Vikan

Tölublað

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 16

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 16
NAFN VIKUNNAR: Hallgrímur Helgason Óttinn vio stöðnun Nú stendur yfir sýning á verkum Hall- gríms Helgasonar í Gallerí Langbrók að Bókhlöðustíg 2 hér í borg. Þetta er níunda einkasýning Hallgríms en auk þess hefur hann tekið þátt í fimm samsýningum. Einnig hefur Hall- grímur fengist lítils háttar við leikmyndagerð. Hann hélt í víking til Boston síðastliðið haust og dvaldi þar vetrarlangt við vinnu. Kom heim í vor og hafði hér viðdvöl sumar- langt og sýnir nú afrakstur sumarvinnunnar. Nú í haust mun hann enn á ný leggja land undir fót og heldur þá á vit New York- borgar til áframhaldandi vinnu. Hann á ekki langa skólavist að baki. Tvítugur að aldri fór hann í forskóla Myndlista- og handíða- skóla íslands, hætti þar og hélt til Þýska- lands. Þar stoppaði hann einungis einn vetur, ég spurði hvers vegna. „Ég var ekki ánægður í skólanum, auk þess sem ég er hvorki hrifinn af þýskri myndlist né þýskum menningarheimi. Því fór ég heim og fór að vinna af krafti og mér hefur tekist að lifa af listinni síðan um mitt ár 1983.“ - Hvemig gengur það? „í dag gengur erfiðlega að lifa af myndlist en það gekk vel í byrjun, kannski vegna þess að þá málaði ég mest landslag. Lands- lagið er númer eitt og verður það alltaf í hugum fólks. Unga fólkið er alveg jafnhrifið af landslagsmálverkum og afar þess og ömm- ur voru. Það er eins og tíminn breytist ekki að þessu leyti.“ - Finnst þér að list eigi að vera ríkisstyrkt? „Það hefur gefist illa þar sem það hefur verið reynt, til dæmis í Hollandi. En það mætti blanda þessu svolítið, veita til dæmis fáum listamönnum mjög háa styrki en hafa svo marga lága styrki. Oft er það móralskt fyrir menn að fá styrki.“ - Þessi sýning er sölusýning, er hún ætluð til að kosta dvöl þína í New York. „Já, hún er meðal annars ætluð til þess.“ - Hefur þú í hyggju að setjast að erlendis? „Ég var að hugsa um að reyna fyrir mér úti í nokkur ár. Ég er búinn að vinna hér í þrjú ár. ísland er lítill hringur sem maður kemst ekki út úr - sama fólkið sem ég sendi boðskort á sýningarnar mínar. Því verða viðbrögðin alltaf þau sömu. Ég fæ oft á til- finninguna að það sé ekkert að gerast en samt veit maður að hér eru margir góðir myndlistarmenn, en fáir framúrskarandi. Það má eiginlega segja að hér ríki dálítil meðalmennska. í Bandaríkjunum eru hins vegar margir lélegir en fáir góðir. Tvennt annað veldur því einnig að ég kýs að halda af landi brott, birtan er of mikil á vorin og sumrin til þess að gott sé að vinna, litir verða daufir ef maður málar í of mikilli birtu. Svo eru það útvarpsstöðvarnar, er- lendis eru útvarpsstöðvar sem útvarpa alla nóttina, það myndi bæta mjög vinnuskilyrði listamanna sem vinna á kvöldin og nóttunni ef útvarpað væri allan sólarhringinn." Margir álíta Hallgrím efnilegasta unga listamanninn okkar í dag. En hvernig við- brögð hefur hann fengið við list sinni? „Ef menn halda að ég sé efnilegur þá er ég ánægður. En ég ætla að halda áfram þangað til ég er orðinn eithvað annað en efnilegur. Annars er það ekki svo vitlaust að líta á sig sem efnilegan því þegar maður er orðinn viðurkenndur er meiri hætta á stöðnun. Óttinn við stöðnun rekur mig einna mest áfram. Hvað varðar viðtökurnar þá hef ég fengið góðar viðtökur hjá hinum almenna borgara en gagnrýnendur, opinberar lista- stofnanir, söfn og sjóðir hafa verið líkt og í fýlu út í mig. Það sama má í raun segja um eldri listamenn." - Kanntu einhverja skýringu á þessu? „Þeir halda kannski að ég sé of léttúðug- ur, of poppaður, of líklegur til vinsælda. En það er eðli meðalmannsins að sjá ekki dýpt í yfirborði né alvöru í húmor.“ Texti: Jóhanna Margrét Einarsdóttir Mynd: Arna Kristjánsdóttir i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.