venusar, Mars, Neptúnusar, Appollós og margra fleiri hefð- bundinna rómverskra og grískra guða. Margir keisarar voru einnig dýrkaðir, til dæmis Ágúst- us, Trajanus, Vespasianus og Hadrianus. Austrænir guðir voru mikið dýrkaðir, svo sem Magna mater og egypska gyðjan fsis, svo og Míþras sem áður hefur verið minnst á og var um tíma einn helsti keppinautur kristinnar trú- ar í Rómaveldi. Langmest ber þó á dýrkun eldguðsins Vúlkans og hafa margir helgidóm- ar, helgaðir honum, fundist. Af þeim trúarbrögðum, sem núna eru við lýði, hafa fundist allgömul merki um kristna trú og verður fjallað um þau síðar. Fyrir fáum árum var grafin upp myndarleg sýnagóga frá fyrstu öld eftir Krist. Hún stendur nokkuð fyr- ir utan það svæði sem mest hefur verið grafið á og þarf að ganga nokkuð út fyrir Porta Mar- ina til að komast að henni. Það er þó vel göngutúrsins virði því sýnagógan, sem stendur á grænu engi, er vel varðveitt með fagrar kór- inþusúlur, sem ber við trén í kring, og nokkru minni jónískar súlur sem enn bera uppi stein- boga. En víkjum nú aftur út á Decumanus Maxi- mus, svo sem 100 metra fyrir neðan leikhúsið. Þar eru leifar elstu bygginga sem fundist hafa í Ostíu, nokkur hof frá lýðveldistímanum, byggð úr setbergi, og leifar mjög gamalla borg- armúra úr sama efni. Skammt frá er svo Via Sýnagógan í Ostiu. Hún er frá fyrstu öld fyrir Krist og er sú eista sem varðveist hefur í Evrópu. di Diana, heilleg gata íbúðarhúsa með verslun- um og krám á neðstu hæðunum. Þar er Thermopolium, veitingastaður sem á sér einna helst hliðstæðu í skyndibitastöðum og ham- borgarabúllum nútímans. Þar stendur enn við dyrnar skenkur með innbyggðri ruslafötu og við vegg þar skammt frá er ofn sem notaður hefur verið við eldamennsku. Frá Via di Diana liggur leiðin á forum og þar blasir Capitol við ásamt ýmsum stjómar- byggingum og hofum. Nokkru fyrir neðan forum og Capitol sveigir Decumanus Maximus niður á Porta Marina en við víkjum nú af aðalgötunni i beygjunni og höldum til hægri. Þar komum við fljótlega að þrem hofum sem öll eru frá lýðveldistímanum. Það stærsta er tileinkað Heraklesi, annað ást- arguðunum en ekki er ljóst hvaða guði það þriðja var helgað. Fyrir aftan þessi hof er svo hús Amors og Psyche. Þetta hús er dæmigert fyrir íbúðarhús vel stæðrar Ostíufjölskyldu á þriðju og íjórðu öld. Húsið er kennt við fagra styttu af Amor og Psyche sem fannst í rústunum en hún er núna á safninu sem geymir muni sem fundist hafa í Ostíu. Á veggjum húsins er tölu- vert eftir af ljósum marmara og er það því að mörgu leyti forvitnilegt. Næst er rétt að drepa niður fæti sunnan megin við Decumanus Maximus, um 200 metra frá Porta Marina. Þar er Schola Trajanusar, aðsetur eins af öflugustu verslunargildum Ostíu. Þar má meðal annars sjá mósaík á gólf- um, marmarasúlur, styttu af Trajanusi og fleira. Þar skáhallt á móti er eitt af „kristnu húsun- um“ í Ostíu en tíminn hefur leikið það heldur illa svo við látum það eiga sig og förum til Via della Caupone, suðaustan við byggingar þess- ar. Þar er annað hús sem kristnir menn hafa búið í. Þetta hús er nefnt „hús fisksins" og er frá þriðju eða fjórðu öld. Þar er veggmósaík sem sýnir fisk í kaleik og á fæti kaleiksins eru tveir aðrir fiskar. Þegar komið er út úr Via della Caupone að norðanverðu blasir við stærsta baðhús Ostíu. Þetta baðhús er nefnt „Baðhúsið við torgið" og er mjög vel varðveitt og svo sannarlega þess virði að það sé skoðað. I tengslum við það eru almenningssalerni þar sem allt að 20 manns gátu gert þarfir sínar í einu. Úr böðunum er svo hægt að komast aftur út á Decumanus Maximus og læt ég hér lokið frá- sögninni af rústum Ostíu Anticu. Ef hins vegar einhver ferðalangur er ekki búinn að fá nóg af mósaíkmyndum eftir að hafa rölt um borgina getur sá hinn sami gengið til safnsins sem þarna er. Þar hefur verið sett upp mikið af fögru mósaíki sem tekið hefur verið úr rústunum og þar eru einnig til sýnis margir athyglisverðir munir sem grafnir hafa verið úr jörð frá því uppgröftur hófst. í safninu er líka skjól fyrir brennandi sólargeislunum og svo mikið er víst að venjulegum Norðurálfubúa veitir ekki af því að leita skjóls undan hitanum sem um hádegisbil verður gersamlega óbærileg- ur í logninu milli rústanna og trjárunnanna. Því miður hafa líka allt of fá húsanna þök þann- ig að þau veita lítið skjól fyrir sólinni. Því verður safnið ásamt barnum, sem rekinn er í bogagöngunum undir leikhúsinu, jafnkærkom- inn hvíldarstaður sólbrenndum ferðalöngum og sæluhús slysavamafélaganna og Jöklarann- sóknafélagsins eru kærkomin djarfhuga vél- sleðagörpum á þorranum. 62 VIKAN 38. TBL J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.