Vikan

Tölublað

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 45

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 45
Lagað til í hænsnakofanum. er búið að rífa hann. Svona fer fyrir mörgum góðum byggingum. Á meðan samtalið fór fram hlupu hænsnin út um allt og krakkarnir á eftir til að ná þeim fyrir myndatök- una en við spurðum Jóhann hvort hann ætti einhver önnur dýr. - Ég á hest með bróður mínum og kálfa. Bróðir Jóhanns er eldri en hann og við spyrjum hvort það sé ekkert erfitt að vera yngri. - Nei, það er allt í lagi, en ef mað- ur segir eitthvað sem honum líkar ekki þá er maður bara laminn. En þú lemur auðvitað aldrei systur þína? - Ha, jú, það kemur fyrir. Torfi á þrjá bræður og er næst- yngstur. Er erfitt að eiga eldri bræður? - Stundum, manni finnst þeir mega gera meira en maður sjálfur. Eru þeir eitthvað að stríða þér? - Já, stundum. En stríðir þú litla bróður þínum? - Humm, jú, stundum. Eigið þið einhverja fleiri vini hérna? - Já, úti á Laugarvatni, en við för- um ekki oft þangað. Ég á vin uppi í Miðdalskoti og hjóla stundum þang- að, segir Jóhann. Eruð þið búnir að lenda í ein- hverjum ævintýrum í sumar? - Nei, ekki sem við munum eftir núna, við erum reyndar alltaf að lenda í ævintýrum en gleymum þeim jafnóðum. Nú er heilmikið af beljum hérna, haldið þið að beljur séu heimskar eins og sumir halda fram? - Það er ekki gott að segja, þær fara alltaf á sama stað og þó það sé búið að girða þá vilja þær fara yfir girðinguna. Nú er langt liðið á sumarið, skól- inn reyndar byrjaður þegar þetta birtist í Barna-Vikunni, í hvaða skóla farið þið? - Við förum í skólann á Laugar- vatni. Skólinn byrjar klukkan átta á morgnana og skólabíllinn nær í okk- ur. Við spurðum strákana næst hvort það væri gaman í skólanum. Þeir svöruðu báðir í einu. - Já og nei, stundum, ekki alltaf... og svo framvegis. Að lokum kom þeim saman um að skólinn væri ágætur. Jóhanni finnst skemmtileg- ast í íslandssögu en landafræðin leiðinlegust. - Svo er farið í skólaferðalög, til dæmis til Reykjavíkur. Þá förum við í leikhús og á Þjóðminjasafnið. Við höfum líka farið í skíðaferðalög, annars er komin skíðalyfta hérna en hún er bara svo illa staðsett og ekki oft hægt að nota hana. Jóhann hefur alltaf búið í sveitinni en Torfi átti heima í Reykj avík þegar hann var yngri. Hvaða munur er á að búa í Reykjavík og í sveit? - Það er svo mikil umferð í Reykja- vík, hér er miklu rólegra og betra að sofna á kvöldin. Ætlar þú að verða bóndi þegar þú verður fullorðinn? - Ég veit það ekki. Jóhann var heldur ekki búinn að ákveða sig, það verður bara að koma í ljós. Og þar með kvöddum við þessa hressu stráka en nýjustu fréttir herma að þeir séu búnir að mála hænsnakofann, laga á honum þakið og ætli að fá sér fleiri vel valdar hænur. Jóhann með monthanann. 38. TBL VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.